Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN 25 Ruth Carter Stapleton. að hann hafi nokkurn tima ætlað sér að hverfa frá stjórnmálum að fullu ogöllu, enda hafi Jesús ætl- að honum það hlutverk að helga sig stjórnmálum i þágu fjöldans. Ruth segir svo frá að faðir þeirra hafi verið ákaflega strang- urviösyni sina. Frá sex ára aldri máttu þeir fara á fætur eld- snemma á morgnana til að vinna með fullorðna fólkinu. En dætrunum spillti hann með dekri. „Móðir min dekraði aldrei við mig”, segir Ruth, ,,og þess vegna fannst mér hún eiginlega útskúfa mér. Nú sé ég að hún ól okkur upp á eðlilegan hátt.” Þessi hugsun Ruth, að fólk sem ekki hampaði henni, væri iUa við hana, fylgdi henni lengi: „Ég þurfti að um- bera vonda nágranna, vondan eiginmann, vond börn, vondan prest, vonda vini. Sh'kt lif er að- eins bærilegt meðan maður kenn- ir öðrum um aUt illt.” Árum saman hrærðist Ruth i þessum heimi. Að loknu menntaskóla- námi giftist hún 19 ára gömul eigingjörn og ofdekruð daðurs- drós, æskuunnusta sinum, Bob Stapleton, sem varð dýralæknir. Hann mátti flytja meö hana drjúgan spöl frá æskustöðvum þeirra, þvi að eiginkonan hljóp jafnan grátandi heim, ef eitthvað bjátaði á. Eftir að börnin komust á legg settist Ruth aftur á skóla- bekk (Háskólinn i Norður-Karó- linu) oghefur nú kennararéttindi, auk þess sem hún sóttinámskeið i sálfræði. Segja fróðir menn að hún hafi setið 30 tima á háskóla- stigi i þvi fagi. Þegar Ruth hafði áttað sig á þvi að ekki var óhamingja hennar einungis umhverfinu að kenna, átti hún i áralöngu sálarstriði, svo sem áður var nefnt og með fyrr- greindum árangri. „Ég öðlaðist algjöran bata, þegar ég skildi loks að guð er guð kærleikans en ekki refsingarinnar. Ég skynjaði guð, ekki sem sögulega veru, heldur veru, sem er meðal vor hérognú. Þessari fullvissu fylgdi styrkur, öryggi og friöur”. Einkalif hennar snýst nú að mestu um boðskap hennar, lækningar og ferðalög. Þó er að sjá sem samband hennar við börn sin sé mjög gott, enda hefur hún 21 árs dóttur sina fyrir einka- ritara. Eiginmaðurinn virðist una sér vel i aftursætinu, en Ruth seg- ir hreinskilningslega að þau hafi varla geta talazt við í 17 ár. En undanfarin ár hafi verið dýrðleg — þau hjónin hafi stofnað fyrir- tæki án ágóða kringum trúboð hennar, „Behold, Inc.” (Halelúja h/f) og gefa út blað, „Behold and be whole”. Á árinu 1975 bárust i sjóðinn 325,000 dalir. Peningunum er varið til ferðalaga og blaðaút- gáfu. Sjálf er Ruth ólaunuð, en þessmá geta, aðbók hennarernú þegar komin út i 3. útgáfu á fáein- um mánuðum, og hún hefur sam- ið við útgefanda sinn um að skrifa þrjár bækur til viðbótar. Arum saman hefur Ruth Stapleton haldið trúmálum og stjórnmálum aðskildum, jafnvel þegar hún tók þátt i baráttu bróð- ur sins i fylkisstjórakosningunum 1966. Hún vill standa á eigin fót- um með boðskap sinn, en fljóta ekki á þvi að vera systur Carters forsetaefnis. Auk þess er það jafn algengt að heittrúarfólk áliti stjórnmál rotin og andstyggileg og að stjórnmálamenn áliti heit- trúarmenn smáskrýtna. Hana dreymir um að brúa þetta djúp. Engu að siður er Ruth mjög annt um veraldlegan frama bróður sins og hefur varið töluverðum tima til að tala á framboðsfund- um hans undanfarið. Húná þaðtil að skrifa félögum sinum i Kristi: „Hugsið til Jimmys! Takið þátt i baráttunni! Látið skrá ykkur ef þið eruð ekki búin að þvi nú þeg- ar! ” Enda segist hún ekki mundu hika við að kynna sig sem systur Carters, ef hún héldi að það gæti orðið öðru eða báðum til fram- dráttar. Um sitt eigið sálarástand segir Ruth: „Ég er fullkomlega hamingjusöm i starfi minu. Þið vitið hve öruggur Jimmy er i trú sinni að hann verði forseti. Eins er með mig — ég er svo fullviss i trúarsannfæringu minni og skilningi á mannssálinni að ekk- ert fær raskað ró minni”. Arang- ur hennar á sinu sviði er engu minni en bróður hennar, enda eru bæði sprotar á sama meiði. (Þýtt og endursagt, H.Þ.) traktorslyftari láíaíalalalálálálsIalaBIálalálslálaBIalá ER ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFUR Mögulegt er að tengja við hann fjölda hjdlpartækja svo sem: malarskóflu ýtutönn steypusíló snjóruðnings- tæki o.fl. Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900 lálálálálálálálálálálálálálalaláláBIálálá Mýkt öryggi með GIRLING • e H-O D-E- NOTIÐ ÞAÐ BETTA Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.