Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 13
Véladeild Véladeild Fálkans var stofnuð árið 1955 og þar eru seldir marg- vislegir vöruflokkar. Fyrst og fremst eru þetta allskonar legur, kúlulegur þar á meðal, rúlluleg- ur, keðjur og tannhjól. Auk þess ásþétti, viftureimar og allskyns reimar og tannhjól. Auk þess eru seldar vélar til fiskiðnaðarins, dælur, skilvindur, þurrkarar, katlar og sjálfvirk stjórntæki. Fljótlega var byrjað að flytja inn rafmótora og girmótora og loftræstikerfi. Skrifstofur Fálkans eru að Suðurlandsbraut 8, í stórhýsi Fáikans. A skrifstofunni vinna tólf manns, en bókhald fyrirtækisins er unnið I tölvu Loftleiða hf. Hverjir verzla við Fálkann — Hverjir eru helztu viðskipta- vinir véladeildarinnar? — Þaðeru helztalls konar véla- verkstæði. Bilaverkstæði, vél- smiðjur og svo útgerðin og fisk- verkunarstöðvarnar. Annars má segja að svo til allir, sem fást við vélar verzli eitthvað við okkur. Véladeildin er tæknideild og hefur frá fyrstu tið verið i' forsjá verkfræðinga og tæknifræðinga, sem þekkja þarfir vélaiðnaðarins og geta verið ráðgefandi. Þarna er unnt að leysa bæði flóknar þarfir einstakra kaup- enda og svo þetta venjulega, sem alltaf er þörf fyrir vegna nýsmiða og vegna viðhaldsins. Véladeildir af þessu tagi láta ekki mikið yfir sér, þar eru þús- undirhluta, smáir og stórir, en ef eitthvað vantar þá er nú voðinn vis. Véladeildin krefst þvi mjög mikils skipulags, bæði fyrirtækis- ins vegna og eins vegna við- skiptavinarins. Véladeildin hefur lika stækkað ört og er nú eins og fram kemur orðin stærsta deild Fálkans. Auk vélanna og véla- hlutanna eru þar seld alls konar hjól, taliur og lyftarar, svo og stálrör, eirrör og legubrons, en það væri að æra óstöðugan að telja það allt upp hér i stuttu blaðaviðtali. Heimilistækja- deild — Loks er svo heimilistækja- deildin, en hún var stofnuð árið 1971 og er því yngst af deildum Fálkans. Upphaflega var deildin stofiiuð utan um Hoover-umboðið sem við tókum þá við af Magnúsi Kjaran. Við höfðum aðstöðu hér til þess að fjölga vöruflokkum og heimilis- tæki voru þegar orðinn hluti af starfssviði okkar. Við flytjum inn þvottavélar og ryksugur frá Hoover, en kringum það er rekin i viðtæk varahluta- og viðgerðar- þjónusta fyrir heimilistækin. Siðan hafa bætzt við fleiri vöru- flokkar. Við fengum einkaumboð fyrir hinar frægu Neff verksmiðj- ur, sem framleiða eldavélar, eldavélasamstæður, lofthreins- ara og fsskápa, en þetta eru heimsþekktar gæðavörur. Aherzla er lögð á að byggja þessa deild vel upp eins og hinar, að allt sé reist á sem traustustum grunni. Þarna eru einnig seld hljóm- flutningstæki frá Kenwood i Jap- an og aragrúi rafmagnstækja frá ýmsum þekktum framleiðendum, svo sem straujárn, brauðristar, kaffivélar' nuddtæki, hárþurrkur og rafmagnsofnar. Sem sagt allt, sem þarf að vera á boðstólum i fullkominni heimilistækjadeild. — Að lokum. Hversu margir vinna hjá Fálkanum og hvernig gengur að halda á starfsfólki? — Hjá Fálkanum vinna 40—50 manns. Sumir starfsmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu áratugum saman, aðrir eru nýkomnir til starfa. Það er þó hægt að skýra frá þvi að hér starfa menn gjarn- an mjög lengi, helzt marga ára- tugi. Talið er að það sé ekki síður góðu starfsfólki að þakka að fyrirtækið hefur starfað svo lengi og náð þeim árangri, sem náðst hefur, og stjórn fyrirtækisins, en hana skipa nú þeir Páll Bragason, formaður Haraldur V. Ólafsson, varafor- maður Björn H. Jóhannsson, ritari, sagði Ólafur Haraldsson, forstjóri að lokum. J.G. Halidór Þorbjörnsson, eizti nú- verandi starfsmaður Fálkans og hefur starfað við fyrirtækiö I 48 ár. Björn H. Jóhannsson, tæknifræð- ingur. Hann á sæti i stjórn Fálk- ans og er deildarstjóri heimilis- tækjadeildar. Amundur Jóhannsson, tækni fræðingur véiadeildar. Jón óiafsson, verziunarstjóri i véladeild. Páll Bragason, stjórnarformaöur Fálkans. Páll er viðskiptafræö- ingur að mennt. Páll er deildar- stjóri reiðhjóla- og véladeildar. Steinunn S. Jónsdóttir, gjaldkeri Jón Alfonsson, skrifstofustjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.