Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 1

Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Norska kauphöllin Laxinn sækir til Noregs Saga Jarðborana skoðuð Borfyrirtæki kveður Kauphöllina Tími jólabónusa Kökunum skipt Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 30. NÓVEMBER 2005 – 35. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Meira virði | Greiningardeild KB banka hvetur hluthafa í Jarðbor- unum til að ganga ekki að líklegu yfirtökutilboði Atorku Group sem hefur eignast meira en helming hlutafjár í Jarðborunum. Segir upp 100 | Bakkavör Group mun segja upp hundrað manns á skrifstofu félagsins í Bretlandi sem hluti samþættingar- og hag- ræðingaraðgerðum í kjölfar yfir- töku á Geest Ltd. Gott uppgjör | Sterk króna setur mark sitt á afkomuna hjá HB Granda sem hagnaðist um 585 milljónir á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður var 78 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hafnar samruna | Kauphöll Ís- lands ætlar ekki að hefja sam- runaviðræður við norrænu OMX- kauphallirnar en OMX leitaðist eftir samruna Kauphallarinnar við samstæðuna. Kaup frágengin | Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutabréf- um í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA. Er þetta liður í uppbyggingu bankans í Noregi. Lýsir áhyggjum | Í umsögn Royal Bank of Scotland um KB banka var bent á að bankinn er mjög háður lánsfjármörkuðum um fjár- mögnun. Stærstur í Scribona | Banda- ríski fjárfestirinn David Marcus er orðinn stærsti hluthafinn í sænska fyrirtækinu Scribona. Straumur-Burðarás á um sautján prósent í félaginu. Vextir óbreyttir | KB banki hefur ekki tekið neina ákvörðun um að hækka vexti íbúðalána og eru íbúðalánavextir bankans áfram 4,15 prósent. Nike frá Austurbakka Austurbakki ætlar að selja frá sér íþróttadeildina og víndeild- ina. „Íslandsbanki hefur séð um söluna fyrir okkur en það er ekki búið að ganga frá henni,“ segir Margrét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Austurbakka. Þekktasta vörumerki Austur- bakka í sportvörunum er tví- mælalaust Nike en samstarf fyr- irtækjanna nær tvo áratugi aftur í tímann. Nike náði sterkri mark- aðsstöðu snemma á 10. áratugn- um þegar NBA-æðið var í há- marki og hefur haldið stöðu sinni síðan. „Þetta er flott merki og hefur allt með sér,“ segir hún. Ástæðan fyrir sölunni er sú að um áramótin sam- einast Austurbakki, Icepharma og Ísmed í eitt, stórt heildsölufyrir- tæki á heilbrigðismark- aði og vilja stjórnend- ur félagsins einbeita sér að lyfjasölu og lækningavör- um. Áætluð velta hins nýja félags er um fjórir milljarðar króna á ári. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði er gagnrýnt að sjóðurinn hóf að kaupa lánasamninga banka og sparisjóða og skil- greindi það sem hluta af áhættustýringu sinni án þess að tilkynna það markaðsaðilum. Tekur Ríkis- endurskoðun ekki beina afstöðu til þess hvort þessi lánasamningar, sem nema tugum milljarða króna, hafi verið í samræmi við lög og reglur. Er bent á að Fjármálaeftirlitið hafi verið upplýst um gerð þessara lánasamninga og látið þá viðgangast. Með hliðsjón af stöðu og hlutverki Fjármálaeftir- litsins, sem sjálfstæðs eftirlitsaðila með fjármála- starfsemi eins og Íbúðalánasjóðs, sé rétt að eftir- litið úrskurði um slík álitamál í samræmi við lög. Vegna mikilla uppgreiðslna íbúðalána hjá Íbúða- lánasjóði stóð sjóðurinn uppi með mikið fé. Í upp- hafi þessa árs fór Íbúðalánasjóður að kaupa lána- samninga banka og sparisjóða við viðskiptavini fyr- ir þessa milljarða. Var það gert til að samræmi yrði milli eigna og skulda sjóðsins, það er til að fá tekj- ur af peningunum sem Íbúðalánasjóður hafði tekið að láni og þurfti að greiða afborganir af. Þannig fær Íbúðalánasjóður greiðslur af íbúðalánunum til sín sem viðskiptavinir banka og sparisjóða greiða. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi tæplegu hálfu ári eftir að lánasamningar voru fyrst gerðir, eða 10. maí 2005, gert Íbúðalánasjóði það ljóst að samning- ar af þessu tagi væru orðnir verulegur þáttur í starfsemi hans. Áður hafði eftirlitið ekki gert at- hugasemdir enda var talið í upphafi að samningarn- ir hefðu verið gerðir til að bregaðst við vanda á til- teknum tímapunkti og væri liður í áhættustýringu. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, gaf svo út nýja reglugerð í september þar sem tekin voru af öll tvímæli um að Íbúðalánasjóði væri heimilt að kaupa lánasamninga. Ríkisendurskoðun fjallar um álitsgerð Jóhannesar Sigurðssonar, hæstaréttarlögmanns og prófessors í fjármálafræðum við Háskólann í Reykjavík. Sagði hann meðal annars að lánasamningar uppfylltu ekki skilyrði sem Íbúðalánasjóði væru sett varðandi áhættustýringu. Ríkisendurskoðun tekur ekki beint undir þetta heldur skýrir afstöðu Íbúðalánasjóðs, sem segir að áhættustýring sjóðsins sé alls ekki bundin við viðskipti með verðbréf. Önnur atriði sem Ríkisendurskoðun fjallar um er að síðasta uppgjör Íbúðalánasjóðs hefði mátt vera ítarlegra. Þá hefði sjóðurinn í ljósi mikilla uppgreiðslna íbúðalána átt að fara hægar í sakirnar við útgáfu nýrra íbúðabréfa. – sjá nánar bls. 10 F R É T T I R V I K U N N A R 14 12-13 6 Útrásarvísitala Markaðarins: Hækkar um þrjú prósent Útrásarvísitala Markaðarins hækkar um 2,91 prósent á milli vikna og mælist nú 119,15 stig. Sænska félagið Scribona hækk- aði mest frá því í vikunni á undan eða um 9,4 prósent en Straumur- Burðarás á hlut í félaginu. Næst- mest hækkaði danska fasteigna- félagið Keops um 8,9 prósent á milli vikna en Baugur Group á hlut í því félagi. Mest lækkuðu bréf í deCode, alls um 6,5 prósent á milli vikna. Þá lækkuðu bréf í NWF, sem At- orka Group á hlut í, um 6,5 pró- sent. - hb Gagnrýnir upplýsinga- gjöf Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður fór ekki á svig við lögin þegar hann keypti lána- samninga fjármálastofnana samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisend- urskoðunar. Vanda hefði mátt til upplýsingagjafar í kjölfarið. JORDAN SPILAÐI Í NIKE Nike- umboðið er á leið frá Austurbakka ásamt öðrum íþróttavörum og vín- deildinni. Magnúsi Jónssyni, forstjóra At- orku Group, sem er stærsti hlut- hafinn í Jarðborunum, finnst vinnubrögð Greiningardeildar KB banka ófagleg vegna grein- ingar bankans á Jarðborunum. „Við skiljum ekki þær forsendur sem KB banki gefur sér. Þeir hljóta að búa yfir meiri upplýs- ingum en við sem erum í félaginu og þeir innherjar sem seldu okk- ur bréfin.“ Yfirtökutilboð Atorku í Jarð- boranir verður lagt fram innan skamms og hafa forsendur þess ekkert breyst að sögn Magnúsar. Magnús bendir á það að Jarð- boranir hafi tilkynnt um sölu á Einingaverksmiðjunni sem þýði tekjusamdrátt upp á hálfan millj- arð. Ekkert tillit sé tekið til þess en samt sé gert ráð fyrir nærri 25 prósent vexti á næsta ári. Hann efast einnig um þær for- sendur sem KB banki gefur sér um vöxt Jarðborana til ársins 2014. Félagið gaf út rekstrará- ætlun sem miðast við að velta fé- lagsins verði allt að 4,3 milljarð- ar á þessu ári. KB banki spáir hins vegar fimm milljarða veltu á árinu. „Venjan er sú að óskað er eftir fundum með félögum sem verið er að greina til þess að leggja mat á forsendur. Það var ekki gert í þessu tilfelli.“ Magnús furðar sig einnig á orðum KB banka að það séu slök býtti að skipta á bréfum í Jarð- borunum og Atorku Group. „Þetta gerir greiningardeildin án þess að vinna greiningu á félag- inu eða óska eftir fundi með At- orku. - eþa Ófagleg vinnubrögð KB Banka Atorka Group leggur fram innan skamms yfirtökutilboð í Jarðboranir. 01_24_Markadur-24 lesin vantar 29.11.2005 16:11 Page 3 Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 30. nóvember 2005 — 324. tölublað — 5. árgangur GRIMMILEG MEÐFERÐ Blettatígrar eru fótfráustu skepnur jarðarinnar. Tegundin er í útrýmingarhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ADDIS ABABA, AP Bandarískir her- menn og dýralæknir á vegum Eþíópíustjórnar frelsuðu um helg- ina tvo blettatígursunga úr klóm veitingamanns sem lét þá berjast viðskiptavinum sínum til skemmt- unar. Á ferð sinni um fjarlægari héruð landsins rákust Bandaríkja- mennirnir á ungana fyrir tilviljun. Þeir voru illa á sig komnir og var annar þeirra blindur eftir að veiði- þjófar höfðu sparkað í andlit hans. Veitingamaðurinn neitaði að afhenda ungana með góðu og því tók embættismaður stjórnvalda, með aðstoð hermannanna, þá í sína vörslu. Þeir dvelja nú í góðu yfir- læti í höfuðborginni. ■ Tveimur blettatígrum bjargað: Voru látnir fljúgast á ANNE MARIE REINHOLDTSEN Opnar dyr Hjálpræðishersins jól nám ferðir bílar Í MIÐJU BLAÐSINS GUÐNI ÁGÚSTSSON Fann engan mun Smakkaði mjólk frá Mjólku FÓLK 38 Syngur og syngur Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngur að- ventulög á Háskólatón- leikum í hádeginu og treður svo upp með Sinfóníunni í Há- skólabíó annað kvöld. MENNING 26 ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Ríkisendurskoð- un gerir athugasemdir við lán- veitingar Íbúðalánasjóðs til banka í kjölfar umfangsmikillar upp- greiðslu lántakenda hjá sjóðnum. Frá september í fyrra fram á mitt þetta ár greiddu lántakendur upp 158 milljarða króna hjá sjóðnum. Í skýrslu sem Ríkisendurskoð- un birti í gær segir að tryggara hafi verið að skoða betur heim- ildir sjóðsins og treysta laga- grundvöll fyrir aðgerðum sjóðs- ins þegar hann þurfti að tryggja áframhaldandi tekjur þrátt fyrir uppgreiðsluna. Fram kemur að frá áramótum hefur Íbúðalánasjóður með sér- stökum samningum lánað bönkum og sparisjóðum 85 milljarða króna til allt að 40 ára á grundvelli reglna og fyrirmæla um áhættustýringu, sem Ríkisendurskoðun telur að séu að ýmsu leyti óskýrar. Ríkisendurskoðun telur hlut- verk og umfang starfsemi Íbúða- lánasjóðs á húsnæðis- og fjár- magnsmarkaði þess eðlis að hafa þurfi víðtækt samráð helstu stjórn- valda um breytingar á starfsem- inni. „Að mati Ríkisendurskoðunar voru þær aðgerðir sem sjóðurinn taldi sig nauðbeygðan til að grípa til á sviði áhættustýringar haustið 2004 þess eðlis að æskilegt hefði verið að bæði forsvarsmenn hans og félagsmálaráðuneytið ... hefðu haft samráð við þau stjórnvöld sem helst koma að fjárstjórn ríkisins og stjórn efnahagsmála.“ Ríkisendurskoðun telur að með umræddum lánasamningum við banka og sparisjóði hefði Íbúða- lánasjóður stigið ákveðið skref í þá átt að breyta hlutverki sínu í þá veru að verða einnig endurfjár- mögnunarsjóður. „Langeðlilegast er að löggjafinn sjálfur taki slík- ar ákvarðanir enda mjög brýnt að hafa víðtækt pólítísk samráð um slík mál,“ segir í skýrslunni. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra segir skýrsluna staðfesta að Íbúðalánasjóður hafi farið að lögum við gerð lánasamninga og komið í veg fyrir tjón sjóðsins vegna uppgreiðslu lána. Skýrslan geti þó jafnframt gefið tilefni fyrir löggjafann til þess að endurskoða lög um sjóðinn og hlutverk hans. Sjá Markaðinn síðu 1 og 10 / - jh Skortir samráð um gríðarlega hagsmuni Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að Íbúðalánasjóður hafi breytt hlut- verki sínu án þess að löggjafinn hafi komið þar nærri. Húsnæðiseigendur greiddu upp lán sín hjá sjóðnum fyrir 158 milljarða króna á tíu mánuðum. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Hefur lánað bönkum og sparisjóðum 85 milljarða frá áramótum. Íslandísering Ólafur Hannibalsson segir aðalfrétt helgarinnar hafa verið að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega lýst yfir að þau sjái enga ógn steðja að Íslandi sem réttlætt geti stöðuga nærveru herafla þeirra. Í DAG 18 HAMFARIR „Það lágu ljósastaurar og pálmatré með rótum hingað og þangað,“ segir Birna Guðjónsdótt- ir sem búsett er ásamt eiginmanni og tveimur stúlkum á Santa Brigi- da nálægt Las Palmas á Kanarí- eyjum. Hún var akandi á heimleið frá Playa del Ingles í fyrrinótt þegar hitabeltisstormurinn Delta gekk yfir. „Svo þegar heim var komið var rafmagnið alltaf að fara af en það gerist nú venjulega ef eitt- hvert óveður er,“ segir Birna. Ekk- ert skólahald var á svæðinu í gær vegna ástandsins þó versta veðrið væri gengið niður. Ekkert tjón varð á eigum fjöl- skyldunnar en víða brotnuðu gluggar í nágrenninu auk þess sem fjölmargir bílar skemmdust. Birna hefur þó ekki enn haft fregnir af því að neinn af hennar kunningjum hafi orðið fyrir verulegu tjóni. Klara Björnsdóttir sem býr og rekur veitingastað á Playa del Ingles á vesturströnd eyjunnar Gran Canarias segir hátt í fimm- tíu Íslendinga vera þar á slóðum en til allrar lukku náði stormurinn ekki þangað. „Þetta var bara svona eins og íslenskt suddaveður hér og maður er nú ekki að kvarta yfir því,“ segir hún. - jse Íslendingar í hitabeltisstorminum Delta á Kanaríeyjum: Tré rifnuðu upp með rótum DAGINN EFTIR DELTU Ljósastaurar og tré máttu sín lítils frammi fyrir feiknarkrafti Deltu sem reið yfir Kanrieyjar í fyrrinótt. Þessi mynd er tekin í Santa Brigida þar sem Birna býr. MYND/BIRNA GUÐJÓNSDÓTTIR RIGNING EÐA SLYDDA í borginni og til stranda sunnan og vestan til en snjókoma til landsins. Stöku él á Norð- ur- og Austurlandi. VEÐUR 4 �� � �� � � �� � �� �� � �� � � �� � �� � � �� � � �� ��������������� ���� ��� ���������������� ������������� �������������� ������������������������������ ������� ���������������������� LITLAR SKEMMDIR Enginn var hætt kominn þegar krani féll við nýbyggingu í Kórahverfi í Kópavogi en hann er talinn ónýtur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL SLYS Byggingakrani valt við nýbyggingu í Kórahverfi í Kópa- vogi um miðjan dag í gær en engin slys urðu á fólki. Tildrög slyssins eru ókunn en Ragnar Þór Ólason, kranastjóri og smiður, segist ekki muna eftir því áður að krani sem þessi velti án þess að óveður sé. „Við höfum enga hugmynd um hvað gerðist sem olli þessu en það slasaðist enginn og Vinnueftirlitið er að rannsaka þetta,“ segir Ragnar og bætir við: „Það var fínt veður og það er nákvæmlega ekkert sem útskýr- ir hvað hér átti sér stað. Vonandi finnur Vinnueftirlitið orsökina við rannsókn sína.“ - aöe Óhapp við framkvæmdir: Krani valt í Kópavogi Jafntefli í hörkuleik Valur og Stjarnan gerðu 32-32 jafntefli í miklum slag í DHL-deild karla í handbolta í gær. Patrekur Jóhannesson rotaðist í leiknum og var fluttur á sjúkrahús. ÍÞRÓTTIR 34 ANNA AGNARSDÓTTIR Kjörin forseti Sögufélags Fyrsta konan í 103 ár TÍMAMÓT 22 Framkvæmda- stjóri FÍB Runólfur Ólafsson segir tuttugu prósent ungmenna lenda í slysi fyrsta árið. BÍLAR 24

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.