Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. Sigurgrímur Jónsson, Holti, Stokkseyrarhreppi: Sigurgrlmur Jónsson. Þess hefur verið farið á leit við mig að ég segði hér nokkur orð, sem nefna mætti „upprifjun frá siðustu timum áraskipanna i Þor- lákshöfn”, eða eitthvað annað í þeim skilningi. Nú er mér sjálfum vel.ljóst að ég hef ekki frá miklu að segja, ég var hér aðeins tvær vertiðir, það er 1918 og 1919, en þar sem þetta eru siðustu vertið- irnar, sem hægt er að tala um er áraskipa-útgerð stóð hér með fullri reisn miðað við það sem bezt var áður, og ég er einn af tiltölulega fáum mönnum, sem eftir eru þeirra, er þarna komu við sögu, þótti mér leitt að færast með öllu undan þessu verkefni, þó að ég viti að aðrir hefðu verið bet- ur til þess fallnir. Um útgerð og sjómennsku al- mennt eru til geysimiklar bók- menntir á islenzku, bæði sem sagnfræði og i skáldsöguformi. En þegar um Þorlákshöfn eina er að ræða, þá eru ekki til ýkja mikl- ar heimildir. Langsamlega drýgstur er þar Sigurður Þorsteinsson frá Flóa- gafli sem ritaði bókina „Þorláks- höfn” með undirtitli ,,A sjó og landi”, og^-kom bók þessi út 1938, og árið eítir ritaði hann bókina „Endurminningar Jóns frá Hlið- arenda” með viðauka sem nær fram til ársins 1918. Núermérekkiætlað að tala um annað enárin tvö, sem ég var hér, og frjáls að þvl að vikja að þvi sem á eftir fór. Þó kann svo að fara, að mér henti að vikja að ein- hverju i áðurnefndum bókum, og bið ég þá velvirðingar á þvf, ef ég tala um það, sem búið er að vikja aö áður hér I dag. Samkvæmt Alþingissamþykkt frá árinu 1700 skal vetrarvertið byrja á Kyndilmessu, sem er ná- SIÐUSTU TÍMAR ÁRASKIPANNA / ÞOR LÁKSHÖFN Erindi flutt á hátíðasamkomu í Þorlákshöfn lægt miðjum Þorra, og kallar al- manakið’ þetta byrjun vertiðar. En Jón á HUðarenda telur, að i Þorlákshöfn hafi vertið byrjað i fyrstu viku Góu og hefur þá staðið i 12 vikur eða 84 daga, og kemur það heim við það sem ég tel mig muna.aðviðhöfum komið hingað i fyrstu viku Góu bæði þessi um- ræddu ár. Ég réri hjá Guðfinni Þórarinssyni frá Eyri á Eyrar- bakka, skipið tókum við þar, og gat þvi skipt einhverjum dögum að „leiði” væri, sem kallað var. „Færurnar” hafði maður með sér, en það var hey i poka til að látaundir i rúmið, sem var grjót- bálkur með einu borði framan við festu á stoðir, sem voru milli hverra rúma, en búðirnar voru fjögra rúma lengd, og að auki nestisskrina, fatnaður og sjó- klæði. Greinarbezta lýsing á sjóbúð- um eins og þær munu hafa verið frá f yrstu tið, og ég hef séð, er að finna i ritgerð Odds Oddssonar i Regin á Eyrarbakka, er birtist i Eimreiðinni 1923 og ber yfir- skriftina ,,í verinu 1880-’90, — endurprentað i safnriti sama höf- undar, er út kom 1941 og heitir „Sagnir og þjóðhættir”. Oddur lýsir kofum þessum mjög ná- kvæml., tilfænr öll mál i álnum og lýsir yfirgerðinni, sem hann kallar að eldri gerð „dvergbygg- ing” og fer ég ekki nánar út í það. Veggir voruað mestuúr grjóti, en þakið úr torfi og vildu þau leka. Ég hafði kynnzt þessum vistar- verum áður, þvi að árin tvö þegar ég var á 16. og 17. ári réri ég á Stokkseyri og bjó þá i svona kofa, svonefndri „Lárubúð”, hriplek- um torfkofa, svo menn héldust ekki við i bælinu þegar rigning var. Ég var þarna i rúmi með föð- ur minum og varð hann sér úti um járnplötur sem hann festi innan á þekjuna og veitti þannig vatninu niður i bálkinn út við vegg. Þegar ég kom i Þorlákshöfn 1918 eru þetta miklu betri hús, steyptir veggir, bárujárn á þaki og þiljað innan þakið, tvennar hurðir fyrir útidyrum með nálægt metra millibili, túður á stöfnum til loftræstingar. En heldur var aðkoman köld, þó hlýnaði þegar aílir voru setztir að (15-16 menn) og þarna leið manni vel. Nú var að búa um sig. Ég var i yzta rúmi til hægri þegar inn var gengið — gengt formanni, sem alltaf var i yzta rúmi til vinstri. Byrjað var á þvi að koma skrin- unum fyrir upp við vegg, siðan var heyið jafnað um bálkinn og tvær uilarrekkjuvoðir breiddar yfir. Tveir menn voru i hverju riím'i kallaðir „lagsmenn” og mun orð- ið „lagsi” þaðan komið. Menn sváfu andfætis, það er: snéru höfði sitt að hvorum gafli, og ef menn snéru bökum saman og drógu hnén inn að sér, hét það að skrúfa sig saman og höfðu þá hlýju hvor frá öðrum — var nota- legt. Við munum hafa haft tvö rúmteppi ofan á okkur, en maður fór aldrei úr öðruen yztu klæðum. Skinnklæðin voru hengd á stoðina viöhöfðalagið. Aður en maður fór að sofa fyrsta kvöldið varð að fá sér bita eftir langan og erfiðan dag, og var þá skrinan opnuð fyrsta sinni. Til eru skráðar heimildir um „mötu” sjómanna, eða hveíriig þeir áttu að vera heimanbúnir með mat. Fer ég ekki út I það nema ofurlitið um eigin heimanbúnað og matarbú mitt. Mér virðist sem verskrinan hafi verið af stærðinni sem svarar 80 litrum. Undirbúningur „mötu” byrjaði þegar í sláturtið. Þá var fall af gömlum sauð tekið til sér suðuistórum stykkjum,soðiöþað lengi að hægt var að draga beinin útúr stykkjunum án þess að þau losnuðu sundur, siðan var þessu þjappað niður í ca. 2/3 hluta skrinunnar, eitthvað saltað og allt flot sem af kjötinu rann var jafn- að með, þjappað sem best saman áður en þetta kólnaði til fulls tólg siðar rennt yfir. Þetta hét „stykkjakæfa” eða „smálki”, geymdist mjög vel og var hið mesta lostæti. Siðar voru 2 f jórð- ungar af smjöri hnoðaðir niður i hinn enda skrinunnar. Litið eða ó- saltað smjör sem ekki er geymt i kæli hefúr þann eiginleika að það súrnar. Þeir, sem hafa alizt upp við að éta súrt smér telja það betra en nýtt og það er drýgra — menn éta minna af þvi. Lefolisverslun á Eyrarbakka rak bakari og byrjaði um áramót að baka rúgbrauð á lager handa vermönnum. Þau voru af tvö- faldri stærð við það sem nú ger- ist, og var reiknað með einu brauði á mann til vikunnar — sumir þurftu 1 1/2 brauð til að vera sæmilega haldnir. Kaffi og sykur hafði ég eftir þörfum. Eng- inn heitur matur var framreidd- ur, aldrei soðinn fiskur. Þetta hét „skrinukostur”. Um páska fór ég heim og kom þá með byrði mina af viðbótar mat — sælgæti. Ang- andi pottbrauð, flatkökur, hangi- ket og nýtt smjör. Formaðurinn kikti i skrinu mina og sagði að ég leffði i óhófi. En ekki gátu allir skipsfélagar minir veitt sér að lifa I óhófi, og má vera að einn og einn biti hafi af sumum þeirra verið vel þeginn. — En nóg um matinn i bili. — Nú er að snúa sér að vinnunni. Eingöngu voru notuð þorskanet við veiðarnar og hafði hverjum háseta verið gert að hnýta 3-4 netaslöngur — bómullargarn, 15-16 möskva djúp net, og var nú farið að fella, gera utanum kúlur, hanka i kúlur og steina, stanga færi og útbúa dufl — allt vinna i sama formi og tiðkast i dag. Ver tiðin taldist ágæt, ég held að mér sé óhætt að telja 600 i hlut, en skipt var i 22 staði, en það eru 13.200 fiskar samtals ef rétt er munað. Það var með ólikindum hvað lánsamir við vorum um aflabrögð þessa vertið. Það kom fyrir hvað eftir annað, að Guð- finnurlegði þar sem annar var að taka upp vegna fiskitregðu, en hann fékk ágætan afla næsta dag. Þegar út á leið og farið var að sækja vestur i Forir og lengra vestur, þótti mér nóg að sigla i þægilegum norðaustankalda og geta búizt við mótvindi heim að kvöldi, en stundum var sólfars- vindur og þá siglt báðar leiðir. Annars minnir mig að þetta væri tveggja tima róður i logni. Á þessum slóðum er oftast vest- urfall, þó sá ég belgi við færi, sem lá til austurs. Vegna vesturfalls- ins var alltaf lagt frá austri til vesturs og byrjað að draga vest- urenda. Á austurenda voru tvö færi, uppistaða frá belg að dreka — og botnfæri frá dreka til neta og var þungur steinn nálægt neta- hálsi. Þetta botnfæri hafði það gildi, að ekki þurfti að draga úr botni ef ekki átti að færa trossuna og varð þvi að svara vel til sjávardýpis. Á djúpu vatni 60-70 föðmum er netadráttur nokkuð þungur i sléttum sjó, en væri und- iralda vann maður sér þetta létt, stoppaði við á rellunni um leið og aldan reið undirskipið, en dró svo slakann með hraði þegar skipið seig niður i næsta öldudal. Hvert skip hafði þrjár trossur og voru 12-14 net i hverri trossu, 15-16 möskva, eins og áður sagði — barkinn rúmaði ekki meira af netum. Þá voru oft 3 og 4 fiskar samtimis á rúllunniog 120fiskar i hverju neti. Áralag var tvenns konar eftir veðri. I logni var hægur og langur áraburður, seilst eins langt fram og hægt var, tekið vel i um leið og árinni var dýft i, en þó einkum hnykkt vel á um leið og áratoginu lauk og var kallað að það launaði róðurinn meðan árin var borin fram aftur. 1 mótvindi eða straumi var ára- burður hraður ogaðeins gefið eitt högg i sjóinn — snöggt átak. Fyrirkom að skipshafnir lentu I kappróðri, þótti leitt að sjá annan renna framhjá, en þar réð mannsaflið og svo voru skip mis- létt undir árum. Annan kappróð- ur man ég betur. I logni og á heimleið átti formaðurinn það til, að kippa stýrinu frá.gekk sjálfur i róður og voru þá tveir til að hvfla, maður á hvort borð, þvi að yfir- leitt var einn yfirskips sem hvildi menn til skiptis. Nú var kominn hörku kappróð- ur milli borða og leyndi sér þá ekki hvarbeztu ræðararnir voru á skipinu, þvi þegar þeir fóru i hvild tók aðhalla á þeirra borð, en þeir réttu stefnuna strax þegar þeir tóku aftur við árinni. Ekkert var sagt, en allir sáu hvað gerðist. Ég ætla að segja ykkur frá ein- um róðri. Það hefur verið nokkuð snemma vertlðar.þviað enn voru netalagnir hér framan af Hafn- arnesi, en líka áttu menn trossur vestur i sjó, um Keflavik eða vestur. Þungbúið loft var þennan morgun og nokkur vindur af suðri. Allir fóru i netin hér fram- undan og voru skipin dreifð um allan sjó. Vindur fór-vaxandi, og tók ég eftir þvi að skipin fóru að halda til hafnar eftir þvi sem lauk drætti fyrstu trossu. Þegar við höfðum lokið við okkar trossu kallaði formaður „setið upp staurinn” og var nú sigldur ljúfur byr vestur i sjó og þar tekið dufl af trossu sem við áttum, og farið að draga. Munum við hafa verið hálfnaðir með 3ja net þegar kom- inn var ódrægur sjór. Var þá net- um hleypt niður og tekið til við róður. Held ég að litið h afi gengið framan af, en nú kom mótorbátur fráStokkseyri,sem verið hafði að draga net eitthvað vestar, var okkur réttur spotti, sem austan- menn, það er frá Eyrarbakka og Stokkseyri voru alltaf mjög fúsir að gera. Nú, við rérum undir, þótt nú væri vélaraflið sem réð ferð- inni, en fljótlega var bára orðin það kröpp, að árar urðu ekki varðar á kulborða og voru þær þvi lagðar inn, en við rérum áfram til hlés, skiptumst á, til að halda á okkur hita. Þegar við vorum vel lausir við Hafnarnes var bandinu sleppt, og við liðum á þöndum seglum til rólegrar heimavarar. Þegar komið var úr róðri var fiskur seilaður. Formaður sat i skut með langan stjaka og sá um að skipinu slægi ekki flötu, en skipshaldsmenn fóru útbyrðis og héldu við skipið. Að jafnaði var það létt verk, en með háum sjó gat þetta verið mikið átaka- og á- byrgðarstarf, ef dráttur var i vör- inni, enda jafnan valdir i þetta hinir færustu menn. Þegar búiö var að seila, var skipið dregið upp. A þessum tima var áreiðan- lega komið þarna frumstætt spil, mikiil sivalningur, sem vir- ■ strengurinn frá skipinu vafðist utanum, en 4 stangir 2-3 m langar genguútúrþessuofantil, og gekk mannskapur á þær og ýtti svo allt snérist i hring — hringekja. Tveir menn studdu skipið svo það stæði á réttum kili. Allur fiskur var borinn upp á aðgerðarvöll á bak- inu. Framámenn færðu af seilarólum yfir á burðarólar 8-10 fiskar í ferð, og vri lent með lág- um sjó var þetta langur vegur. Sameiginleg aðgerð og söltun, þvi að fiskur var seldur hálfverk- aður. Versta verkið hefur liklega verið að bera saltið, en þá fór maður létt með 100 kilóin. Að sölt- un lokinni var hausum skipt og tóku lagsmenn „hest” saman, rifu tálknið frá vinstra megin, þvoðu upp og breiddu siðan til þerris. Allan sjó til þvotta varð að bera upp á skiptavöll. Að verki loknu þvoði maður sjóvettlingana úr sjó, sprengdi þá þorskgall, en það freyddi eins og sápa þegar vettlingarnir voru lamdir við klöppina og var þetta bezti þvótt- ur. Nú var gengiö tilbúðar og mat- ast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.