Tíminn - 12.09.1976, Síða 6

Tíminn - 12.09.1976, Síða 6
4 ISMINN Swmttéagw n. &eptcrohcr 1»78. Hús prentarafélagsins, Hverfisgata 21, i marz 1976 A Hverfisgötu 18 í Reykjavik ber fyrir augu fallegt hús, sem fljótt vekur athygli vegfaranda. Þetta er stórt bárujárnsklætt timburhús, strágult að lit, með sérkennilegum skreytingum á framhlið og þakbrún. Uppruna- lega var allt skrautið úr tré, en nú úr málmi — ofan þaks. Húsið var byggt árið 1906, og er enn ófúið með öllu, enda til þess vandað. Þiljur þrefaldar og hefilspónatróð á milli. Enginn „tizkuleki” á þaki! í gamla daga voru engar leiðslur ihúsum, kolaofnar voru til upphitunar, steinoh'ulampar til ljósa og vatnið var sótt i læk- inn eða brunninn. Eldri myndin af húsinu mun tekin einhvern tíma á árunum 1908-1912. Gluggar niðri óvenju stórir, eftir þvi, sem þá gerðist, og fjöldi smárúða á stórum fleti á framhliö uppi, enda var þar ljósmyndastofa. A þessari gömlu mynd sést til vinstri gamli steinbærinn Traðarkot, sem núer horfinn fyrir alllöngu. Til hægri sér i þakið á stjórnar- ráðinu, og lengst til hægri Thomsens magasin (sem er horfið). 1 bakgrunni lengst i burtu mótar fyrir gömlu Landa- kotskirkjunni og gamla sjúkra- húsinu. Simalinur voru allar ofanjarðar á þeirri tið, eins og sjá má á þessari mynd. Traðarkot, sem Traðarkots- sund er við kennt, dró nafn af Arnarhólströðum, og er talið reist fyrir 1820. Bjó þar fyrstur Jón Guðmundsson, vestanpóst- ur. Oft var tvibýli i Traðarkoti. — Nú er þarna bilastæði. Steinhúsið Hverfisgata 16 við hiið nr. 18. Myndin tekin I ágúst 1976 Bárujárnsklætt timburhús Hverfisgata 44 Steinhús, Hverfisgata 16, er nú orðið nábúi hússins nr. 18 og sést það á nýju myndinni — sem tekin er á sama stað á Hverfis- götu. Um húsið Hverfisgötu 18 hef- ur Jóhann G. Ólafsson gefið upplýsingar og léð gömlu mynd- ina. Húsið létu þeir Pétur Brynjólfsson kgl. hirðljósmynd- ari og Gestur Einarsson um- boðssali reisa árið 1906. Bygg- ingarmeistari var Magnús Th. S. Blöndal, er mörg hús teiknaði og sá um. 21. júni 1906 afsalar Hannes Hafstein ráðherra Pétri Brynjólfssyni ljósmyndasmið i Reykjavik97 ferálna lóðarsvæði úr Arnarhólstúni að sunnan- verðu við Hverfisgötu fyrir 485 krónur. 15. júli 1915 eignast Ólafur G. Eyjólfsson kaupmaður og skólastjóri verzlunarskóla Is- lands, eignina. Kaupverð var 20 þúsur.dkrónur. Seinna eignaðist byggingarfirmað Danske Lloyd i Kaupmannahöfn húsið, og sið- ar seldi það eignina núverandi eiganda — Jóhanni Ólafssyni og Co —7. mai 1930 fyrir 65 þúsund krónur. Húsið var i töluverðri niðurníðslu um þetta leyti og fóru fram umfangsmiklar við- gerðir og breytingar á þvi m.a. var innréttuð varahlutaverzlun á neðri hæðinni. Svalir voru teknar af, inngarigi breytt og dyrum lokað á gafli. Hafði Ein- ar Sveinsson húsameistari um- sjón með þessum breytingum. Eftir byggingu Þjóðleikhúss- ins (það var vigt 1950, en haföi verið lengi ismiðum) var skipu- lagi bæjarins breytt, og ,,Ind- riðatorg” ráðgert á lóðinni Hverfisgötu 18, o.fl. lóðum i kring, gegnt leikhúsinu: Þótti þvi ekki eyðandi miklu fé i við- hald og húsið komst i niður- niðslu á nýjan leik. Upp úr 1969 var endurbygging hafin og smám saman gert við húsið hið innra, og i ár var tekið til við málun og viðgerðir utan- húss.Langt er nú siðan hætt var við Indriðatorg, og nú nýlega komst húsin endanlega á sinn stað aftur, samkvæmt skipulagi borgarinnar. 1974 flutti Jóhann Ólafsson og Co úr húsinu og inn i Sundaborg, og er húsið nú leigt ýmsum fyrirtækjum, svo sem útvarps- og sjónvarpsvið- gerðarstofu, bilasölu, Hinu is- lenzka ihugunarfélagi, og þar er arkitekta- og verkfræðinga- stofa. Hinum megin Hverfisgötu, við hlið Þjóðleikhússins, stend- ur annað aldrað sérkennilegt hús, þ.e. hús prentarafélagsins, áður kennt við Jón Magnússon forsætisráðherra, en þar bjó hannlengi. Það er reist úr steini og stendur i laglegum urta- garði, er Arngrimur Ólafsson prentari málari annaðist lengi með prýði. Smárúðugluggarnir á efri hæð og brúnu tiglarnir gefa húsinu skemmtilegan svip. Myndin er tekin snemma vors. Loks er hér vetrarmynd af bárujárnsklædda timburhúsinu, bækistöð Visis, Hverfisgötu 44. Snær á jörðu, grýlukerti hanga niður úr þakskeggi. Hafa marg- ir listamenn reynt að likja eftir þvi skrauti. Ilverfisgata 18 um 1910

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.