Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 34

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. FROSTÞURRKUN er ný og mjög fullkomin aöferö til aö varöveita matvæli óskemmd um langan tima. Þessi aðfcrðhefur ekki ver- ið reynd hér á landi en víöa er- lendis hefur hún gefið góöa raun. Hér á landi er hins vegar auövelt aö afla hráefiia sem hægt er aö gera verömætari meö frostþurrk- un, og er hér fyrst og fremst um ákveðnar sjávarafuröir að ræöa. Einnig myndu landbúnaöarvörur koma til greina. Þá getur einnig komiö til mála aðflytja inn i land- ið hráefni, sem siöan yrði frost- þurrkað til endurútflutnings. island er vel til fallið aö taka þessa nýju tækni i þjónustu, þar sem hér á landier hægt að fá mun ódýrariorku en erlendis, en frost- þurrkun er mjög orkuírek. Er hér átt við jarðvarma, en rekstrar- koshiaður sliks frystikerfis yrði meö notkun jarðgufu a.m.k. 12 sinnum lægri en venjulegs frysti- kerfis sem notar raforku. Timinn ræddi nýlega viö Sigurð B. Magnússon, verkfræðing, en hann hefur gert viðtækar athug- anir á þessu sviði. Hvað er frostþurrkun? Frostþurrkun er mjög fullkom- in aðferð til að varðveita matvæli óskemmd um langan tima, jafn- vel nokkur ár. Helztu kostir eru þessir: Með frostþurrkun varð- veitist bragð, útlit, næringargildi og fleiri eiginleikar hinnar upp- runalegu vöru, betur en með nokkurri annarri þurrkunaraö- ferð. Frostþurrkuð vara sýgur mjög hratt i sig sama magn af vatni og fjarlægt var við þurrkunina og fær þá á sig sama útlit og lögun og upprunalega varan. Fryst vara uppþýdd, veröur þannig oft ekki greind frá frostþurrkaðri vöru, uppbleyttri. Með frostþurrkun næst vatns- innihaldið betur úr vörunni en með öðrum þurrkunaraöferðum, og gerir það sitt til þess að geymsluþol frostþurrkaðra vara er mörg ár. Ekki þarf að geyma frostþurrkaðar vörur kældar, en þetta gerir það mögulegt að koma frostþurrkuðum vörum á mark- aði i' löndum, þar sem dreifingar- kerfi fyrir frystar vörur er ekki fyrir hendi eða ófullkomið. Þá léttist frostþurrkuð vara um það sem nemur vatnsinnihaldinu sem fjarlægt er við þurrkunina. Fiskur (þ.e. fiskhold) léttist þannig um 80% við frostþurrkun. i sambandi við flutningskostnað getur þetta þýtt að loftflutningur þessara vara borgar sig. Getur frostþurrkun haftþýðingu fyrir islenzka atvinnuvegi? Þessu svarar Sigurður B. Magnússon verkfræðingur tvi- mælalaust játandi, og heldur á- fram: Og alveg sérstaklega fyrir þannfiskfrystiiðnaðsem fyrir er i landinu, þvi frostþurrkun er framhaldsvinnsla frystingar. Það verður nefnilega aðbyrja á þvi að frysta þá vöru sem á að frost- þurrka og getur sú frysting farið framá venjulegan hátt, til dæmis i plötufrystitækjum eins og þeim sem notuð eru hér i öllum hrað- 'frystihúsum. Frostþurrkun til- heyrir þvi eftir eðli sinu fisk- frystiiðnaðinum. Á íslandi er hagstæð- ariaðstaðafyrir frostþurrkun en i öðrum löndum Þetta byggist fyrst og fremst á tvennu: 1. Hér á landi er fáanleg ódýr jarðgufa, sem er á nægilega háuhitastigi til þess að hægt sé að nota hana sem orkugjafa við frostþurrkun, sem er mjög orku- frek. Orkunotkunin er venjulega i formi raforku, því mjög öflugt frystikerfi þarf stöðugt að fram- leiöa kulda við -í-50 C til -=-55 C, meðan á þurrkuninni stendur, en venjulegar frystivélar eru sem kunnugt er knúnar rafmótorum. *ir ------------------ Ný geymsluaðferð sjávarafurða fyrir ný markaðssvæði Or litilli frostþurrkunarverksmiöju af eldri gerð, með skápþurrkurum. Þessi mikla kuldaíramleiðsla getur þó eins vel (eða jafnvel bet- ur) farið fram með sérstakri teg- und kælikerfa sem ganga beint fyrir hitaorku (Absorptionskæli- kerfi). En ef framleiðsla á kulda við -=- 55 C i sllku kælikerfi, verður hitagjafinn sem kerfið gengur fyrir að vera á hitastigi sem a.m.k. 160'C. Hér á landi er auðvelt að afla jarðgufu sem er á þessu hitastigi eða jafnvel hærra. Til dæmis mætti fá nægilega jarðgufú á jarðhitasvæði því hjá Svartsengi við Grindavfk, sem Hitaveita Suðurnesja hefúr keypt. Rekstrarkostnaður sliks frysti- kerfis yrði, með notkun jarðgufu sem hitagjafa, um það bil 12 til 14 sinnum lægri en venjulegs frysti- kerfis, sem notar raforku, auk þess sem það frystikerfi vröi ó- dýrara í stofnkostnaði. Að sjálf- sögðu miðast þessi samanburður við það að bæði frystikerfin hafi sömu frystiafköst. 1 þessu sam- bandi er rétt að vekja athygli á þvi.aðsú ódýra varmaorka sem i æ rikara mæli verður fáanleg i nánd við kjarnorkuver erlendis, er ekkinýtanleg til frostþurrkun- ar. Hér er um að rasða frá- rennsliskælivatn, sem ekki er yfir 100 C heitt, og sem þar af leiðandi er það vatn á of lágu hitastigi til að hægt sé að nota það sem orku- gjafa viö frostþurrkun. Auðveld hráefnaöflun hér á landi A íslandi er auðvelt að afla hrá- efna, sem hægt er að gera verð- mætarimeð frostþurrkun. Hér er fyrst og fremst um að ræða á- kveðnar sjávarafurðir. Allar teg- undir „magurs” fiskjar, svo sem þorkur, ýsa og'ufsi eru prýðilega hæfar til frostþurrkunar. Hins vegar eru fisktegundir sem inni- halda verulegt magn fitu, svo sem loðna og sild, ekki fallnar til að frostþurrkast. Kolmunni hins vegar, hefur reynzt vel fallinn til frostþurrkunar. Humar og rækja eru eins og velflestar skelfisktegundir mjög velhæfar til frostþurrkunar, enda er t.d. rækja mikið frostþurricuð erlendis.Gefizthefur vel að frost- þurrka kúffisk, og gæti það haft talsverða þýðingu i sambandi við framleiðslu á súpudufti úr þessari skelfisktegund. Fra mtiðar möguleikar frostþurrkunar hér á landi Ekki eru liðin nema um tólf ár siðan farið var aö frostþurrka matvæli, I það sem kalla mætti stórum stll. Verksmiðjur sem geta frostþurrkað um fjörutiu tonn á sólarhring af vöru. sem hefur t.d. sama vatnsinnihald og fiskur, eru starfræktar I heimin- um i dag. Frostþurrkunaraðferðin er flókin og þurrkunartækin eru margbrotin og dýr, auk þess sem þessi þurrkunaraðferð er ákaf- lega orkufrek. Fjármagns kostn- aður vegna fjárfestingar i sjálf- um frostþurrkunarútbúnaðinum var lika upphaflega langstærsti liðurinn eða um 47% i þeim kostn- aði sem er við að f jarlægja tiltek- ið vatnsmagn, t.d. 1 kg úr vöru með frostþurrkun. Orkunotkunin, þótt mikil sé, nam þá ekki nema um 20% frost- þurrkunarkostnaðarins. A siðustu 3-4 árum hafa hins vegar komið fram frostþurrkunarvélar sem eru langtum hraðvirkari og einn- ig ódýrari miðað við afköst, þeirra véla sem eldri voru. Sam- timis hefúr hins vegar orkukostn- aðurinn stórhækkað erlendis og mun örugglega halda áfram að hækka fremur en lækka. Þetta er athyglisverð þróun sem sýnir i fyrsta lagi, að orkukostnaðurinn eða öllu heldur orkuverðið er orð- ið afgerandi, hvað snertir aðstöð- una til að vera með sem lægstan frostþurrkunarkostnað. 1 öðru lagi sýnir áöurnefnd þró- un, að tæknilegar endurbætur á sviði frostþurrkunar hljóta aö koma okkur íslendingum til góða öðrum þjóðum fremur, þvi hér ætti ekki að þurfa að vera hætta á þvl að síhækkandi orkuverð (jarðgufan) vegi jafiióöum upp þiá lækkun fjármagnskostnaðar- ins sem tæknilegar endurbætur hafa I för með sér. Sú aðstaða að geta hér frostþurrkað vörur ódýr- ar en hægt er i öðrum löndum, er útaf fyrir sig svo þýðingarmikil, að gagnger athugun á hagnýting- armöguleikum okkar á þessari aðstöðu er beinlinis nauðsynleg. Möguleikar sem skapast i tengslum við frystiiðnaðinn 1 þessu sambandi er frost- þurrkun skoðuð sem geymsluað- ferð eingöngu, og verður þá fyrst fyrir sú staðreynd, að fryst vara og sams konar vara frostþurrkuð eiga eðli sinu samkvæmt ekki samleiðá markaði, þarsem kæli- keðjan er fyrir hendi, eru mögu- leikar á þvi að hafa frystu vöruna á boðstölum og er þá hætt viö að litil eftirspurn verði eftir sams konar vöru frostþurrkaðri, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að frostþurrkaða varan verður ávallt eitthvað dýrari. I þessu sambandi skal minnt á, að tiltölulega fá lönd i heiminum hafa fullkomið dreifingarkerfi fyrir frystar matvörur, þ.e. kæli- keðjuna. Þar sem kælikeðjan hins vegar er ekki fyrir hendi, leiðir af sjálfu sér, aðfrysta varan er ekki á boð- stólum. A þeim sama markaði hefur þá frostþurrkaða varan heldur enga samkeppni frá frystri sams konar vöru. Ef gert er ráð fyrir þvi að is- lenzki fiskfrystiiðnaðurinn hefði frostþurrkun að einhverju leyti sem framhaldsvinnslugrein, myndu vera fyrir hendi miklir möguleikar á þvi að færa út þau markaðssvæði sem þessi útflutn- ingsatvinnuvegur er í dag nánast tjóðraður við, og sem gefa litið svigrúm með tilliti til að afsetja frystar afurðir unnar úr öðrum fiskitegundum en þeim sem nú er gengið mest á. Kostir frost- þurrkaðrar vöru Þá bendir Sigurður B. Magnús- soná þann mun, sem yrði á verzl- un með frostþúrrkaöar sjávaraf- urðir miðað við frystar. Fyrir ut- an það atriði sem er e.t.v. það veigamesta, að íslendingar yrðu svo til án samkeppni um markaði fyrir frostþurrkaðar sjávarafurð- ir, bendir hann á eftirfarandi: Oll viðskipti með frostþurrkað- ar sjávarafurðir hljóta að vera léttari í vöfum heldur en með frystar sjávarafurðir. Astæðurn- ar eru augljósar: 1. Vegna hins mikla geymsluþols frostþurrk- aðra vara, svo og vegna þess hve léttar þær eru i meðförum, að við- bættu þviað kælingar er ekki þörf við geymslu eða flutning frost- þurrkaðra vara, verður hægt að selja þær á mjög fjarlægum mörkuðum. 2. Af sömu ástæðum er minni áhætta fyrir framleiðslu og innflytjenda þótt sveiflur kunni að verða á sölunni. Frystur fiskur þolirekki yfir árs geymslu, jafnvel við -r30 C geymsluhita- stig. Frostþurrkuð vara skemm- ist ekki á lager, jafnvel við nokk- urra ára geymslu. 3. Hægt yrði með góðu móti að afgreiða tiltölu- lega litlar sendingar til innflytj- enda eða dreifingaraöila um allan heim. Svo þjál viðskipti eru ó- hugsandi þegar um frystar vörur er að ræða. Innfiutt hráefni frost- þurrkað til endurút- flutnings Til mála getur komið að flytja inn hráefni, sem siðan yrði frost- þurrkað til endurútflutnings. Það má i þessu sambandi benda á kaffi, sem er sú vörutegund frost- þurrkuð, sem langmest umsetn- ing er i, á hinum almenna neyt- endamarkaði og fer sala þess si- vaxandi. Það „instant”-kaffi sem er á markaðnum í dag, er yfirleitt allt frostþurikað. Allir stærstu kaffiinnflytjendur i t.d. Englandi og Þýzkalandi, hafa nú á boðstólum frostþurrkað kaffi, framleitt i eigin frostþurrk- unarverksmiðjum. öflugasti framleiðandi á frostþurrkuðu kaffi er þó tvlmælalaust sviss- neska matvælasamsteypan Nestlé, sem hefur frostþurrk- unarverksmiðjur viðs vegar um Evrópu. Allar þessar verksmiðj- ur flytja kaffibaunir inn til frost- þurrkunar I heimalandinu. Enda þótt flutningur á kaffi- baunum frá t.d. Brasiliu kynni að vera eitthvað dýrari hingað til lands en t.d. Evrópulanda, gæti það aldrei verið á móti þeirri lækkun frostþurrkunarkostnaðar Absorptionsfrystikerfi I frostþurrkunarverksmiðju. Þetta kerfi er olfukynt (ketillinn sést til vinstri á myndinni) og stendur utan dyra eins og sjá má.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.