Tíminn - 12.09.1976, Side 34
34
TÍMINN
Sunnudagur 12. september 1976.
Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga:
Landshlutasamtökin eiga að vera
þjónustuaðili og mdlefnalegur
vettvangur fyrir heildina
A UNDANFÖRNUM árum hafa
landshlutasamtökin gegnt æ viða-
meira hlutverki. Öhætt mun að
fullyrða, að landsbyggðin hefur
náð lengra sameinuð innan sam-
taka, eins og eru t.d. á Vestfjörð-
um, Norðurlandi og Austfjörðum.
A fundum þeirra eru málin rædd
og afstaða tekin gagnvart at-
vinnumálum, samgöngumálum
og svo mætti lengi telja. Ná-
grannakrytum og óheilbrigðri
togstreitu er ýtt til hliðar, en
hagsmunir heildarinnar bornir
fyrir brjósti.
Hins vegar hafa landshiuta-
samtökin, eða einstakir aðilar
innan þeirra, sætt nokkurri gagn-
rýni vegna afstöðu sinnar t.d.
gagnvart lagasetningum um
landshlutasamtökin. Að frum-
kvæði samtaka sveitarfélaga
hefur frumvarp verið flutt til laga
um stöðu sveitarfélaga, en ekki
náð fram að ganga. Fyrir marga
er það lika spurning hvort slik
löggjöf væri ekki skaðleg fyrir
skipulag samtakanna. Þ.e. yrðu
ekki landshlutasamtökin aðeins
einn liður i' stjórnkerfi rikisins, en
ekki frjáls ogóháð samtök eins og
þau eru nú i dag?
Til aö ræða litillega um lands-
hlutasamtökin, fékk Tiininn til
Uðs við sig Askel Einarsson,
framkvæmdastjóra Fjórðungs-
sambands Norðlendinga, en það
samband hefur á margan hátt
verið brautryðjandi, og eru önnur
landshlutasamtök mikiö farin aö
tileinka sér starfshætti þess. Við
spuröum Askel fyrstaf öllu, hvort
hann teldi að lögfesta ætti lands-
hlutasam tökin.
— Margir forystumenn lands-
hlutasamtakanna hafa lagt á það
ofurkapp að lögfesta eigi lands-
hlutasamtök sveitarfélaga. Þeir
hafa lika efnt til umræðna, ótima-
bærra vildi ég segja, áður en þau
hafa haft tækifæri til að sýna gildi
sitt. Svo virðist sem sum lands-
hlutasamtök hafi haldið að sér
höndum i starfi, og biði eftir þvi,
að þeim verði trónað i stjórnar-
kerfinu með lögfestingu. Þetta er
iila farið og hefur jafnvel sett til-
veru landshlutasamtakanna i
hættu. Það skal ekki dregið i efa,
að það er óeðlilegt, að ekki séu i
sveitarstjórnarlögum ákvæði um
landshlutasamtökin. En þetta
þarf ekki aö standa framgangi
þeirra fyrir þrifum, ef þeim tekst
i senn að verða leiðandi afl i sin-
um landshluta fyrir sveitarfélög-
in, og félagslegur aflvaki um
mótun byggðarstefnu, en á þessu
sviði er óunnið mikið starf.
Það fer eftir árangri á þessu
sviði, hvort landshlutasamtökin
löghelga sér stöðu og rétt I þjóðfé-
laginu, svo aðekkiverðurhægt að
sniðganga viðurkenningu þeirra,
þegar staða sveitarstjórna er á-
kveðin I lögum. Fyrir Fjórðungs-
samband Norðlendinga er þetta
ekki ný vitneskja. Það átti 30 ára
starfsafmæli á siðasta ári, sem
baráttuvettvangur I byggðarmál-
um Norðlendinga. Nú á fjóröa
áratugnum leggur það enn meiri
áherzlu á félagslega þáttinn og
sjálfstæðan málefnaundirbúning
en oft áður. Þrjátiu ára reynsla
sannar, að sambandið verður að
treysta á eigin störf og gildi
þeirra fyrir Norölendinga. Það er
sú löggilding, sem skiptir öllu
máli.
Askell Einarsson. — Timamynd:
ASK
Á að Ieggja niður
sýslurnar?
— Gætu landshlutasamtökin
komið I stað þess fyrirkomulags á
sýslum, sem við búum við i dag?
— Við erum nú búnir aö fá um
það bil aldar reynslu af lýðræðis-
legri sveitarstjórn á Islandi. Sú
gamla mynd, sem hið upphaflega
sveitarstjórnarskipulag speglaði,
er brotin. ömtin, sem voru full-
trúaráð sýslnanna með rikisskip-
uöum embættismanni, voru lögð
niður 1907. Kaupstaðirnir, þar
sem bæjarfógeti var i senn odd-
viti bæjarstjórnar og fram-
kvæmdastjóri, þróuðust til lýö-
ræðislegri stjórnarhátta, með
kjörnum bæjarstjóra, þar sem
slitin voru bein tengsl við rikis-
kerfið. Sýslunefndirnar starfa
enn I upphaflegri mynd, þar sem
sýslumaður er I senn oddviti
sýslunefndar og framkvæmda-
stjóri. Þessi stutta lýsing sýnir,
aðfyrstféllu ömtin úr fatinu, sem
voru fasttengd embættiskerfinu.
Sýslurnar, sem enn eru i tengsl-
um við embættiskerfiö, hafa si-
fellt veriö að missa eitthvað af
hlutverki sinu. Aftur á móti
blómgast kaupstaðakerfið eftir
að rofin voru tengslin við rikis-
kerfið.
Hin beinu tengsi sýslnanna viö
embættiskerfi rikisins hefur
dregið úr hlutverki þeirra gagn-
vart sveitarfélögunum. Hins veg-
ar sýnir það engan veginn að
sýslufélögin séu óþörf. Það væri
röng stefna aö afnema þær eins
ogömtin. Eftilvill færi eins ognú
er raunin að landshlutasamtökin
kæmu i stað amta. Ef sýslunefnd-
ir væru afnumdar munu koma ný
héraðssamtök i þeirra stað. Staö-
reyndin er þvi sú, að landshluta-
samtökin voru ekki stofnuð til að
leysa sýslunefndir af hólmi, þau
eru sameiningarsamtök héraðs-
svæða innan landshluta, eins og
ömtunum var ætlaðhér áður fyrr.
Nauðsynlegt að endur-
skipa sýslufélagaskipu-
lagið
— Þaö er hins vegar hverjum
manni ljóst, að sýslufélagaskipu-
lagið riðar til falls, nema að það
sé endurskipuiagt, með virkri
þátttöku sveitarstjórnanna
sjálfra á viðkomandi héraös-
svæði. t þvi sambandi má geta
þess, að Fjórðungssambandiö
hefur lagt á þaö áherzlu, að svæði
sýslufélaganna verði endurskipu-
lögð og sniðin með tilliti til eðli-
legs þjónustusvæðis við héraðs-
kjarna. Þá hefur sambandið lagt
tÚ, að kaupstaöirnir verði aðilar
að hinum nýju starfsnefndum.
Sýsluneindirnar skipi fulltrúar
sveitarstjórna eftir sömu reglum
og fulltrúar til fjórðungsþings.
Hver sýslunefnd kjósi sér 3-5
manna sýsluráö. Sýslunefndum
sé heimilað að ráða sér fram-
kvæmdastjóra. Verkefni sýslu-
nefnda verði öll samstarfsverk-
efniá sveitarstjórnarstigi á svæð-
inu. Þær samræmi verkefni sveit-
arstjóra, komi á fót og starfræki
sameiginlega þjónustu og stofn-
anir fyrir héraðssvæðin að ein-
hverju eða öllu leyti.
— Gæti þetta komið til góða
fyrir minni sveitarfélög?
— Já, ef sýslurnar tækju enn-
fremur að sér þjónustustörf i
stjórnsýslu fyrir oddvita þeirra
sveitarfélaga sem eru tiltölulega
litil.En það, sem ég hef drepið á i
þessu sambandi, er llka lykillinn
aö raunhæfu samstarfi milli
sveita og þéttbýlis. Með fyrir-
komulagi sem þessu geta sýsl-
urnar komið á vaxandi hag-
kvæmni og stórbættri þjónustu,
vegna sveitarfélaganna og Ibúa
þeirra. Það er ljóst að landshluta-
samtökingeta ekki leyst slik hér-
aðsbundin verkefni, nema að
stofna til röskunar innan lands-
hlutans og misræmis á milli hér-
aðssvæöa. Landshiutasamtökin
eiga ekki að vera framkvæmda-
aðili, vegna sveitarfélaga á hér-
aðsvettvangi, heldur þjónustu-
aðili og málefnalegur vettvangur
fyrir heildina.
Minni áhugi á endur-
skipulagningu sýslu-
nefnda, þar sem þær eru
dottnar úr samhengi við
sveitarfélögin
— Er alls staðar jafnmikill á-
hugi á þvi að endurskipuleggja
sveitarfélögin?
— Nei, eðlilega er hann mis-
mikill. Þar sem sýslunefndirnar
eru dottnar úr samhengi við
sveitarfélögin er hann tiltölulega
litill. Þar sem þetta hefur komið
fyrir blasir viö sú hætta, að lands-
hlutasamtökin neyðist til að taka
að sér hlutverk samstarfssveitar-
félags og knýja saman landshlut-
ann i eitt héraðssvæði — utan um
einn þéttbýlisstað. Þessi þróun
blasir við á Vesturlandi, Suður-
landi og jafnvel á Vestfjörðum og
Austfjörðum. Gallinn viö þróun
sem þessa er sá, að jaðarsvæðin
verða útundan við uppstokkun-
ina. Hins vegar er allsendis ótæk
sú þróun, sem hefur átt sér stað á
Suðurnesjum.
Þáttur Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga
— Ef sýslunefndir yrðu endur-
skipulagðar, hvert yrði þá hlut-
verk Sambands isl. sveitarfé-
laga?
— Það, sem skilur á milli á
vettvangi sveitarstjórnarmála
er, hvort sveitarfélögin skuli fást
við fagleg verkefci eða láta sig
varða ýmiss konar byggöamál-
efni. Hlutverk Sambands isl.
sveitarfélaga er að annast hvers
konar málefni, sem varðar stöðu
sveitarfélaga, rekstur þeirra,
tekjuöflun og samskipti innan
stjórnkerfisins. Hins vegar er það
ekki hlutverk Sambandsins að
fást við atvinnumál, áætlanagerð
og ýmiss konar rekstur sveitarfé-
laganna i sambandi við atvinnu-
hagsmuni Ibúanna. I þessum efn-
um hlýtur að myndast verka-
skipting á milli landshlutasam-
takanna annars vegar og Sam-
bands Isl. sveitarfélaga hins veg-
ar.
Meginhluti Sambands isl. svéit
arfélaga er að verða baráttuvett-
vangur á landsvisu, en lands-
hlutasamtakanna einna sér eða i
sameiningu, að vinna að byggða-
þróunarmálum, sem ekki ná til
alls landsins. Þetta sýnir á ljósan
hátt, að bæði landshlutasamtökin
og Samband isl. sveitarfélaga
gegna samofnu hlutverki fyrir
sveitarfélögin. Það, sem þarf að
gerast, er að skapa verður beinni
tengsl á milli landshlutasamtak-
anna og Sambands fel. sveitarfé-
laga. Það verður bezt gert með
þvi að aðalfundir landshlutasam-
takanna kjósi fulltrúa i fulltrúa-
ráð Sambands fel. sveitarfélaga.
Jafnframt þvi fá fulltrúaráð
sveitarfélaganna sömu stöðu
gagnvart Alþingi og rikisstjórn
eins og t.d. Búnaðarþing.
En sumir halda þvi eflaust
fram að núverandi félagsskipulag
sveitarstjórnarkerfisins sé yfir-
hlaðið, ogað sýslurnar séu óþarf-
ar, með stofnun landshlutasam-
takanna. Enn aðrir benda á, að
með þvi að efla sýslurnar sé
landshlutasamtökunum ofaukið.
Ég tel mig hins vegar hafa fært
rök að þvi, að hvorki sýslur eða
landshlutasamtök geti leyst hina
félagseininguna af hólmi. Megin-
leiðin til að auka valddreifinguna
i þjóðfélaginu er að efla sveitar-
stjórnarstigið, bæði i heild og i
hinum einstöku byggðarlögum.
Efling samtaka sveitarfélaga
verður að fýlgja breytilegum
stigum samstarfsverkefnanna.
Sveitarfélagskerfið byggir á þeim
grundvelli, að stærð sveitarfélaga
skuli ráðast af skiptingu landsins
i byggðarlög, en fylgi ekki höfða-
tölu. Verði kippt stoðum undan
félagsuppbyggingu sveitarfélag-
anna, blasir ekkert annað við en
sameining sveitarfélaganna, sem
strfðir gegn byggðakennd viða
umlandið. Þaðer nauðsynlegt, að
menn gerisér þetta almennt ljóst,
þegar rætt er um endurskoðun
sveitastjórnarkerfisins. Mönnum
er að verða ljóst, að sveitarfélög-
in verða að fylgja landsháttum,
og hinir mörgu dreifðu og smáu
einingar efla mest mátt sinn með
samtökum. Þetta á að verða
kjarninn i þeirri endurskoðun,
sem nú er stefnt að.
Starf landshlutasamtak-
anna hefur borið góðan
ávöxt
— Að lokum Askell, gætir þú
nefnt nokkur atriði sem náðst
hafa vegna starfs landahluta-
samtakanna?
— Það er eðlilega ljóst, að erf-
itt er aö færa sönnur á árangur af
félagslegri baráttu samkvæmt
mælistiku, en ef nefna ætti áþreif-
anleg dæmi um einstök efnisatriði
skal m.a. bent á: Lagasetningu
um byggingu 1000 leiguibúða á
vegum sveitarfélaga. Lagasetn-
ingu um aukaframlag úr Jöfnun-
arsjóði til að jafna aðstöðu. A-
kvæðin um 25% af þéttbýlisvega-
fé til sérstakra verkefna. Breyt-
ingar á g jaldskrá slmans til jöfn-
unar. Fyrir baráttu landshluta-
samtakanna er unnið að undir-
búningi landshlutavirkjana. Við
setningu byggðarlaga er rætt um
nýskipan svæðabyggingarfull-
trúa. Það er fásinna að halda þvi
fram, að aðrir aðilar hafi ekki átt
hlut að þessu máli, en staðreynd-
in er þó sú, að mjög mörg þessara
mála hafa verið kynnt fyrir al-
þingismönnum á samstarfsfund-
um með fulltrúum landshluta-
samtakanna. Hvað sem þessu liö-
ur er það tvimælalaust mesti ár
angurinn af starfi samtakanna,
að það hefur tekizt að vekja
landsbyggðina til vitundar um
stöðu sina og baráttu, sagði As-
kell Einarsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Norð-
lendinga að lokum.
Raunvisindastofnun Háskólans óskar að
rdða skrifstofumann
karl eða konu, nú þegar.
Nauðsynlegt er að umsækjandi sé vanur
vélritun og hafi kunnáttu i tungumálum.
Laun skv. kjarasamningi opinberra
starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar I sima 21340 kl.
10-12 næstu daga. Umsóknir með upplýsingum um mennt-
un, aldur og fyrri störf sendist Raunvisindastofnun Há-
skólans, Dunhaga 3, fyrir 22. september n.k.
Birgðastýring —
sérfræðingur
Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir
að ráða starfsmann til að vera tengiliður
milli starfsemi hinnar nýju Birgðastöðvar
Sambandsins og þeirrar úrvinnslu, sem
ætlað er að fari fram i skýrsluvélum.
Meginverkefni eru birgðastýring og tengsl
hennar við önnur verkefni. Menntun á
þessu sviði svo og nokkur þekking á tölvu-
vinnslu nauðsynleg. Umsóknir ásamt upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf send-
ist starfsmannastjóra, sem gefur nánari
upplýsingar, fyrir 20. þessa mánaðar.
Samband isl. samvinnufélaga.