Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 36

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMA- spurningin Hvað ættu ökumenn helzt að varast í akstri úti á þjóðvegum? ólafur Mortens nemi: Keyra gætilega og varast slysin. Tómas Þorbjörnsson húsgagnasmiöur: Aka ekki of hratt og gæta fyllsta öryggis I hvivetna. Siguröur Ástvarösson bilstjóri: Aka ekki of hratt. Þórir Oddsson smiöur: Fyrst og fremst aö aka ekki of hratt. Sesendur segja Hver eyði- lagði mann orð? 1 annars ágætri grein Rafns Jónssonar ákærir hann saka- dóm Reykjavikur harölega fyrir að birta nafn á lögreglumannin- um, sem falsaði ávisanir, en fjölmiðlar fengu nafn mannsins og það kom i útvarpinu fyrst, að mig minnir. Segir Rafn Jónsson i grein sinni á þessa leið: „Ávisanafals Fyrir siðustu helgi upplýstist svo ávisanafals og þá var .enda- lausan og smekkleysan kórón- uö. Ungur lögreglumaöur, sem veriö hefur i iögregiunni um árabil og rannsóknarlögreglu- maöur slöan i fyrra var staöinn aö ávísanafaisi. Varia höföu menn depiaö augunum, þegar fréttatilkynning kom frá Saka- dómi þess efnis aö tilgreindur rannsóknarfögreglumaöur hafi framiö afbrotið og einnig var greint frá heimilisfangi hans. Þetta upplýsingastreymi er Hverjar ru reglur um nafnbirtingar? Sakadómur hefur gjöreyðilaí{t framtið rannsóknarlögreglumanns- ins, sem staðinn var að ávísanafalsi með þvi að birta nafn hans. Að þess- ari niðurstöðu kemst Rafn Jónsson blaðainaður i grein um nafnbirting- ar afbrotamanna í fjölmiðlum og samskipti fréttamanna og lögreglu á bls. 15. næsta óvenj'ulegt, þar sem stefna lögreglunnar hefur ein- mitt veriö sú aö takmarka upp- lýsingar. Auk þess hefur þaö ekki verið til siös aö nafngreina ávisanafalsara fyrr og hafa þó. vafalaust margir veriö dug- legri viö þessa iöju en viökom- andi lögreglumaöur. Eyðilegging Með þessu athæfi hefur Saka- dómur gjöreyðilagt framtiö þessa manns og vist er um það að hann mun aldrci bíða þess bætur hér á landi, hvernig stofnunin hefur staðið að máli hans. Vissulega er þaö fréttnæmt ef lögreglumaður gerist brotlegur allra afbrotamanna sizt skiliö aö hljóta slika meöfcrö og þaö hjá starfsbræðrum sinum.” Ég persónulega fagna þeirri mannúðarstefnu sem blaða- maðurinn hefur uppi, en þó tel ég að þarna sé gengið of langt. Rannsóknarlögreglan er dálitið fámenn, — undan þvi hefur meira segjá verið kvartað i Visi, en ég tel af tvennu illu, þá hafi lögreglan gert rétt með nafn- birtinunni, þvi annars hefði margir nokkuð þekktir lög- reglumenn legið undir grun að ósekju. Að bera það á Sakadóm, að hann hafi eyðilagt með þessu mannorð lögreglumannsins er vægast sagt ósmekklegt að minu mati. Annars er ég sammála grein- arhöfundi i þvi aö setja beri fastar reglur um nafnbirtingar manna, sem uppvisir eru af glæpum og á þar ekki sízt við of- beldismenn. Mikið er nú hvatt til refsi- gleði, þvi glæpaöld hefur verið á íslandi. Bókstaflega allir heimta tugthús og strangari refsingu en verið hefur. Var þvi notalegt að fá eina grein i Visi þar sem hvatt er til nokkurrar mildi, en það hjálpar ekki neitt að kenna Sakadómi um þótt menn eyðileggi mannorð sitt vegna afbrota. JG Hvar er dómurinn í fyrsta jafnréttismólinu? — á að þagga málið niður vegna þess að það má ekki gagnrýna hið háa Alþingi? Nýlega barst lesendadálknum bréf frá áhugamanni um jafn- réttismál, viövikjandi fyrsta jafnréttismálinu sem höföaö hefur veriö á tslandi, en áöur hefur veriö skýrt frá máli þessu á fréttasiöum blaösins. Fer bréfið hér á eftir: Seinni hluta júnimánaðar var itarlega skýrt frá þvi i flestum fjölmiðlum, að munnlegur mál- flutningur hefði farið fram i bæjarþingi Reykjavikur i máli sem kvenþingritarar höfðuðu gegn Alþingi vegna launamis- réttis, sem þær töldu sig hafa orðið fyrir. I stuttu máli var þetta mál þannig vaxiö, að einn karlmaður, sem vann nákvæm- lega sömu vinnu og konurnar, var mörgum launaflokkum hærri en þær. Mér skilst að langt sé um liðið siðan mál þetta bar fyrst á góma, en upphaflega var það vist sent til jafnréttisráðs, sem eftir að hafa fjallað um það, vlsaði þvi aftur til dómstólanna. Siðan hafa fariö fram vitna- leiðslur fyrir bæjarþingi Reykjavikur og svo siðast munnlegur málflutningur sem áður er minnzt á. Ég hef fylgzt af miklum áhuga með þessu máli og verö þvi að segja að mig undrar margt i sambandi við það. T.d. hefur sá karlmaður, sem unnið hefur sem þingritari hjá Alþingi, á mun hærri launum en konurnar, aldrei mætt fyrir réttinn og hefur hann borið fyrir veikindum. Hins vegar skilst mér að hann hafi getað stundað vinnu þrátt fyrir veikindin? Sömu sögu er vist að segja um mann þann, sem hafði umsjón með störfum þingritaranna, en hann er faðir fyrrnefnds karl- þingritara. Nú er ég ekkert að segja að mennirnir geti ekki verið veikir, en er ekki hálf- furðulegt að tvö aðalvitnin i máli þessu, geta ekki mætt fyrir réjt en stunda samt sem áður sina vinnu? I lögum um jafnrétti kvenna og karla segir i 3. gr.: Atvinnu- rekendum er óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði og gildir það meöal annars hvað varðar ráöningu og skipun i starf, stööuhækkun, stööuheiti, uppsögn úr starfi, veitingu hvers konar hlunninda og al- menn vinnuskilyröi. Það sem ég undirstrika I þessari laga- grein, mun eiga við þetta mál. Karlþingritarinn marg efndi, fékk stööuheitið fulltrúi að mér skilst, þó svo aö hann hafi unnið nákvæmlega sömu störf og konurnar. Einnig mun vinnuaðstaöa hans hafa i mörgu verið miklu betri en þeirra og felst t.d. i þvi að hann hafi haft betri vélar til ráðstöfunar en konurnar. Fleiri dæmi gæti ég talið upp, en læt þetta nægja að sinni. Það er jafnréttisráðs að sjá svo um að þessum lögum sé framfylgt, en hvað gerist? Ráð- ið taldi þetta ekki sitt hlutverk, heldur dómstólanna. Til hvers er jafnréttisráö? Að visu stendur skýrt og skorinort i fyrrnefndum lögum hver verk- efni ráðsins eru, en fyrsta jafn- réttismálinu, sem þvi berst i hendur, visar það frá sér. Að lokum vil ég bara spyrja um þetta: Hvenær er að vænta dóms i þessu fyrsta jafnréttis- máli hér á landi? Þegar munn- legum málflutningi lauk, var sagt i fjölmiðlum að dóms yröi að vænta innan mánaöar, en nú er rúmlega mánuður liðinn, og ekkert bólar á neinu. A að reyna aö þagga þetta mál niöur? Þetta mál allt hefur verið mjög þungt i vöfum en mér skilst að það hafi verið árið 1974, sem kvenþing- ritararnir sögöii upp störfum vegna óánægju vegna launa- misréttisins og hafa þær staðið ósleitilega i þessum málaferlum siðan, þó aðeins litillega hafi verið á þetta minnzt i fjölmiðl- um. En nú vil ég fá svar, hvar er dómurinn? Ahugamaður um jafnréttis- mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.