Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN 15 Ólafur Magnússon, stofnandi Fálkans og kona hans Þrúöur G. Jónsdóttir. Myndin er tekin á gullbrúOkaupsdegi þeirra, áriO 1947. hvorki þjalir né annað. Bragi og strákarnir voru m.a. að reyna að ná þessu af með sýrum, en það gekk ekki neitt. — Nú voru góð ráð dýr. Sandblástur — Þá kveður Bragi upp úr með það, að það þurfi að sandblása þetta. Kvaðst hann hafa séð i fjör- unni norður á Akureyri stóran oliumótor, sem væri upplagður til þess að breyta honum i loft- pressu. — Hvaða vitleysa sagði ég. Hvað heldurðuað þú getir búið til „compressu” úr þessu. En hann varharður á þvi og það varð úr að hann fékk leyfi til þess að kaupa mótorinn og við hann var settur 15 hestafla rafmótor, til að knýja hann. Ventla og annan útbúnað i mótorinn höfðum við þá pantað erlendis frá. Bragi stjórnaði þessu öllu og hann byggði kammu fyrir utan, sem var nauðsynlegt þvi sandinum átti að blása með miklum þrýstingi. Kaminan var fóðruð með gúmmium og allt gekk eins og i sögu. Sandurinn vildi endast illa, en við notuðum islenzkan fjörusand, siðar pönt- uðum við svo frá Ameríku sér- stakan stálsand og hann entist vel. Þessi útbúnaður entist mjög vel. Við náðum glerunginum og ryði af með þessu og vélbúnaður- inn var i notkun til ársins 1964 að mig minnir. Lakkering og gljábrennsla — Annað veigamikið atriði var lakkeringin, eða gljábrennslan. í fyrstu höfðum við borið lakkið á með penslum, en siðar var byrjað að hella þvi á með könnu. Bragi fann upp á þvi að dæla þessu á stellin með dælu. Það gekk mjög velogsvo rann þetta og vargljá- brennt við 200 gráður i einn og hálfan til tvo tima. Þetta var gert i sérstökum ofni, sem kyntur var upp með gasi, sem þá var fyrir hendi i Reykjavik. — Annað stórt vandamál var að skreyta hjólin, en samkvæmt hefð átti aðskreyta þau með m jög fingerðum, mjóum linum, eða mjóum strikum. — Það gat enginn gert hér á landi, sem við náðum til. Þessar linur voru svo örf&iar, að þekktar aðferðir komu ekki að gagni. Þetta varð að gera frihendis, en málarar hér á landi kunnu það þó ekki. Erlendis hafði ég séð þá nota sérstaka „sverðpensla”. Ég fann nú upp sérstakt apparat með hjóli til þess aö stýra, en það gekk iíla, svo ég pantaði „sverðpensla” handa okkur og Bragi æfði sig eins og vitlaus maður unz hann hafði náð valdi á þessu og gat gert hinar finustu linur með penslin- um. Þar með var þetta leyst og unnt var að skreyta hjólin svo þau gáfú ekkert eftir erlendu hjólun- um. Nú þar með var allur vandi leystur varðandi þessa fram- leiðslu. Hjólin 'voru mjög sterk og reyndustmjög vel og voru vinsæl, en þau hétu auðvitað Fálkinn, sem við var að búast. — Við munum hafa framleitt um 18.000 hjól i Fálkanum en þar fyrir utan gaffla og stýri, sem við framleiddum meira af og til viðhalds. Um tima framleiddum við mikið af sjúkrastólum, eða hjólastólum, sem krefst svipaðr- ar tækni. Við höfðum beygjuvél og gátum beygt rörin, t.d. i gaffla og stýri. Reiðhjólaframleiðslan lögð niður 1954 Seinustu hjólin voru framleidd árið 1954. — Var þaO ekki misráöiö aö hætta reiðh jólaframleiöslunni? — Nei. Þegar innflutningur fór að opnast, kom i ljós að markað- urinn var of lítill hér á landi til þess að unnt væri aö vera sam- keppnisfær við stórverksmiðjurn- ar ytra og þá var ekki annað aö gera en hætta. Við áttum efni i 1000 hjól, þegar við hættum og fékk ég enska verksmiðju til þess að byggja reiðhjól úr þessu fyrir okkur og var efnið sent út og það gert og þau hjól reyndust ágæt- lega, sagði Haraldur V. Ólafsson, að lokum. Þess má ennfremur geta, að Haraldur V. Clafsson og Fálkinn verður aö teljast meðal braut- ryðjenda i hljómplötuupptöku hér á landi. Fyrirtækið, undir forystu Haraldar, fékk hingað til lands upptökuflokka, verkfræðinga og aðra sérfræðiinga til þess að hljóðrita, og plötur Fálkans skipta nú hundruðum, — eru lik- lega hátt á annað þúsund. Hér áður var yfirleitt eitt lag á hverri plötusiðu, mest þrjú lög á einni plötu. Eftir að hæggengar plötur komu á markaðinn, hefur útgáfum fækkað, en lögum á hinn bóginn fjölgað til mikiila muna, þvi algengt er að 12 lög séu á hverri plötu. Fálkinn hefur hljóð- ritað kóra, söngvara, leikrit og uplestur frægra skálda og rithöf- unda. Raddir ástsælla listamanna geymast á þessum skifum i þaö óendanlega, komandi kynslóðum til gagns og gleði. Vert væri að gera þessum störfum Haraldar V. Clafssonar (og Fálkans verðug skil, en þaö ; verður, rúmsins vegna — að biöa betri tima. JG Gömul mynd úr renniverkstæöi Fálkans. (1952), Ólafur Magnússon viö rennibekkinn, en hann haföi mikia unun af þvl aö renna hluti. Hér voru framleidd 18000 reíöhjól á striös- og haftaárunum og reyndust Fáikahjólin ágæt framleiösla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.