Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 1. ágúst 1976.
TÍMINN
29
Sigurður frá Flóagafli segir að
menn hafi haft nesti á sjó. Það
var ekki á þessu skipi.
Ég veit ekkert um hvort þetta
var vani eða hjátrú, spurði
einskis. En ég var ekki meiri bóg-
ur en það að ég var máttlaus af
hungri, eftir að hafa verið á sjó
allan daginn ogsiðar i aðgerð, þvi
að venjulega borðaði ég litið að
morgni.
Fljótlega tók ég með mér nesti.
Ég var á öftustu þóttu og því i tal-
færi við formann, og þegar ég
fyrst tók upp nesti mitt spurði
hann „ertu soltinn”. Ég játti þvi
og var þetta ekki nefnt meira.
EÍn það liðu ei margir dagar þar
til öll skipshöfnin var komin með
nesti — nema formaður, hann
sást aldrei taka bita.
A þessum tima var lifrin ekki
brædd i Þorlákshöfn, en safnað i
tunnur eða kagga, sem stóðu að
baki saltbirgis. Þar aðskildist fit-
an og hamsarnir af sjálfu sér,
hamsarnir settust á botninn og
var nefnt grútur, en lýsið flaut of-
an á og nefnt hrálýsi. Þetta hét að
„grýta” lifrina. Þótti heilsusam-
íegt til matar (i inntöku og bræð-
ing) var dökkt og bragðmikið. Ég
átti öðuskel i veggjarholu hjá lýs-
isköggunum og þegar ég kom upp
með fyrstu fiskbyrðina fór ég að
kofabaki og fékk mér eina skel af
lýsi.
Úmlokinfékkégiminnhlut tvö
401 anker af lýsi og þótti það góð-
ur fengur til heimilisnota.
Ég hef borið mig saman við
þrjá menn sem voru i Þorláks-
höfn vertiðina 1918, þá Asmund
Eirikssoná Háeyri, Eyrarbakka,
Kristin Vigfússon, trésmiða-
meistara á Selfossi og Guðmund
Jónsson, bónda i Eyði-Sandvik.
Við erum sammála um að þessa
vertið hafa gengið 30skip úr þess-
ari lffhöfn Suðurlands, gætu hafa
verið 32. Þarna eru þvi sam-
ankomnir 450^180 manns, blóm-
inn úr samtfðarmönnum 3ja
sýslna. Það voru Vestanheiðar-
menn, Arnesingar og Rangæing-
ar —■ en til sjóróðra i Þorlákshöfn
völdust ekki nema vaskir menn,
að fáeinum eldri mönnum með-
töldum — ég held úr allra næsta
nágrenni.
Formenn voru þessir:
1. Bjarni Grimsson, Stokkseyri.
2. Gisli Gislason, Hjalla.
3. Gisli, silfursmiðif,r, Gislason.
Rvk.
4. Gisli Jónsson, Þorlákshöfn.
5. Guðbjörn Gislason frá Miðdal,
bóndi Hagavik i Grafningi.
6. Guðfinnur Þórarinsson, Eyri,
Eyrarbakka.
7. Gunnar Hjörleifsson, Litlu Há-
eyri Eyrarbakka
8. Halldór Magnússon, Litlalandi.
9. Ivar Geirsson, Sölkutóft. Eyr-
arbakka.
10. Jóhann Gislason, Hofi, Eyrar-
bakka.
11. Jóhann Guðmundsson,
Gamla-Hrauni.
12. Jón Einarsson, Vöðlakoti.
13. Jón Eyvinds, frá Skúmstöð-
um, Eyrarbakka.
14. Jón yngri Jónsson, Hliðar-
enda.
15. Jón Jónsson, Norðurkoti, Eyr-
arbakka.
16. Jón Ólafsson, Foki.
17. Kristinn Eyjólfsson, Bakkár-
holti.
18. Kristinn Vigfússon, Eyrar-
bakka.
19. Kristinn Þórarinsson, Neista-
koti.
20. Magnús Jónsson, Hliðar-
enda.
21. Magnús Jónsson, Hrauni.
22. Magnús Þorsteinsson,
Eyvindartungu.
23. Ólafur Jónsson, Þorlákshöfn.
24. Páll Grimsson, Nesi.
25. Sigurður ísleifsson, Eyrar-
bakka.
26. Sigurður Steindórsson, Hjalla.
27. Tómas Vigfússon, Garðbæ,
Eyrarbakka.
28. Þórarinn Einarsson,
Stigprýði, Eyrarbakka.
29. Þorkell Þorkelsson, Eyrar-
bakka.
Ekki man ég hve marga róðra
við fórum, en eftir afla hljóta þeir
að hafa verið nokkuð margir. Jón
á Hliðarenda segir, að á 46 vertið-
um hans hafi róðrar orðið flestir
47 en fæstir 27, sama heimild seg-
ir, að afli hafi orðiö mestur 1320
fiskar en minnstur 78fiskar í hlut,
sú saga sýnir, að ekki var alveg á
visan að róa með þetta fremur en
annað fyrr og siðar.
Eitt skipanna sem gekk þessa
vertið hlaut viðumefni eða kenn-
ingarheiti það var nefht „presta-
skip”. Magnús Þorsteinsson frá
Eyvindartungu hafði keypt skip
Jóns á Hliðarenda sem þá hætti
formennsku 68 ára að aldri.
Magnús réð til sin unga menn,
harðsnúið lið, og farnaðist honum
mjög vel. í liði Magnúsar voru
þrir prestssynir og var það tilefni
nafngiftarinnar. Piltarnir voru:
Stefán Ólafsson, frá Kálf-
holti, Þorvaldur ólafsson frá
Arnarbæli og Gisli Gislason frá
Stórahrauni. Þetta er til gamans
sagt og sýnir „húmorinn” sem
rikti — gleðina.
Einu sinni munaði minnstu að
ég yrði mér til skammar. Klukk-
an mun hafa verið farin að ganga
11, ég var ekki farinn að klæða
mig, var i hrókasamræðum við
félaga minn og naut lifsins, en fé-
lagarnir sátuhver á sinu rúmi, og
það boðaði sitt, ef ég hafði veitt
þvi athygli — en það voru „vom-
ur”. Þá snarast formaður inn og
grípur sjóklæðin — eða böslin,
eins og það Uka hét. Þá var ég
fljótur að taka við mér, og þegar
égfór útúrbúðinni, kominn i brók
og með sjóskó á fótum, en skinn-
stakkinn á handleggnum, þá voru
þrir félaganna eftir i búðinni. Ég
gekk hvatlega til skips, og þegar
við vorum vel komnir á flot leit
formaðurinn við mér, hló, og
sagði: „Andskoti varstu fljótur”.
Það rikti mikil eindrægni og
góður félagsandi með hverri
skipshöfn, einkum urðu náin fé-
lagstengsl með lagsmönnum. Oll
var veiðistöðin samfélag ein-
lægni, kapps um að gera sit t bezta
i starfi og vildi sóma staðarins
sem mestan.
Eitt óhapp varð þarna, þó til
þess væri stofnað i leik. Hópur
Suðurvararbúa kom i halarófu á
slóðir okkar i Noröurvör. Fyrir-
liðinn veifaði bandi og sagði ,,má
bjóða ykkur að taka i spottann”.
Þetta var áskorun i reiptog. Ekki
stóð á okkur og fengum við strax
nóg svigrúm á linunni. Þetta var
tvöfaldur, dreginn, netateinn, og
rann hann i sundur eins og loð-
band væri. Var nú strax útvegað
annað band og mun Gisli silfur-
smiður hafa lagt til nýtt færi
handa „drengjunum að reyna sig
á” og var þaö einnig lagt tvöfalt.
Ég man ekki hvort þeirrar sjálf-
sögðu reglu var gætt, að jafn-
margir menn væru á hvorum
enda, en það var Norður- og
Suðurvör, sem tókust á.
Norðurvör veitti strax bet-
ur, enda var halli á landinu
þeim i hag. Þarna var lægð innan
við sjávarbakkann og all skörp
brún á bakkanum. Norðurvör
neytti þeirrar aðst. að fara ofan i
i lautina og dróst þá bandið ofan i
bakkabrúnina. Einhverjir höfðu
tekiö um annan þáttinn en nú var
kaðallinn svo strengdur að þeir
gátu ekki losað hendurnar og
hlutu tjón af, sumir varanlegt.
Einhver smá samskot fóru fram
til stuðnings 1-2 þeirra er verst
urðu úti, en þetta var leiðindaat-
vik sem ekki þurfti að koma fyrir
ef full aðgát hefði verið höfð, en
það var stofnaðtil leiks i fljótræði
og án aðgæzlu.
A þessum tima var engin hrein-
lætisaðstaða i Þorlákshöfn og
urðu menn að leita út i náttúruna
með þarfir sinar.
— Að sjálfsögðu voru menn
með mismunandi áhugamál og
hugsjónir. Við sem yngri vorum
drógumst hver að öðrum og i
smáhópa. Þorleifur bóndi Guð-
mundsson var okkur ákaflega
góður og naut sin með yngri
mönnum. 1 stofu hans var ágætt
orgel,en ihópisjómanna var einn
ágætur organistí, Þorsteinn Þor-
steinsson frá Eyvindartungu.
Þorleifur leyfði okkur umgang
um hús sitt og afnot af orgelinu.
Þarna dróst að nokkur hópur
söngglaðra manna, Þorsteinn
spilaði og Þorvaldur Ólafsson frá
þvi mikla tónlistarheimili, Arnar-
bæli, stjórnaði söngnum. Undum
við langtimum saman þarna i
stofu Þorleifs og sungum ættjarð-
arlög.
Þá var i hópnum sjálfkjörinn
leiðtogi ungra manna, listamað-
urinn og mannvinurinn Guð-
mundur Einarsson frá Miðdal.
Guðmundur var fæddur 1895 og
hafði þegarþetta var ferðazt tvo
vetur um Suðurland sem fyrirles-
ari og iþróttakennari á vegum
Ungmennafélaganna. Þorleifur
hafði ráð á húsnæði, sem ekki var
fyrirstaða á að fá til leikfimiæf-
inga undir stjórn Guðmundar
Einarssonar, og var allstór hópur
manna, sem notfærði sér þetta,
og að lókinni hverri æfingu haföi
Guðmundur eitthvað gott að
segja, mannbætandi og fræðandi
— hvatning til ungra manna i
anda aldamótaljóðanna, sem enn
voru á hvers manns vörum.
Aðfararnótt sumardagsins
fyrsta vorum við fjórir að slæpast
úti um lágnættið, fórum úr hverri
spjör og steyptum okkur fram af
Hellunni og syntum á næsta
tanga. Ég veit ekki hversu vitur-
legt þetta var, en við vorum allir
sæmilega syndir, og höfðum
þetta á valdi okkar — enda ekki
langt sund, en góð hressing. —
Ekki var margt um kvenfólk i
„verinu”. Tvær stúlkur munu
hafa verið á heimili Þorleifs, svo
komu systurnar i Arnarbæli, Vig-
dis og Lovisa, einhvern tima i
heimsókn. Einhverjum okkar
tókst, seint um kvöldið, að lokka
þær i göngutúr, en Þorleifur var
húsbóndi á sinu heimili, kallaði til
kvenna sinna og sagði að kominn
væri háttatfmi.
Litið bókasafn var þarna, lik-
lega á vegum Arnessýslu. Hafði
ég einhver afskipti af útlánum
bóka frá þvi. I viðauka Sigurðar
Þorsteinssonar við endurminn-
ingar Jóns á Hliðarenda — árin
1907-’8 — getur hann um mál-
fundafélag, sem sto.fnað var 1.
april 1913 með 85 félögum og
starfar enn 1918,— bls. 103-106.
Hann nafngreindi þarna marga
menn, sem tóku þátt i þessu fé-
lagsllfi, og er ég einn af þeim.
Þessu er ég búinn að gleyma, en
Sigurður hefur örugga heimild,
þvi að hann sá giörðabók félags-
ins hjá Hermanni i Gerðakoti og
gæti hún verið til enn.
I viðauka Sigurðar eru birtar
nokkrar myndir af skipshöfnum
frá þessum tima. Sigurður getur
ekki um hver hafi tekið myndirn-
ar. En ég man eftir dönskum
manni við myndatöku 1918, þá bú-
settum á Eyrarbakka, en flutti
siðar til Isafj. of 'ilentist þat,
fjölhæfur maður og listfengur. Ég
tel að þessi maður hafi borið ætt-
arnafnið Simson.
Guðmundur i Eyði-Sandvik
segir mér, að nafni hans frá Mið-
dal hafi fengizt við að teikna sjó-
búðirnar. Þetta er trúlega rétt
munað hjá Guðmundi, þvi að um
þessar mundir er Guðmundur
Einarsson að leggja út á lista-
mannsbrautina, og^munu mynd-
irnar vera til enn.
Aö taka sig upp um lokin var
feiknafyrirtæki. Allt þurfti að
binda ibagga, og var skreiðin þar
fyrirferðarmest. Siðan að bera
allt niður i' skip, sem nú varð svo
yfirfullt, að áraburði varð ekki
við komið og var fenginn mótor-
bátur frá Eyrarbakka og dró
hann tvö skip austur. Þar méð-
var farsælli vertið ársins 1918 lok-
ið. -
Um vertiðina 1919 er i rauninni
ekkertað segja. Vinna og mannlif
var allt það sama, en fiskur var
litill.
Það mun hafa verið gamall sið-
ur, að formenn föluðu háseta á
sumardaginn fyrsta. Það gerði
Guðfinnur Þórarinsson lika að
þessu sinni, og það upphátt yfir
allan hópinn. Mér heyrðist undir-
tektir litlar, að minnsta kosti
þagði ég.
Ég játa, að það var óhrein-
skilni, kannski ódrengskapur, aö
segja ekki hreint til að maður ætl-
aði að breyta til. Og siðar komst
ég að þvi, að formaður taldi sig
hafa verið blekktan, hann tók
þögn sem samþykki. En þarna
urðu vertiðarloki.viðri merkingu.
Þarna lauk hinni eiginlegu ára-
skipa-útgerð i Þorlákshöfn og
sögu staðarins sem stór útgerðar-
staðar lauk um sinn.
Það tók nýjan tima 30-40 ár að
festa hér rætur svo öruggt væri.
Og nú þegar þið minnist 25 ára
landnáms i nýjum stil, hlýt ég að
óska ykkur hjartanlega tíl ham-
ingju, og kæmi mér ekki á óvart,
þó að hér yrði 2000 manna byggð
um næstu aldamót.
Eigi ég að svara með einu orði
hvernig stóð á þessari byltingu,
hlýt ég að svara: Það voru vél-
bátarnir. Við þol.dum ekki að
horfa á þá renna framhjá þegar
við vorum aðbaxa á árum. Ný öld
var gengin i garð. 20.7. ’76.
S.J.
i
Sjómenn taka þorskanet um borð i árabát. Mynd þessi er að visu ekki frá Þorlákshöfn, en gefur nokkra visbendingu um hvernig vinnubrögðum var háttað við átgerð siikra skipa
á siðustu árunum sem siósóknvar stunduð á árabátum.