Tíminn - 12.09.1976, Síða 3

Tíminn - 12.09.1976, Síða 3
Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 3 Bjarni Guðjónsson listmálari opnar málverkasýningu i dag, 11. september i sýningarsal byggingarþjónustu arkitekta. Á sýningunni, sem ertiunda einkasýning Bjarna,eru 38oliu-og pastellmyndir. Bjarni er þekktur myndskeri frá Vestmannaeyjum, en siöari ár hefur hann lagt stund á málaralist. Þctta er sölusýning og veröur opin til 23. september. veiðihornið Gljúfurá — Þaö eru komnir á land 340 til 350 laxar, sagði Siguröur Tómas- son, Sólheimatungu, I samtali viö VEIÐIHORNIÐ i gær. — Þetta er meö minnsta móti, t.d. fengum viö i fyrra rúmlega 500 á öllu veiöitimabilinu. Annars er áin ágæt og veiöi hefur verið góö undanfarna tvo daga. Viö veiöar eru nú Hans Kristjánsson og fé- lagar úr Fiat-umboöinu, og hafa þeir fengiö 18 til 20 laxa eftir tvo daga. Hins vegar var hópur á undan þeim, og ég held aö ein- hverjir þar hafi ekki fengið einn einasta lax úr ánni. Siguröur sagöist telja aö meö- alþyngd laxanna vera á milli 5 og 7 pund, en sá stærsti sem fengizt hefur i sumar vó 15 pund. Þegar Sigurður var spuröur um hvern hann teldi vera vinsælasta veiöi- staöinn i sumar sagöi hann, aö Oddahylur, sem er ofarlega I ánni heföi gefiö einna mest. — Annars er þetta breytilegt, sagöi Sigurö- ur, fyrrihluta sumars, þá veiöist mest neöarlega i ánni, en þegar liða tekur á, fæst einna mest ofarlega I henni. í haust veröur sleppt I Gljúfúrá 10-15 þúsund sumaröldum seiðum frá Laxalóni, og I vor var sleppt i hana 2.600 niöurgönguseiöum. Þessum fjölda hefur verið sleppt siöastliöin sex ár, og sagöi Siguröur aö þaö heföi gefiö mjög góöa raun, enda er áin talin vel til ræktunar fallin. Flókadalsá: mun minni veiði en i fyrra — Hjá mér er litiö I fréttum, annaö en þaö, aö maöur er á kafi I heyskap, sagöi Ingvar Ingvars- son Múlastööum. — Þaö sem ég veit um veiöi, er aö hún er litil. Veiöimenn hafa sett mikiö I lax, en þeir segja aö hann festist illa á önglinum, annars mun vera nokkuö af laxi i ánni. Ég gæti trú- aö, aö á land væru komnir rúm- lega 400 fiskar, en þaö er mun minna en fékkst siöastliöiö ár — þá veiddust 611 laxar. Hins vegar á ég von á þvi, aö þaö náist upp sami laxafjöldi og áriö 1974 og rúmlega þaö. í lok veiðitimabils þess árs voru komnir 414 laxar á land. I sumar voru sett 1,500 niður- göngu-seiöi, en þaö er veiöifélag I Borgarfiröi, sem sér um eldi seiö- anna fyrir eigendur Flókadalsár. Ingvar sagöi, aö þaö væri ekki ákveöiö hversu mikiö magn yröi sett af sumaröldum seiöum I haust. Elliðaár: 146 laxar á fimm dögum Að kvöldi sjötta sept. voru komnir á land 1595 laxar úr Elliöaánum. Um þetta leyti I fyrra voru komnir á land rétt inn- an viö 2000, þannig aö veiöin I dag er um 82% af þvi sem var i fyrra. Veiöin i Elliöaánum var lengi vel i tæpum 50%, en hún tók góöan sprett I ágúst, og hækkaöi sig I 80% og hefur haldið þvi siöan. —Frá 2. til 6. sept. var góö veiöi i ánni, sagöi Friörik Stefánsson, hjá Stangveiöifélagi Reykjavik- ur. —-Þaö komu á land frá 24 til 35 laxar á dag og heildartalan var 146 laxar. Hins vegar þá hef ég ekki handbærar tölur fyrir næstu tvo daga, en ég geri ráö fyrir, aö þetta geti orðiö metvika I ánni. Veíöin i öðrum ám, sem Stang- veiöifélagiö hefur á sinum snær- um hefur veriö frá 70 til 75% miö- aö viö siðastliöiö sumar, sagöi Friörik, — svo aö ég er ánægöur meö Elliðaárnar. En þaö er vætu- tiöin sem hefur gert þaö aö verk- um, aö veiöi i ám félagsins er eins léleg og raun ber vitni. í Borgar- firöi til dæmis, þá hefur verið þar samfelld vætutiö og of mikið vatn i ánum. Hins vegar hefur llka, samkvæmt teljurum, gengið minni lax i árnar en venja er til. Friörik sagði, aö um 1600 laxar heföu veiðzt I Noröurá, sem er nokkru betra en 1974, en þá veidd- ust 1428 laxar I ánni. Aftur á móti er veiðin I ár ekki nema um 75% af veiöinni i fyrra. Af öörum ám, sem Stangveiöifélagiö hefur á leigu, haföi Friörik ekki nákvæm- ar fréttir, en i þeim flestum, ef ekki öllum, mun veiöin i sumar hafa verið lakari en á s.l. ári. ASK Skrifstofustarf Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða starfskraft á skrifstofu. Áherzla lögð á vélritunarkunnáttu. Laun eftir launa- flokki B-7. Umsóknum skal skila fyrir 20. september til rafveitustjóra, sem veitir nánari upp- lýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Þessi merki, sem öll eru heimskunn fyrir gœði bjóðum við viðskiptamönnum vorum (y) PIONEER hljómtæki 3 — 5 ára ábyrgð harman/kardon hljómtæki 3 ára ábyrgð HBL hátalarar 10 ára ábyrgð hátalarar 5 ára ábyrgð ortofon pick-up árs ábyrgð ENPIfE pick-up árs ábyrgð &TDK casettur 8 rása og spólur sjónvörp, ferðatæki, reiknivélar, vasatölfur, hljómtæki 1 — 3 ára ábyrgð <§) KARNABÆR HLJÓAATÆKJADEILD Laugavegi 66 * Sími 2-81-55

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.