Tíminn - 12.09.1976, Side 25

Tíminn - 12.09.1976, Side 25
Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 25 ur verið þarna og tóku m.a. þétt i henni Ná.ttúruvernarráð Bret- lands og allmargar deildir við ýmsa háskóla. Sjónvarpað var beint frá hæðinni þannig að fólki gafst færi á að fylgjast með þvi sem fram fór. Magnús Magnús- son var þulur og skýrði það sem fram fór áhorfendum til glöggvunar. Hann kom þar með þá tillögu að Silbury gæti verið stærsta kuml sem til væri frá bronsöld og að fyrr eða siðar kæmi i ljós að þetta væri konung- legur grafreitur með óvenjulega miklu haugfé. Uppgröfturinn stóð frá april 1968 til ágúst 1969. Leið- angursmenn fundu ut heilmikið um hæðina sjálfa. Hún er byggð með svo mikilli nákvæmni að furðu vakti. Aftur á móti eru þeir litlu nær um tilgang hennar, en enn er þó verið að vinna úr gögn- um á rannsóknarstofu. Kolefn- is-aðferðin var notuð til að á- kvarða aldur og samkvæmt niðurstöðum hennar, er hæðin frá þvi 2800 f. Kr. og þvi ekki siðan á bronsöld, heldur var hún reist af fólkinu, sem bjó þarna á nýju steinöld og stundaði kvikfjárrækt og bjö til leirpotta með ávölum botni. Eina ilátið sem fannst við uppgröftinn var innsigluð krús og i henni voru ýmsar ritaðar heimildir, kvæði og almanak frá leiðangrinum 1849. Prófessor Atkinson hefur ekki enn lokið við skýrslu sina úr leiöangrinum og er ekki búizt við henni fyrr en að minnsta kosti tveim árum liðn- um. Michael Dames, sem I þá tið var kennari i Swindon, haflii fylgzt með uppgreftrinum allan timann og sá hvernig allt var að reka I strand, — ekkert kom fram sem varpaði ljósi á málið. Var þetta allt sem hægt var að segja um hæðina hugsaði hann. Siðan á- kvað hannaðvinna að rannsókn á þessu upp á eigins spýtur með að- stoð nemenda sinna. Michael Dames er 38 ára að aldri með masterpróf i landa- fræði og fornleifafræði frá há- skólanum i Birmingham og að auki listamaður. Hann sér Sil- bury hæðina sem lykilinn að þvi að ráða gátu fornaldarinnar. í hans augum er hún merkilegt tákn: Gyðjunnar miklu,tákn frjósemi og miðdepillinn að lifi manna á þessu tima. Hann telur að hæðin sjálf sé kviður þungaðr- ar konu séð i prófil að ofan. Gyðjan situr i fæðingarstöðu, —■ sem þekkt er meðal ýmissa frum- stæðra þjóðflokka enn i dag — og er að fæða. Mjöðm hennar, höfuð, háls og brjóst eru afmörkuð af gryfjum sem þarna eru i kring. Og á uppskeruhátiðinni, þegar máninn er i ákveðinni stöðu gagnvart jörðu og kornið stendur tilbúið fyrir uppskeruna, elur Gyðja afkvæmi sitt. Þetta er það sem i augum Micháels Dames er fjársóður Silbury, opinberun á fornum trúarbrögðum sem náðu yfir allt lif, land og náttúru. Prófessor Atkinson er ekki sam- þykkur þessu. Það er bara tima- sóun að vera að tala um trúar- brögð fornaldar segir hann, þvi að það er einfaldlega engin vitn- eskja um þau, engar ritaðar heimildir. Við getum ekki gert ráð fyrir neinu nema það að lik- legt er að fólkið hafi á þessum tima trúað á lif eftir dauðann, að- eins vegna hlutanna, sem finnast grafnir með þeim dauðu. — Þá verðurðu að lita á það á annan hátt, segir Dames. — Ef þú imyndar þér þjóðfélag án rit- máls, og ef fólkið hafði einhverjar djúpar tilfinningar lét það þær i ljós á annan hátt. Þjóðháttar- fræðingar aðhyllast þá skoðun æ meir, að öll verk þessara manna, smáhlutir og byggingar endur- spegli heimspeki þeirra,ogþað er þess vegna sem ég trúi þvi að Sil- bury sé annað og meira en fornt minnismerki. Þegar Silbury var reist, var á öllu Bretlandi og reyndar viðar á fornöld dýrkað goð i kvenliki. Sannanir fyrir þessu segir hann liggja i þúsundum litilla kvenlik,- neskja frá fornöld, úr leir, bein- um eða steini, sem finnast um gjörvalla Evrópu og Mið-Austur- lönd. Flestar þeirra eru litlar, feitar i sitjandi stellingu. 1 bók- inni „Dawn of the God”, ritaði Jacquette Hawkes: — Fornbændaþjóðfélög virðast Það er óneitanlega svipur með þessum tveim myndum. Sú til hægri er einkennandi kvenlikneski frá fornöld, en sii til vinstri eru útlinur Silbury og skurðanna. Silbury er tákn frjósemi. Hæðin sjálf er kviður gyöjunnar en skurðirnir i kring mynda háls, mjaðmir, brjóst og bak. hafa lagt áherzlu á að dýrka frjó- semi og lifskapandi öfl, túlkuð með kvenmyndum. Allt fram á þessa öldhéldu Irar upp á fyrstu kartöfluuppskeruna I ágúst með hátiðahöldum og i gömlum rituð- um heimildum ertalaðum ágúst- mánuð sem „Bron Trogain” — árstiðin þegar jörðin tekur til starfa. Þetta er uppskeruhátiðin. Við uppgröftinn 1967 fundust i hæðinni vængjaðir maurar, sem aðeins fljúga i ágúst. Það bendir til þess að byggingin hafi hafizt á uppskerutimanum. Dames lætur ekki staðar numið iskýringum þarna. Hannbendir á að margir slikir haugar finnist á Bretlandi og flestir þeirra séu frá svipuðum tima þ.e. bronsöld eða steinöld. Hann kallar þessar undarlegu hæðir uppskeruhæðir. Hæðir þessar eru venjulega i tengslum við á eða uppsprettu og svoer einnig með Silbury. Það er Swafiohead, þverá i Kennet. Þeg- ar Stukeley kom til Silbury árið 1723, uppgötvaði hann að fólkið, sem bjó á þessum slóðum bar enn lotningu fyrir ánni og bar vatnið úrhenni upp á topp hæðarinnar til helgidrykkju. A uppskeruhátlð- inni, þegar tungl er fullt fór fólkið að horfa á Gyðjuna fæða. Svo virðist sem svalir hafi verið byggðar rétt fyrir neðan tindinn ogaðþaðanhafifólkiðhorft Þeg- ar tunglið kom upp á himninum mynduðust ákveðin form úr hæð- unum ánni og gryfjunum. Viss punktur i skurðunum er fæðing- aropið á Gyðjunni. Tunglbirtan fellur fyrst á mjaðmir og hné myndarinnar og um miðnætti á barnið, sem er afmarkað á milli tveggja upphækkaðra vega upp að hæðinni. Þegar máninn færist upp yfir ána, snertir hann brjóst konunnar. — Barnið verður að drekka, og þá getum við tengt þetta þjóðsögunni sem segir að hæðin hafi verið reist á meðan verið var að flóa mjólk. — Nýja kornið var tílbúið og uppskeran gat hafizt. Segjum svo að þessir upphækk- uðu vegir sem áttu að afmarka barnið hafi aöeins verið brú fyrir vagna og fólk til að fara yfir skurðina á leið i vinnu, var eitt andsvar sem Dames fékk. Viö þvi sagði hann. — Vissulega gæti það hafa átt sér stað, en hvers vegna skyldi eldii hagnýt tækni vera grundvöllur að trúarlegum hug- myndum? Hvers vegna að að- skilja þetta tvennt? Þessu veitist mörgum fornleifafræðingum illa að kyngja. Helber vitleysa segir prófessor Glyn Daniel einn af virtustu fornleifafræðingum Bretlands. Ég tel að þetta sé stærsti haugur i heimi. byggður af manna höndum og að ekkert annað sé um hann að segja. — Prófessor Atkinson tekur einn harða afstöðu gegn þessu. — Leyndardómar Silbury gæðarinn- ar eru óleysanlegir og munu ætið veröa. Michael Dames mun liklega fá fáa stuðningsmenn að kenning- unni. En þegar við heyrum að hæðin sé aðeins fornminjar sem ekkert sé hægt að segja um, hvarflar hugurinn ósjálfrátt að kenningum Dames. Og á meöan við erum frjáls að standa og horfa á mánann rlsa yfir hæðinni, get- um við látlð imyndunaraflið fljúga. (JBþýddi) BÍLALEIGAN EKILL Ford Bronco Land-Rover Blazer Fíat VW-fó!ksbílar Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin LOFTLEIÐIR ss. BÍLALEIGÁ -IT 2 1190 2 11 88

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.