Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. menn og málefni Efling rannsóknarlögregl unnar mó ekki tefjast Um slðustu helgi steig mikil vatnssúla upp úr syðri Tjörninni í Reykjavlk, ekki ósvipuð þeim er gjósa upp eftir vei heppnaða borun eftir heitu vatni, en sá er munurinn að upp úr Tjörninni er vatninu dælt I allt að 20 metra hæð. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir manna á þvl hvort hér sé um bæjarprýði að ræöa eða ekki, en óneitanlega hefur Tjörnin og umhverfi hennar breytt um svip með tilkomu vatnsgossins. Timamynd Róbert. Stjórnarandstað- an og skattarnir Það hefur verið venja stjórnar- andstöðunnar, þegar skattarnir hafa veriöbirtir, að hefja mikinn söng og bölsótast yfir háum skött- um. Þetta hefur ekki brugðizt nú. öllum má þó ljóst vera, að hefði verið farið eftir útgjaldatillögum þeirra á slðasta þingi, hefðu skattarnir þurft að verða miklu hærri. Þeim ferst þvi sizt aö tala um háa skatta. Að sjálfsögðu likar engum vel að greiöa háa skatta. Menn gera sér þess oft ekki grein hvað þeir fá í staðinn fyrir skattana. Oft heyrist t.d. talað um skatta, sem menn greiða vegna svonefndrar samneyzlu, eins og verið sé að taka fjármuni af einstaklingun- um án minnsta endurgjalds. Þetta er algerlega rangt. Hin svo- nefnda samneyzla er fyrst og fremst fólgin i margvislegri þjón- ustu og auknu öryggi, sem allir njóta. Menn fá þannig bæði bætta þjónustu og meira öryggi i stað skattanna. Það er þvi út I bláinn að segja, að allt, sem rennur til samneyzlu, sé tekið af einstak- lingunum meö eins konar ræn- ingjahætti, án þess að nokkuö komi á móti. Breytt afstaða til skatta Þaö hefur löngum verið deilu- mál hvernig jafna eigi sköttunum niður. Það var lengi vel stefau- mál svokallaðra vinstri flokka, að hafa tekjuskattana háa. Nú hefur þetta breytzt verulega. Ástæðan erm.a. sú, að tekjuskattur leggst tiltölulega þyngst á launastéttirn- ar, en eftir þvi sem kjör þeirra hafa batnaö, hafa þær orðið meira fyrir barðinu á tekjuskött- unum. Ýmsar aðrar stéttir hafa möguleika til að komast meira og minna framhjá slikum sköttum vegna ýmiss konar undanþágu. Tekjuskattarnir hindra lika aö verkalýðssamtökin geti samiö um eðlilegan launamun milli stéttanna innbyrðis þvi að stig- hækkandi tekjuskattur þurrkar oft út slikan mun aö mestu. Það er af þessum ástæðum og fleiri, sem t.d. sósialdemókratar á Norðurlöndum beita sér nú fyrir þvi að draga úr tekjusköttum. 1 flestum löndum færist skatt- greiðslan nú meira og meira i þá átt, að menn eru látnir greiða skatta af eyöslunni.Þannig greiða þeir mest, sem eyða mestu, en að sjálfsögðu eru það oftast hátekju- menn. Þetta breytir þó ekki þvl, að rétt er að halda nokkurri tekjusköttun áfram, og reyna aö tryggja þannig enn betur að þeir greiði mest sem mesta hafa get- una. En þá veröur að reyna eftir megni, að tryggja það, að menn geti ekki skotið sér undan skött- um eftir einni eða annarri lög- legri eða ólöglegri leið. Undanþágurnar Birting skattskránna vekur á ári hverju athygli á þeim miklu á- göllum skattalaganna, sem auð- velda tekjuháum og rikum mönn- um að komast undan eðlilegum skattgreiöslum og greiða I mörg- um tilfellum lægri skatta en menn, sem hafa miklu minni tekjur. Þessir ágallar skattalag- anna eru að verða meira og meira áberandi, þvi aö lengi vel voru þeir notaðir hófsamlega af skatt- greiöendum, en margir þeirra hafa meö árunum lært að notfæra sér þá til vaxandi undandráttar, enda risiö upp heil stétt manna til að leiðbeina i þessum efnum. Það eru viðar til Glistrupar en i Dan- mörku. Undanþága eins og sú, að menn megi draga tap frá skattskyldum tekjum, geturi fljótu bragði virzt eðlileg, en hún gefur einnig ó- vönduöum mönnum möguleika til misnotkunará hinn grófasta hátt. Sama gildir um frádrátt á vaxta- greiðslum frá skattskyldym tekj- um. Hún veitir skuldakóngum mikil sérréttindi umfram þá, sem lifa eyðslulitlu lifi, og á verð- bólgutimum er hún raunar stór- hættuleg, þar sem hún ýtir undir skuldasöfnun. Oft hefur verið tal- að um, að svokallað þak yrði sett á þessa undanþágu, þ.e. að hún næði ekki til nema vissrar há- marksupphæðar, en einhverjum hulduöflum hefur jafnan tekizt að koma i veg fyrir það. Ýmsar aðr- ar undanþágur mætti nefna, sem skapa stórfellt misrétti og valda þvi, að lágtekjumenn verða oft að greiða hærri skatt en menn, sem hafa jafnvel fjórfalt tií fimmfalt meiri tekjur. Aukið skatta- eftirlit Þegar menn sjá þannig mörg dæmi þess, hvernig tekjuháir menn komastundan skattgreiösl- um, vaknar hjá mörgum eðlilega sú spurning, hvort ekki eigi alveg að hverfa frá tekjuskattinum og hækka söluskattinn, sem þvi svarar. Þessu er þvi að svara, að hækkaður söluskattur i staö niðurfellingar á tekjuskatti, myndi bitna þyngst á tekjulágu fólki, en vera til hags hinum tekjuhærri, og þá sérstaklega hinum tekjuhæstu. Eðlilegri leiö væri það, að hækka hinn almenna frádrátt, en fella niður undanþág- urnareða draga stórlega úr þeim, og þrengja þær. Þannig yrði tekjuskattarnir fyrst og fremst hátekjuskattar. Jafnframt verður að herða eftirlitiö, en þar er við ramman reip að draga, nema skattayfirvöld fái aukið svigrúm til að áætla skatta hjá mönnum, sem telja fram óeðlilega lágar tekjur miðað við lifnaðarhætti ' þeirra. Að sjálfsögöu á að gefa viðkomandi skattgreiðendum fulla aðstöðu til að hnekkja slik- um áætkmum skattayfirvalda, en hætt er við að ýmsum gengi þaö illa. Hvað gerír ríkis- stjórnin? Fyrrverandi fjármálaráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, hafði hafizt handa um viðtæka endurskoðun á skattakerfinu, og hefur núverandi fjármálaráð- herra ákveðið að halda þvi á- fram. Hér er tvfmælalaust mikið ^verk að vinna, þvi að breyttar þjóðfélagsaðstæður gera skatt- breytingar oft óhjákvæmilegar, eins og i sambandi við tekjuskatt- inn. En við það verða menn að sætta sig, að þeir verða að greiða verulega skatta, ef hér á að þró- ast þjóðfélag menningar og vel- farnaðar. Það væri mikill sið- ferðilegur sigur fyrir núverandi rikisstjórn, ef hún reyndist fyrsta rikisstjórnin uni áratugaskeið, sem sýndi rögg og kjark til að taka þessi mál nægilega föstum tökum. Frumkvæði dóms- mólaróðherra Handtaka rannsóknarlögreglu- þjónsins, sem var staöinn aðávis- anafölsun, er eitt af mörgum dæmum, sem sýnir nauðsyn þess, að málefni rannsóknarlögregl- unnar sé tekið til vandlegrar endurskoðunar og uppstokkunar með það fyrir augum, að hún sé bæði styrkt og aukin. Það þarf ekki aðeins að fjölga starfsmönn- um þar, heldur búa þannig að þeim i launakjörum og öðru, að þangað sæki valdir menn og ó- háðir. Löggæzlumálin erustöðugt að verða umfangsmeiri og flókn- ari vegna margvislegra breyt- inga, sem hafa orðið og eru að verða á þjóðfélagsháttum, og þetta gerir að sjálfsögðu siauknar kröfur til löggæzlumanna. Nú- gildandi kerfi er tvimælalaust orðið of veikt og úrelt til þess að þola vaxandi álag. Sennilega hefur það lika staðnað, eins og oft vill verða, þegar sami flokkur fer lengi með yfirstjórnina. Það var áreiðanlega vel ráðið af núver- andi dómsmálaráðherra að láta það verða eitt af sinum fyrstu verkum, að fela nefnd sérfróðra manna að taka dómsmálaskipun- ina til endurskoðunar með það fyrir augum að gera á henni nauðsynlegar endurbætur með tilliti til breyttra tima og að- stæðna. Fyrsta málið, sem kom frá þessarinefnd, fjallaði um það, sem vafalitið er nú mest aðkall- andi, þ.e. eflingu rannsóknarlög- reglunnar. Dómsmálaráðherra lagði frumvarp um þetta efni fyrir siöasta þing, en illu heilli náði það ekki fram að ganga. Frekari töf mó ekki verða Þá er það tvimælalaust rétt spcr, sem dómsmálaráðherra hefur stigið með þvi að útvega er- lendan sérfræðing til að vera rannsóknarmönnum til aðstoðar i sambandi við þau sakamál, sem nú eru efst á dagskrá. Um það verður eðlilega ekki fullyrt á þessu stigi, hvort það nægir til að upplýsa málin, en það er eigi að siður nauðsynleg tilraun tii að fá nýja yfirsýn um þau og aukin trygging fyrir þvi, að beitt verði öllumþeim rannsóknaraðferðum, sem vænlegar eru til árangurs. Jafnframt getur það orðið is- lenzkum rannsóknarmönnum að ýmsu leyti lærdómsrikt, að vinna þannig með reyndum og mikils- metnum erlendum sérfræðingi. Rannsókn þeirra sakamála, sem hér um ræðir sérstaklega, gefur ótvirætt til kynna, að margt hefði getað farið öðruvisi, ef rannsóknarlögregla rikisins, sem frumvarp dómsmálaráðherra fjallarum, hefðiverið komin á fót ogannaztmeðferð þeirra frá upp- hafi. Slik mál þarf m.a. að rann- saka þannig, að þau gangi ekki milli margra embætta, og hægt sé að beina að þeim nægri orku og þekkingu meðan þau eru ný. Al- þingi verður þvi • að láta afgreiðslu þessa máls verða eitt affyrstu verkefnum sinum, þegar það kemur saman i haust. Frek- ari töf þolir það ekki. Hert skil ó gjaldeyri Seðlabankinn hefur nú hafizt handa um að rannsaka, hvort ekki hafi átt sér staö meiri og minni gjaldeyrisbrot i sambandi viðskipakaup til landsins. Sá orð- rómur hefur lengi gengið, að ým- iss konar aðilar notuðu sér slik viðskipti til að afla sér erlends gjaldeyris á óleyfilegan hátt og koma honum undan. Sennilega er sumt af þessu ýkt, þvi að oft ætla menn auð i annars garði en annað hefur vafalftið við rök aðstyðjast, þótt erfitt kunni vera að sanna það. Nú hefur Seðlabankinn á- kveðið að kanna þessi mál betur, þótt nokkuð seint sé, og þvi senni- lega erfiðara um vik en ella. Að sjálfsögðu verður þessi athugun að verða almenn, en ekki bundin við undantekningar. En þaö er vafalitíð á fleiri svið- um, sem nauðsynlegt er að herða innheimtu gjaldeyrisins. Sterkur orðrómur hefur lengi gengiö um það, að svokölluð umboðslaun kæmu illa til skila, bæði hjá gjald- eyrisyfirvöldum og skattayfir- völdum. Vafalitið eru ýmsir erf- iðleikar á að fást við eftirlit og innheimtu á slikum gjaldeyri, en þvirikariástæðaer til aðreyntsé að gera hið itrasta i þessum efn- um. Varnarliðið og gjaldeyrismálin Þá eru gjaldeyrisviðskiptin við varnarliðið sérstakur kapituli. Alls konar sögur ganga um, að þar sé meira en litið óhreint mjöl i pokanum. Sagt er að varnarliðs- menn hafi greitt húsaleigu meira eða minna i erlendum gjaldeyri og litið aí þvi komið fram. Sagt er, að varnarliðið semji við ýmsa islenzka aðila um hina eða aöra þjónustu eða fyrirgreiðslu og greiði það i dollurum, sem ekki komi fram hjá gjaldeyrisyfir- völdum. Þá ganga sögur um alls- konar smygl fjöllunum hærra. Vafalitið er margt af þessu orðum aukið, en fótur fyrir öðru. Tvi- mælalaust væri það öruggast, að varnarliðið notaði eingöngu is- lenzka mynt i viðskiptum sinum hér, og raunar ætti ekki neitt að vera þvi til fyrirstöðu. Stjórnend- ur varnarliðsins hafa áreiðanlega skilning á þvi, að það er hingað komiði öðrum og betri tilgangi en að stuðla að þvi, að islenzk löggjöf sé sniðgengin. Þvi aðeins getur sambúð varnarliðsins og lands- manna verið sæmileg, að islenzk lög séu haldin. M.a. af þeirri á- stæðu er nauösynlegt, að gjald- eyrisviðskiptin við varnarliðið séua.m.k. öðru hvoru endurskoð- uð og lokað þeim smugum, sem menn hafa fundið til að sniðganga rikjandi kerfi. Slik endurskoðun er vafalitið orðin aðkallandi nú. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.