Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 33
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN 33 gróðurlausu auðnir, minntist hann þess, að hann hafði einhvern tima séð myndir af yfir- borði tunglsins. Þetta land leit alveg eins út. Það var ekki að undra þótt fyrstu menn frá Evrópu, er hingað stigu fótum sinum, kölluðu landið „mánafjöllin”. Ennþá betra fannst hon- um þó nafnið sem inn- fæddir menn höfðu gefið þessu landsvæði. Þeir kölluðu það Mufumbiro, þ.e. „eldhús djöfulsins”. Hér leit einmitt þannig út, að hér væri eldhús- strompur vitis. í tvo daga urðu þau að feta sig norður eftir þessum hraunbreiðum. Alltaf hækkaði landið meir og meir og alltaf versnaði yfirferðin. Burðarmennirnir áttu mjög erfitt með sinar þungu byrðar. Oft leit svo út sem allt myndi stranda en að lokum komst þó hin langa lest út úr hrauninu. í tvo sólarhringa höfðu burðarmennirnir orðið að klöngrast um nakið hraungrjótið. Það voru mikil viðbrigði að hafa aftur mjúkan jarðveg undir fæti. Það var tjaldað við litið fjalla- vatn. Þegar litið var á lof tþy ngdarmælinn, kom það i ljós, að þessi staður var i 2300 metra hæð, eða nálægt 200 metrum hærra yfir sjó en hæsti hnjúkur öræfajökuls. Nú var leiðangurinn i miðju þessu undra landssvæði, sem nefnt er Mufumbiro, á máli þar- lendra manna, en Mána- fjöllin á máli Evrópu- manna. Þetta hálendi áttu þeir frændur, Karl Stuart ofurstinn að athuga og mæla. Og þar sem þeim leizt vel á sig við þetta litla háfjalla- vatn og þar var gróður og dýralif, þá ákváðu þeir að reisa hér tjald- búðir sinar og hafa hér fast aðsetur um stund og fara héðan smáferðir til rannsókna. Strax næsta dag höfu leiðangursmenn störf sin. Árni fór i rann- sóknarför með Karli, en Berit með ofurstanum. Þær frú Alice og Mary kusu heldur að hvila sig i tjöldunum. Einkum var Mary þreytt eftir göng- una um hraunið. Arab- inn Omar átti að hafa eftirlit með tjöldunum og konunum i fjarveru hinna. Þótt þessar skyndiferðir til athugun- ar ættu ekki að taka marga daga, urðu þeir þó að hafa með allmik- inn farangur. Fyrir utan mælitæki og alls konar áhöld til rannsókna þurftu þeir að hafa með sér tjald, nesti, fatnað, vopn o.fl. Hver og einn varð þvi að bera dálitið af þessum nauðsynlega farangri. Ofurstinn og Berit fóru i norð-austur- átt, en Karl og Árni i vesturátt. Áætlun þeirra var að athuga hið sigjós- andi eldfjall Nyamla- gira. Þeir áttu erfiða ferð fyrir höndum. Að rótum fjallsins voru að minnsta kosti 70 km, og hliðar þess voru þaktar ösku og lausum sandi, sem skreið undan við hvert fótmál. Verst af öllu var þó það, að öðru hvoru bar golan að vit- um þeirra baneitrað, brennisteinsblandið loft, sem særði og erti öndunarfærin, svo að þeir voru alltaf sihóst- andi. Þeim tókst þvi ekki að klifra upp á gig barminn, en urðu að snúa aftur, er þeir áttu eftir tvö til þrjú hundruð metra upp á brúnina. Karl Stuart taldi þó, að hann hefði haft mikil not af ferðinni. Hann tók mörg sýnishorn af berg- tegundum i fjallinu og athugaði nákvæmlega gosin og lögun f jallsins. Árni, sem varla þekkti algengustu bergtegund- ir, varð i þessari ferð miklu fróðari um þessi efni en þótt hann hefði lært um sama efni á skólabekk i heilan vetur. I þessari ferð lærði Árni lika annað, sem siðar kom honum að góðu gagni. Karl Stuart var afbragðs skytta og hafði æft skotfimi. Nú reyndi hann að kenna Árna. Á hverjum morgni æfðu þeir i fullan klukkutima, og bráðlega náði Árni mikilli leikni i þvi að fara með skot- vopn. Þeir æfðu aðallega með skammbyssum. En til þess að hitta i mark með sliku skotvopni, þarf miklu meir æfingu en með venjulegum riffli. Eftir nokkrar æfingar var Árni orðinn svo snjall, að hann gat hitt ekki stærri hlut en appelsinu á 20 metra færi. Annars kom það aðal- lega i hlut Árna að veiða i matinn. I þessum skyndileiðangri voru 22 menn, og þurfti þvi mik- inn mat fyrir allan hóp- inn. Ekki þýddi heldur að reyna að geyma kjöt frá degi til dags. Það varð stöðugt að afla ný- metis fyrir hvern dag. Svertingjarnir, sem voru með sem burðar- menn, kunnu litið að fara með byssu, svo að það kom mest i Árna hlut að stunda veiði- skapinn. Karl var sár- feginn að Ámi var með i förinni. Við rætur eldfjallsins sást varla dýr. Þar var svo litill gróður. Árna heppnaðist einu sinni að skjóta steingeitarhafur, sem þaut þar yfir auðn- ina. Annars varð Ámi að stunda veiðina lægra i fjöllunum, þar sem gróðurinn var meiri. Bezt var veiðisvæðið i skógarjaðrinum og neðst i hlíðunum. Þar var allt fullt af antilóp- um, gazellum og zebra- dýrum. Einnig sáust þar stærri dýr, svo sem: filar, nashyrningar og ljón. í þessum veiðiferð- i Nýkomnir varahlutir í: BILA- PARTA- SALAN auglýsir Singer Vouge 68/70 Toyota 64 Taunus 17M 65 og 69 Benz 219 Peugeot 404 Saab 64 Dodge sendiferðabill Willys 55 Austin Gipsy Mercedes Benz 50/65 Opel Cadett 67 Plymouth Belvedera 66 Moskvitch 71 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land. lalaBIaSIalslálalalalalalÉiIalsIalsIalalslalslgigigiaigiaigig Bændur — Athugið ln lG III iafl Konal 430 - Hin afkastamikla heybindivél Afgreiðum þessa viðurkenndu vél með stuttum fyrirvara Kaupfélögin UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 lálálálálálálálálálaláláláíáláláláíálálálálálálálálalalálálaláíá ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.