Tíminn - 12.09.1976, Qupperneq 26
26
TtMINN
Sunnudagur 12. september 1976.
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — K
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDÍR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
(i --"
HORNIÐ
KVIKMYNDA
Tilgangslaus,
illa gerð, léleg
í alla staði
og heimskuleg
Umsjónarmaður
__Holldór 1
Valdímarsson
í ofanálag
Austurbæjarbió:
Ást og dauði i kvennafangels-
inu.
Aðaihlutverk: Eva Czemerys,
Anita Strindberg.
Þaö er nokkuö misjafnt hve
mikiö kvikmyndaframleiðendur
leggja á imyndunarafl og innlif-
unarhæfileika áhorfenda sinna.
Sumir þeirra stefna aö þvi aö
skapa kvikmyndaleg verk, sem
standa óhögguð frammi fyrir
hverjum og einum, gefa litið
sem ekkert svigrúm til afleiö-
inga — standa sem ákvarðaöur
söguþráöur og segja söguna
alla. Aörir vilja veita áhorfand-
anum heimild til aö sveigja sög-
una nokkuö aö sinum eigin vilja,
með þvi að útkljá ekki alla þætti
hennar i kvikmyndinni sjálfri.
Þriöji hópurinn er svo sá, sem
treystir á imyndunarafl og hug-
myndaauögi áhorfandans til
þess að gera kvikmynd aö heil-
steyptu verki. I þeim hópi eru
framleiöendur kvikmyndar
þeirrar, sem Austurbæjarbió
hefur nú til sýningar og auglýsir
sem æsispennandi og djarfa. Til
þess aö njóta kvikmyndarinnar
að einhverju leyti, verður áhorf-
andinn aö hafa imyndunaraflið
á fullu frá upphafi hennar til
enda — ekki til þess að fylla
söguþráöinn, heldur til þess aö
breiöa yfir þaö, hve illa myndin
er gerö, hve heimskuleg hún er
og algerlega laus viö innihald.
Með góöum vilja mætti vafa-
laust horfa á form þau, sem
birtast á hvlta tjaldinu, og
spinna þau saman I einhvers
konar samhengi, þannig aö
ánægja væri af, en án þess vilja
er ekkert upp úr þvl aö hafa aö
sjá hana.
Tvær flugur i einu
höggi
Söguþráður kvikmyndar
þessarar ber það meö sér, aö
ætlunin hefur veriö aö slá tvær
flugur i einu höggi. Það er líkt
og handritshöfundur og aörir
aöstandendur myndarinnar hafi
ekki getað gert þaö upp viö sig,
hvort framleiöa skyldi glæpa-
mynd eða klámkvikmynd og þvi
hafi þeir einfaldlega reynt aö
gera hvort tveggja I einu.
Söguþráðurinn byggist á þvi,
að „mafíósar” á ltallu glata
tuttugu kilóum af herólni, sem
átti aö vera á leiö til Bandarlkj-
anna, um Sviss. Þeim er auövit-
aö mikiö I mun aö ná þessu til
baka, sem von er, og beita til
þess þeim ráöum, sem þeim eru
tiltæk.
Vandamál þeirra eru stór og
mikil, þar sem maöurinn, sem
kom herólninu undan, er dauö-
ur, unnusta hans I fangelsi og
aðrir viröast ekki geta gefiö
upplýsingar um málið. Þeir
reyna þó aö komast aö hinu
sanna meö þvl aö pynta einn af
stóru maffósunum til sagna, en
gengur treglega. Aö lokum
drepst hann svo i höndunum á
þeim, án þess aö hafa gefiö upp-
lýsingar, sem aö gagni mættu
ko ma. •
Þá er enginn eftir nema unn-
ustan I fangelsinu, sem þeir
hafa raunar þegar beitt sér
nokkuð viö frá upphafi. Þeir
hafa aðgang aö henni gegnum
lögfræöing hennar, sem hún aö
vfeu fæst ekki til að tala viö, en
beita jafnframt öörum, óvægn-
ariaðferöum, sem þeim viröast
tiltækar gegnum fangaverjur
þær, sem gæta hennar og sam-
fanga hennar.
Tilraunir mafiósanna og aö-
stoöarfólks þeirra til aö pynta
stúlkukindina til sagna drukkna
þó aö mestu i lýsingum kvik-
myndarinnar á Ufi og tilveru
fanganna i kvennafangelsinu.
Þar er að sjálfsögöu margan
misjafnan sauö aö finna, en all-
ar viröast þær þó eiga eitt sam-
eiginlegt áhugamál, sem tekur
mestan tima þeirra og svo til
alla krafta, þaö er kynllf.
I fyrsta lagi er, að sjálfsögðu,
til staöar aö minnsta kosti ein
kynvillt fangaverja, sem hefur
unun af aö kvelja þær afbrota-
kvennanna, sem ekki vilja
leggjast með henni. 1 ööru lagi,
jafn mikiö aö sjálfsögöu, er til
staðar glæsikvendi, sem er aö
afplána langan dóm og hefur
náö öllum völdum yfir samföng-
um sinum — og fangaverjunum
— I sinar hendur. I þriöja lagi,
sem ég veit ekki hversu sjálf-
sagt er, viröist kynlifsskortur-
inn kvelja konurnar I fangelsinu
svo, aö þær veröa aö sýna
fangaverjunni og „yfirfangan-
um” undirgefni til þess aö fá
tækifæri til aö svala fýsnum sin-
um.
Hver senan rekur aöra i þessu
tilliti. Sumar kvennanna reyna
aö nota sina eigin fingur til aö
svala sér. Aörar leita til sam-
fanga sinna og eiga meö þeim
langdregna og ákafa ástarleiki.
Þriöji hópurinn reynir aö
smygla karlmönnum inn til sln,
eöa jafnvel leita til fangelsis-
Vlæknisins, sem viröist allur af
vilja geröur til aö hjálpa þeim.
Inn I þetta allt saman bland-
ast svo ein sorgarsaga um trU-
aða stUlku, sem I slfellu þylur
Mariubænir, önnur sorgarsaga
um stúlku, sem biöur og vonar
til einskis, afkáraleg saga af
konu, sem er brennuvargur, auk
annars, sem hefur mismikinn
tilgang i myndinni, eöa öllu
heldur mislítinn.
Þegar allt er svo samanhrært
— bardagar maflósanna, pynt-
ingar á föngum I fangelsinu,
kynllf fanganna, sem er ákaf-
lega fjölbreytilegt, valdabar-
átta meöal fanganna, raunir
hverrar og einnar stúlku, þáttur
bandariskra maflósa, mótmæli
og slagsmál i fangelsisgaröin-
um og annaö þaö sem af ein-
hverjum ósýnilegum ástæöum
hefur þótt hæfa aö sýna I kvik-
mynd þessarri, þá er til oröinn
grautur, sem alls ekki er horf-
andi á.
Fyrir utan allt annað
Fyrir utan allt annaö er svo
kvikmynd þessi einstaklega illa
gerö. Leikur I henni er fádæma
illa af hendi inntur og þaö svo,
aö leikarar viröast engan áhuga
hafa á viðfangsefni slnu.
Handrit myndarinnar er gjör-
samlega stefnulaust. Inn i þaö
er fléttað atriðum, sem engan
tilgang hafa, leiða ekki til neins
og sýna nánast ekkert. Botn
fæst enginn í þvi, og þótt þaö aö
lokum leiöi til nokkurs konar
niðurstööu, þá fer ekki hjá þvi,
aö áhorfandinn einfaldlega
hristi höfuðið.
Sem dæmi má nefna, að I
slagsmálum þeim, sem eiga sér
staö milli einstakra mafíósa, er
ekki einu sinni látiö svo litiö aö
gera höggin sæmilega sannfær-
Framhald á bls 39.