Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN. 23 20.00 tslenzk þjóölög I útsetn- ingu Jóns Ásgeirssonar. Einsöngvarakórinn og fél- agar úr Sinfóniuhljómsv. tslands flytja, Jón Asgeirs- son stjórnar. 20.30 „Dansleikur á himni og jörö” Sveinn Asgeirsson hagfræöingur tekur saman þátt um Gustav Fröding. 20.55 John Williams leikur á gitar lög eftir Granados, Villa-Lobos, de Falla o.fl. 21.00 „Hvitmánuöur”, smá- saga eftir Unni Eiriksdóttur Guörún Svava Svavarsdótt- ir les. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Sunnudagur l.ágúst 16.00 Krá Olympluleikunum Kynnir Bjarni Felixson. 18.00 Bleiki pardusinn Bandarisk teiknimynda- syrpa. 18.10 Sagan af Hróa hettiNýr, breskur myndaflokkur um ævintýri útlagans Hróa hattar. 1. þáttur Þýöandi Stefán Jökulsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 A reginfjöllum I Kvikmynd frá ferðalagi sjónvarpsmanna sumariö 1971 noröur yfir hálendið, svokallaða Gæsavatnsleiö. Þarna eru aö mestu regin- öræfi, en þó eru einstaka gróöurvinjar inn á milli, til dæmis i Jökuldal I Tungna- fellsjökli, sem ekki er ósennilegt aö hafi á sinum tima ýtt undir trúna á grösugar útilegumanna- byggöir. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. Kvik- myndun örn Haröarson. Hljóösetning Oddur Gústafsson. Aður á dagskrá 29. aprfl 1973. 21.05 Skemmtiþáttur Don Lurios Auk Don Lurios og dansflokks hans skemmta i þessum þætti: Cindy og Bert, Pop Tops og Mireille Mathieu. Þýöandi Auöur Gestsdóttir. 21.35 Frá Ólympiuleikunum. 22.20 Leiöin til Hong Kong (The Road to Hong Kong) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1961. Aðalhlutverk Bing Crosby, Bob Hope og Joan Collins. Tveir ná- ungar, Harry og Chester, komast af tilviljun yfir elds- neytisformúlu, sem glæpa- samtök eru á höttunum eftir og lenda i klóm bófanna. Þýðandi Dóra Hafsteins- dottir. 23.50 Aö kvöldi dagsSéra Gisli Kolbeins,prestur aö Melstaö I Miöfiröi, flytur hugvekju. 00.00 Dagskrárlok. Mánudagur 2. ágúst. 17.00 Frá Ölympiuleikunum Kynnir Bjarni Felixson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingir og dagskrá.. 20.40 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.10 Frá Listahátiö 1976 Sýning franska látbragðs- leikarans Yves Lebretons i Iðnó 15. júni siðastliðinn. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 22.30 Ugla sat á kvisti Skemmtiþáttur með tónlist og léttu efni af ýmsu tagi. Rifjuð upp saga „rokksins” á árunum 1954—60. Meöal gesta þáttarins eru Lúdó- sextettinn og KK-sextettinn. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Aöur á dagskrá 2. febrúar 1974. 23.35 Dagskrárlok. ET í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 3, svarthærðog nefsmá, hiédræg og feimin, en komst fljót- lega í góðan kunnigskap við Mörtu. Þótt hún liti til Jónas- ar, var það aðeins í laumi, en enginn veitti því athygli. Kona Lars bar gestunum kaf f i, en hvorki annar bollinn né sá þriðji nægði til þess að vinna bug á hátíðabragnum sem var á Turra. Það leyndi sér ekki, að Lappinn var kominn í mikilvægum erindagerðum, og til þess benti það einnig, að mæðgurnar voru báðar í viðhafnarbún- ingi. Jónasi fannst framkoma Lappans tortryggileg. — Hvað segirðu mér af hreindýrunum? spurði hann og það var auðráðin gáta, hvaða hreindýr hann átti við. Það birti yf ir Turra. Það var eins og honum hefði verið réttóvæntgjöf, og hann greip umræðuefnið fengishendi. Hreindýrin! Jú, þau voru feit og falleg. Þau voru bæði með kálf um — þetta voru af bragðs skepnur, sem Jónas átti. En hann skyldi ekki hugsa um að slátra þeim í haust. Þau voru ung, og báðir kálfarnir voru kvígur. Jónas hleypti í brúnirnar. Honum gazt ekki að uppá- stungu Lappans. Hafði Pétur haft rétt fyrir sér — að maður vissi aldrei, hvað maður hreppti í skiptum við Lappana, fyrr en maður hefði tekið við því? — Hann spurði, hvort hann mætti sækja hreindýrin daginn eftir. Turri kinkaði kolli. Já, hann gat það.En það var synd að slátra svona ungum hreinkúm. Það var betra að láta þær ganga með hjörðinni. Þá eignaðist hann aftur kálfa næsta ár. Jónas velti vöngum. Voru þess dæmi, að maður með fasta búsetu ætti hreindýr, nema dýr og dýr, sem hann keypti til frálags? Nei! Og ef hann léti Turra ráða — hvernig gat hann vitað, hvort hann fengi það, sem hon- um bar? Turra hef ir ef til vill grunað, hvað Jónas var að hugsa um því að nú sagði hann, að hann hefði markað bæði kýrnar og kálfana, svo að engin misgrip ættu sér stað. Lappinn rétti fram vinstri lófann og sýndi með fingrim hvernig hreindýramark Jónasár var. Jónas gat ekki dulið undrun sóna. Hreindýramark! Lapparnir litu á hann eins og einn af f jölskyldu sinni. Enginn óviðkomandi maður fékk að eiga hreindýra- mark. Það vissi hann. Lars varð líka steinhissa, þegar honum skildist loks, að sonur hans hafði eignazt hreindýramark. — Þetta eru ekki sem verst tíðindi, sagði hann. Settu dýrin á. Við getum keypt fáein hreindýr til slátrunar — það er ekki svo mikið kjöt, sem við þurfum. Það hefir ekki lengi veriðeins góðsilungsveiði og í sumar. Kona Turra tók vandlega eftir öllum svipbrigðum, sem urðu á andliti Jónasar. Við og við leit hún spyrjandi á Lars. Forðum hafði það verið hún sjálf — nú var um það teflt hvernig hægt var að búa í haginn fyrir aðra. Hún rak olnbogann í síðuna á manni sínum, svo að lítið bar á. Hann ók sér vandræðalega, þótt nú væru allar lík- ur til, að Jónas féllist á uppástungu hans. Það var mikil- vægt erindi, sem honum var á höndum, og það var eins og tungan loddi viðgóminn, nú þegar hann átti að fara að ympra á því. Lappinn ræskti sig nokkrum sinnum, og svo kom það: — Já — þú vildir liklega ekki f lytja til okkar og hjálpa okkur við hreindýrin i vetur? Mig vantar mann, því að úlfurinn er að verða svo áleitinn. Turri gat þess líka, að hann væri þegar f arinn að verða var við úlfa, og þau tíðindi vöktu áhuga Jónasar. Hann tofaði Lappanum að reifa málið og segja kjörin, sem hann bauð. Jónas átti að fá þrjú hreindýr fyrir hvern varg, sem hann grandaði, auk vegnjulegs hjarðmanns- kaups. Turri gerði sér allt far um að leyna því að undir byggi annað og meira, og gat þess, að hann hefði kannski komizt af þennan veturinn, án aukahjálpar, ef einn af mönnum hans hefði ekki dáið. Lars spurði hvort dáni maðurinn hefði komizt í kast viðhreintarf. Hann vissi af eigin raun, að hreintarfarnir eru um fengitímann hættulegustu dýr Lapplands. Lappinn hristi höfuðið. — Nei, það var ekki tarfur. Hann fékk slæmsku í magann. Lars kinkaði kolli. Einmitt. Slæmsku i magann? Ótrúlegt! Slæmska í maganum var algengt dánarmein, bæði meðal frumbýlinganna og Lappanna. Það gat verið botnlangabólga, lífhimnubólga, nýrnasjúkdómar.... Enginn kunni að greina á milli þess. Maðurinn fékk slæmsku í magann og dó drottni sínum. Ellý dökknaði ofurlítið í andliti, þegar farið var að ræða um það. hvort Jónas vildi gerast hjarðmaður hjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.