Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN 17 Grindavlkurhöfn. sjávarútvegur ein höfuðatvinnu- grein Hafnfirðinga, og þar eru vegleg hafnarmannvirki. 1 Hafnarfirði er boðið upp á flesta hugsanlega þjónustu, sem of langt mál yrði upp að teíja. Á leið okkar gegnum bæinn sjáum við hús Bjarna riddara Sivertsen við Vesturgötu 6, og við hliðina stendur nýstofnað sjóminjasafn bæjarins. Sögulega séö er hús Bjarna riddara, — sem nú hefur verið endurreist i upprunalegri mynd sinni, — einn merkasti forngripur Hafnarfjárðar. Skrúðgarður Hafnfirðinga, Hellisgerði við Hellisgötu, er einkar fagur og skemmtilega skipulagður i dálitilli hraunkvos, — og opinn sumarlangt. Þá er lika tilvalið fyrir alla þá, sem leiö eiga um þessar slóðir, að heim- sækja Sædýrasafnið við Hval- eyrarholt, og lita augum þann skemmtilega visi , sem þar er kominn að islenzkum dýragarði. — 0 — Við höfum nú lokið ökuferð okk- ar gegnum Hafnarjarðarbæ og komum á Keflavikurveginn i lægðinni vestan við Hvaleyrar- holt. Brátt er álbræðslan i Straums- vik á hægri hönd og virðast byggingarnar næstum óendan- lega langar. Hraunið meðfram veginum nefnist Kapelluhraun og dregur nafn af grjótrúst vinstra megin vegar þar sem sagnir herma, að verið hafi kapella i kaþólskum sið. Vatnsleysuvikin er fram undan, og þar veljum við að beygja Vatnsleysustrandarveg til hægri og aka með botni vikurinnar. Vatnsleysuströnd heitir öll byggðin suðvestur frá Straums- vik og Vogastapa. I þeirri sveit var mikil útgerð stunduð fram á okkar öld, og aðallega róið á átt- æringum og teinæringum. Við förum fram hjá bæjunum Stóru- og Minni-Vatnsleysu og vegurinn ^ liggur yfir lága bungu, þar sem byggðin blasir við meðfram sjón- um. Austast er Kálfatjarnarhverf- ið, sem dregur nafn af kirkju- staðnum Kálfatjörn þá Asláks- staðahverfi, en Brunnastaða- hverfi vestast. Stakksfjörður, breiður en stuttur, gengur inn' vestan við Vatnsleysuströnd og við austurhorn hans er fiskiþorpiö Vogar. Fyrir botni fjarðarins ris Vogastapi 80 m. hár þverhniptur hamraveggur. Löngum hefur þótt reimt á Stapanum og virðast draugarnir furðu lifseigir. A Grimshóli, efstu hæð Stapans er hringsjá og þaðan hið ágætasta útsýni. Við komum aftur á Kefla- vikurveginn við austurenda Vogastapa. Sunnan við Vogastapa eru kauptúnin Innri- og Ytri-Njarðvik og verða I raun ekki greind skil á milli þeirra og Keflavikur. I Njarðvikurhreppi er landshöfn og mikil hafnarmannvirki svo og fé- lagsheimilið Stapi. Kef lavík Keflavik hefur um langt skeið verið verzlunarstaður. Um alda- mótin 1800 var komin þar nokkur bæjarþyrping og einni öld siðar voru ibúar um 300 talsins. Aðal- uppvöxtur staðarins hefur þó átt sér stað siðasta aldarfjórðunginn eftir að Keflavik hlaut kaupstaða- réttindi árið 1949. Keflvikingar byggja flestir afkomu sina á sjávarútvegi, enda er i Keflavik ein af mestu fiskveiðihöfnum landsins. í Keflavik er boðið upp á flestar tegundir nauðsynlegrar þjónustu. Norðan við byggðina i Keflavik eru vegamót, þar sem Sand- gerðisvegur liggur til vinstri, en við veljum Garðskagaveginn norður yfir Nesheiði. Norðan heiðarinnar er byggðahverfið Leira fyrrum verzlunarstaður og útgerðarstöð. Þar eru golfvellir Suðurnesjamanna með sjónum. Svo er Garðurinn og kauptúnið Garðar, ört vaxandi útgerðar- stöð. Nokkru norðar er svo kirkjustaðurinn og prestssetrið Útskálar. Nú liggur hliðarvegur til hægri að Garðskagavita og þaðan er einstakt útsýni i góðu veðri. Byggðin meðfram vesturströnd Garðskagans nefnist Miðnes, og brátt sjáum við fornt höfuðból Kirkjuból, sjávarmegin vegar. Fram undan er nú Sandgerðis- kauptún, mikil útgerðar- og fisk- verkunarstöð, sem hefur farið ört vaxandi síðustu áratugina, eins og flest önnur útgerðarþorp á Suðurnesjum. Sunnan við kauptúnið verða vegamót þar sem vegurinn til Keflavikur þverbeygir austur heiðina, en áður en við höldum þá leiðina, skulum við bregða okkur aðeins áfram um' Hvalnes- byggðina. Hvalneskirkja er all- merk kirkja, reist úr höggnum steini árið 1887. Þar þjónaði sálmaskáldið Hallgrimur Péturs- son, áður en hann fluttist að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Við Stafnes nokkru sunnar er viti, og þar var eitt sinn mikil ver- stöð. Ströndin er þó hættuleg skipum, og þar strandaði togar- inn Jón forseti 1928 og fórust 15 manns af áhöfninni. Enn sunnar er eyðibyggðin Básendar eða Bátsendar, sem á einokunar- timum var aðalverzlunarstaður Suðurnesja, en tók af i ofsaroki og sjávarflóði árið 1798. Braut þar nær öll hús, en fólk siapp með naumindum. Við erum nú aftur kominn að veginum til Keflavikur, sunnan Sandgerðisbyggðar. Vegurinn liggur austur yfir heiðina, og þar uppi á vinstri hönd er radarstöð á vegum NATO, en siðan ökum viö inn i Keflavikurbæ til suðurs og beygjum upp Flugvallarveg að aðalhliði Keflavikurflugvallar. Þar liggur Hafnavegur til vinstri meðfram suðurjaðri flugvallar- svæðisins. A vinstri hönd eru Stapafell og Þórðarfell, við komum niður að botninum á Ósarvogi, og sunnan hans er fiskiþorpið Hafnir. Aður var Hafnir. Útsýn frá Stefánshöfða viö Kleifarvatn. Njarðvikurhöfn er fremst á myndinni og yfir hana sést Keflavlk og þá Bergið og enn fjær má greina Leiru og Garð. mikið útræði frá Höfnum, og voru þarþá stórbýli eins og Kirkjuvog- ur, Kotvogur og Kalmanstjörn. I Kirkjuvogi er kirkja. Frá Höfnum liggur vegurinn suður með ströndinni fram hjá bæjunum Merkinesi, Junkara- gerði og Kalmanstjörn, sem allir voru áður kunnir útgeröarstaðir. Uppblásturinn er ógnvekjandi á þessum slóðum, en þó hefur það aðeins færzt i betra horf undan- farna tvo áratugi siðan landið var friðað. Nokkru siðar gengur Hafnabergið, þverhnípt, en ekki ýkja hátt i sjó. Þar er mikið um fugl og varp á vorin. Sunnan við Hafnaberg er Stóra-Sandvík, sið- an Stampahraun og þá Reykja- nes, suðvesturtá Reykjanes- skagans. Reykjanessvæðið er gróður- laust, og mjög eldbrunnið og sundurskorið af gjám. Eldfjöll eru þar mörg en öll fremur lág, helztu hraundyngjurnar eru Skálafell og Háleyjarbúnga, og svo gigaraðirnar Stampar og Eldvörp. Valahnúkur heitir mó- bergsfjall út við sjó, og þar var byggður fyrsti viti landsins 1878. Nokkrum árum seinna gerði mikla jarðskjálfta, komu þá nokkrar- sprungur skammt frá vitanum og var hann þá i öryggis- skyni fluttur á Bæjarfell, þar sem hann stendur nú. A Reykjanestánni er mikið hverasvæði, leir- og vatnshverir. Stærsti leirhverinn heitir Gunna og segir þjóðsagan, aö þar hafi afturgöngunni Gunnu verið komið fyrir kattarnef. A Reykjanesi hef- ur undanfariö verið unniö að til- raunaborunum til undirbúnings sjóefnavinnslu. Frá Reykjanesvita höldum við til Grindavlkur og eru gróður- snauð hraun, Eldvarparhraun, aö mestu rikjandi á þeirri leið. Strandlengjan hér hefur löngum verið illræmd vegna skipsstranda enda stundum nefnd skipakirkju- garðurinn. Fátt er til frásagnar af leið þessari og brátt rennum við inn i Grindavikurkaupstað. Grindavik I Grindavik eru mikil hafnar- mannvirki. Þar hafa verið unnar geysilegar hafnarbætur, sérstak- lega undanfarin tvö ár, og er nú svo komið, að Grindavikurhöfn er sú bezta á Suðurnesjum, þótt inn- sigling sé allerfið um mjótt sund. Hjá Grindavik er viti þar er kirkja og prestssetur, unglinga- skóli og nýtt og glæsilegt félags- heimili Festi. Frá Grindavik höldum við til austurs og er þá Þórkötlustaða- hverfi sjávarmegin og austur af Strandakirkja I Selvogi. Garðurinn. Garðskagaviti lengst þvi breið vik, Hraunsvik. Fyrir botni hennar er Festarfjall, forn eldfjallarúst sem dregur nafn af ljósum grágrýtisgangi, Festi, er gengur upp gegnum fjallið. Vegurinn liggur að baki fjallsins og er þá bærinn Isólfsskáli á hægri hönd, en fram undan sést ögmundarhraun, sem taliö er hafa runnið 1340 og er yngsta hraunið á Reykjanesskaga. Vegurinn liggur austur um hrauniö og yfir Latsháls, en til norðurs sér i Núpshliðarháls og Sveifluháls. Viö suðurenda Sveifluháls er stakt fell, Bæjar- fell, og sunnan undir þvi rústir hins forna höfuðbóls Krisuvikur. í Krisuvik var um aldir heil kirkjusókn og þar var stórbýli með mörgurn hjáleigum. Nú eru allar komnar i eyði enda orðið fyrir miklum áföllum af völdum eldgosa. Kirkjan, sem reist var 1857, stendur þar þó enn, endur- byggð og vigð að nýju árið 1964, og er nú i umsjá Þjóðminjavarð- ar. Jarðhitasvæði er mikið i Krisu- vik, og þar hefur verið boraö eftir gufu með virkjun fyrir augum. Fjöldi vatns- og leirhvera er viðs- vegar um landareignina og um skeið var þar brennisteinsnám til útflutnings. í sumum hvera- svæðunum eru mjög fjöl- breytilegir og sérkennilegir litir. Jörðin er i eigu Hafnarfjaröar- til vinstri. bæjar, sem rekur þar unglinga- skóla á sumrin, og einnig er þar allmikil gróðurhúsarækt. Norður af Kleifarvatni er þröngur, gróðurlítill dalur, sem vegurinn fylgir dálitinn spöl til austurs. Siðan sveigir vegurinn til vinstri upp brekkurnar og norður i Vatnsskarð, þar sem mikið og fallegt útsýni opnast okkur. Hraunið hefst svo strax við brekkuræturnar, og liggur vegur- inn mestmegnis um hraunlendi, þar til hann mætir Keflavikur- vegi. —0O0— Siöari kosturinn var sá að halda áfram til austurs, sunnan fjalla og það skulum við gera. Fyrst ök- um við um graslendi, en sunnan undir Geitahlið taka hraunin við og á hægri hönd sjáum við form- fagran gig, Eldborg, sem nú er friðlýsi.. Auðvelt er að ganga upp á giginn, og gönguferöin fyllilega þess virði. Fram undan er sam- felld hraunbreiöa, runnin úr Brennisteinsf jöllum, fjalls- hryggnum á vinstri hönd. Nokkru austar er Hliðarvatn á hægri hönd. Það er ágætis veiði- vatn og milli þess og sjávar er mjór grandi, rofinn af stuttum ósi. Austan við ósinn er bærinn Vogsósar, sem fyrrum var prestssetur. Vogsósar eru Frh. á bls. 39 Gamall brunnur I Selvogi. Reykjanesviti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.