Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN Byrjuðu að selja hljómplötur órið 1924, og gófu út fyrstu íslenzku hljómplöturnar fyrir 47 órum Ætluðu að taka alþingis hótfðina 1930 upp á hljómplötur, en það var ekki hægt. Fóru þó að gefa út sönglög ó plötum Ólafur Haraldsson viðskiptafræöingur, forstjóri Fálkans hf. slöan f desember 1975. Haföi áöur unniö lengi viö Fálkann viö ýmis störf, þar á meöal veriö deildarstjóri hljómplötudeildar. ólafur er kvæntur Láru Erlingsdóttur og eiga þau tvær dætur. Þau búa aö Giljalandi 3, Reykjavik. Reiöhjóladeild Fálkans. Reiðhjóladeild er með tæpan einn fjórða, hljómplötudeild með einn þriðja, véladeild með einn þriðja, eða rúmlega það og heim- ilistækjadeildin er með einn sjötta. Þetta getur þó verið svolit- ir breytilegt frá ári til árs. Stjórnendur Fálkans — Hver er saga Fálkans hf. i sem styztu máli? — Eins og fram kemur hér að framan, þá er Ólafur Magnússon stofnandi fyrirtækisins og hann stjórnaði þvi sem einkaeigandi þess til ársins 1948, er því var breytt i hlutafélag. Um það leyti missti hann konu sina, og var orð- inn aldraður maður, eða 75 ára gamall. Um þær mundir tók Haraldur V. Ólafsson, siðar forstjóri Fálk- ans hf. við framkvæmdastjóra- starfi, en hann hafði starfað óslit- ið við fyrírtækiðsiðan árið 1922 og m.a. lagt grundvöllinn að hljóm- plötudeildinni, en þeir bræður voru einkar áhugasamir um þró- un Fálkans. og unnu þar margir öllum stundum. Ólafur Magnús- son lézt árið 1955. Árið 1964 var eignum fjölskyldunnar skipt og fyrirtækið, eða Fálkinn varð eign bræðranna Haraldar V. Ólafsson- ar, Braga Ólafssonar og Sigurðar F. Ólafssonar. Þeir skipuðu stjórn þess og var Haraldur V. Ólafsson formaður stjórnarinnar, Bragi varaformaður, en Sigurður var ritari. Þeir stjórnuðu daglegum rekstri og voru jafnréttháir og gekk samstarfið vel. Sigurður F. Ólafsson annaðist yfirstjórn fjármála, en Bragi Ólafsson, sem var verkfræðingur að mennt, B. Sc., M. Sc. frá há- skólanum i Manchester tók við véladeildinni. Bragi hafði áður unnið i Fálk- anum og átt mikinn þátt i t.d. reiðhjólaframleiðslunni og að grundvalla hana, en hann vann þó sem verkfræðingur hjá Lands- smiðjunni 1948 — ’50 og sem yfir- verkfræðingur i Héðni 1950 — 1953. Hann varð fyrsti forstjóri Iðnaðarmálastofnunar Islands, árið 1953 til ársins 1956 er hann kom aftur að Fálkanum, og stofn- aði véladeildina. Þeir bræður Sigurður og Bragi eru nú báðir látnir. Bragi lézt i nóvember árið 1975 og Sigurður i mai siðastliðnum. Sem áður sagði þá reisti Fálk- inn stórhýsiviðLaugavegirin árið 1948 og þar hafði starfsemin ver- ið, fyrst i gamla húsinu og siðan þvi nýja til ársins 1968 að flutt var i stórhýsi það sem fullgert var á árinu 1970. Er nú öll starf- semi Fálkans hér á Suðurlands- braut8, ená Laugaveginum erum við þó með hljómplötudeild á sama stað og áður. Reiðhjóladeild — Svo aftur sé vikið að deildun- um fjórum hver eru helztu verk- efni deildanna? Deildarskiptingin hefur orðið til á mjög löngum tima, og um margt erhún ekki hárnákvæm. Viðselj- um t.d. saumavélar i reiðhjóla- deild, en ekki heimilistadcjadeild og við seljum hljómtæki i' heimil- istækjadeild, en ekki i hljóm- plötudeild. Þetta stafar af þvi að fyrirtækið hefur þróazt, en varð ekki til i einni svipan. Elzt þessara deilda er að sjálf- sögðu reiöhjóladeildin . Reiðhjóladeildin hefur eigin- lega starfað I sjö áratugi. Sala á reiðhjólum og varahlutir i þau er að sjálfsögðu aðalverkefnið. Á sinum tima framleiddi Fálkinn reiðhjól en þvi var hætt árið 1954, þareð framleiðslan gat ekki orðið samkeppriisfær við stóru verk- smiðjurnar á meginlandinu. Við flytjum þvi öll reiðhjól inn núna og frá ýmsum löndum. Reiðhjólið heldur velli — Hvað kosta reiðhjól núna? — Þau kosta frá 16.000 —- 60.000 og þar yfir. Unglingareiðhjólin eru ódýrust, en svo hækka þau i verði eftir þvi hversu mikið er i þau borið. — Hvernig reyndust islenzku hjólin? Hljómplötudeild aö Suöurlandsbraut 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.