Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 8

Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 8
8 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR PÁFAGARÐUR, AP Páfagarður hefur gefið út leiðbeiningar um samkyn- hneigð og prestdóm þar sem fram kemur að ekki mega vígja þá sem haldnir eru rótgróinni samkyn- hneigð. Hins vegar má vígja þá sem ekki hafa sýnt slíkar hneigðir í þrjú ár. Leiðbeiningarnar hafa verið í smíðum í nokkur ár og í ágúst síðastliðnum lagði Benedikt páfi XVI blessun sína yfir þær. Skjal- ið var svo birt opinberlega í gær en raunar höfðu ítalskir fjölmiðl- ar lekið efni þess fyrir nokkrum dögum. Skjalið hefur fengið blendnar viðtökur. Íhaldsmenn segja að með því muni „hommamenning“, sem sögð er landlæg í bandarísk- um prestaskólum, verða upprætt en frjálslyndari klerkar benda á að leiðbeiningarnar muni síst verða til að bæta úr brýnum skorti á prestum. Auk þess setja þeir spurningarmerki við hugtakið „rótgróin samkynhneigð“. Séra Timothy Radcliff, fyrrver- andi yfirmaður reglu Dóminíkana, segir að sjálfsagt sé átt við menn sem hafa alla tíð verið samkyn- hneigðir. „Þetta getur hins vegar ekki staðist því ég þekki fjölmarga frábæra presta sem eru hommar og þeir hafa afdráttarlausa köllun frá Guði.“ - shg Páfagarður gefur út leiðbeiningar um prestdóm og samkynhneigða: Rótgrónir hommar vígist ekki BENEDIKT XVI Hann er hlynntur nýju regl- unum enda þótt ekki sé fyllilega ljóst hvað átt sé við með rótgróinni samkynhneigð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða embætti gegnir Karl Steinar Valsson? 2 Hver stjórnar Fatah-hreyfingunni? 3 Hver var valinn besti knattspyrnu-maður Evrópu að þessu sinni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 DÓMSMÁL Tveir Litháar, 55 og 27 ára, hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor í Héraðsdómi Austurlands. Mennirnir smygluðu hingað tæpum fjórum kílóum af metamf- etamíni sem falið hafði verið í Cit- roën-bifreið um borð í farþegaferj- unni Norrænu. Tollverðir fundu efnið 30. júní sl. Leitarhundar urðu áhugasamir um bílinn og var hann því færður til nánari skoðunar. Mennirnir gátu við yfirheyrslu hvorki bent á neinn hér sem þeir áttu að hitta né heldur nokkurn ytra sem skipulagði för. Eldri maðurinn sagðist hafa verið við bílainnflutning. - óká Litháar dæmdir í fangelsi: Fengu þrjú ár fyrir að smygla Opið hús hjá SVFR Föstudaginn 2. desember • Sr. Pálmi Mattíasson flytur stutta jólahugvekju veiðimanna • Veiðistaðalýsing á Svalbarðsá • Bjarni Júlíusson formaður SVFR kynnir söluskránna og ný veiðisvæði • Hilmar Hansson ræðir um „hitch“ • Myndagetraun • Happahylurinn sívinsæli verður á sínum stað og er í boði Intersport Skemmtinefndin Félagar SVFR eru hvattir til mæta og taka með sér gesti. Athugið að ALLIR áhugamenn um stangveiðar eru hjartanlega velkomnir. Veitingar á vægu verði. verð frá 4.490,- 7.590,- F4 BYGGÐAMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggða- stofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skil- aði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnun- in haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumót- un og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköp- un eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnun- ar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggða- stofnunar á Sauðárkróki og ráð- gert er að atvinnuþróunarstarf- semi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggða- stofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjár- lög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. „Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæð- um sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvóta- kerfisins.“ Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurn- ar í fjárlögum. „Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunar- innar.“ Ríkisstjórnin samþykkti áður- greind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. „Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega,“ segir Valgerður. johannh@frettabladid.is Byggðastofnun láni á ný án fjárframlags Iðnaðar- og viðskiptaráðherra gefur fyrirmæli um að Byggðastofnun hefji útlán á ný. Ekki er gert ráð fyrir framlögum ríkisins til stofnunarinnar á þessu ári þrátt fyrir að eigið fé sé undir löglegum mörkum. Hlutverki hennar verður breytt. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Tækifæri til að styrkja stoðkerfi atvinnulífs á landsbyggðinni. ÚTGÁFA Læknafélag Íslands hefur skipað nýja ritstjórn Læknablaðs- ins í stað bráðabirgðaritstjórnar- innar sem stýrt hefur blaðinu und- anfarnar vikur. Nýja ritstjórnin kemur fyrst saman í næstu viku. Samhliða þessum breytingum hefur Vilhjálmur Rafnsson rit- stjóri verið rekinn. Ábyrgðarmað- ur og aðalritstjóri verður Jóhannes Björnsson prófessor. Aðrir ritstjór- ar verða Bryndís Benediktsdóttir heilsugæslulæknir, Engilbert Sig- urðsson geðlæknir, Karl Andersen hjartalæknir og Þóra Steingríms- dóttir kvensjúkdómalæknir. Bæði Jóhannes og Karl voru í gömlu ritstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir verið í samstarfi við Kára Stefánsson, til dæmis hafa þeir þrír ritað saman fræðigreinar í erlend tímarit. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, er ósam- mála því að Vilhjálmur hafi verið rekinn og segir að ágreiningur innan ritstjórnar Læknablaðsins vegna greinar Jóhanns Tómas- sonar læknis hafi reynst djúps- tæður og málið virst óleysanlegt. Allir ritnefndarmenn að ábyrgð- armanni undanskyldum hafi beð- ist lausnar. Bráðabirgðaritstjórn hafi verið skipuð. „Það var ákveðið að skipa rit- stjórnina upp á nýtt. Niðurstaðan var sú að það yrði mest sátt innan læknasamfélagsins um þá leið sem valin var ef gamli ritstjórinn yrði ekki með,“ segir hann. Vilhjálmur hefur óskað eftir fundargerð Læknafélagsins þar sem ákvörðunin um uppsögnina var tekin auk rökstuðnings fyrir uppsögninni. Hann hefur feng- ið þau svör að engin fundargerð hafi verið haldin og rökstuðning- ur liggi ekki fyrir. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann aðhefst eitthvað frekar í málinu. - ghs Vilhjálmur Rafnsson, ritstjóri Læknablaðsins, rekinn: Ný ritstjórn með hluta þeirrar gömlu LÆKNABLAÐIÐ FÆR NÝJA RITSTJÓRN Jóhann Tómasson læknir skrifaði grein um afleysingaráðn- ingu Kára Stefánsson- ar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á Landspítalann í sumar. Nú hefur Vil- hjálmur Rafnsson verið látinn fjúka og ný ritstjórn skipuð með gömlum ritstjórnar- meðlimum. KÁRI STEFÁNSSON Var ósáttur við skrif Jóhanns um afleysinguna á Landspítalanum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.