Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 10

Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 10
 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR GROSNÍ, AP Flokkur sem efla vill tengslin við yfirvöld í Moskvu vann yfirburðasigur í þingkosn- ingunum í Tsjetsjeníu á sunnu- daginn. Mannréttindasamtök bera brigður á að kosningarnar hafi verið frjálsar og óháðar. Þegar tveir þriðju hlutar atkvæða höfðu verið taldir virtist allt stefna í að Eining Rússlands, flokkur bandamanna Vladimirs Pútín Rússlandsforseta, hefði feng- ið 60 prósent þingsæta. Kommún- istaflokkurinn fékk tólf prósent og frjálslyndir ellefu prósent. Á ríkisstjórnarfundi í gær sagði Pútín ljóst að þingkosning- arnar, sem eru þær fyrstu síðan átök blossuðu upp á ný árið 1999, hefðu fest lýðræðið enn betur í sessi og hrósaði kjósendum fyrir einurðina. Andreas Gross, talsmaður Evrópuráðsins í Tsjetsjeníu sagði hins vegar að „andrúmsloft ótta“ gegnsýrði allt þjóðlífið í ríkinu og því væri ómögulegt að halda þar lýðræðislegar kosningar. Tatiana Lokshina, meðlimur í rússneskum mannréttindasamtök- um kvaðst hafa heimsótt sex kjör- staði þar sem margir hefðu sagt sér að þeir hefðu eingöngu kosið vegna skipunar frá yfirvöldum. Því væri við því að búast að tök þeirra sem vilja styrkja tengslin við sambandsstjórnina í Rússlandi myndu herðast enn frekar. - shg Skjólstæðingar stjórnvalda í Moskvu sigruðu í tsjetsjensku þingkosningunum: Efast um lögmæti kjörfundar INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR Vladimir Pútín, forseti Rússlands, óskaði Alu Alk- hanov, starfsbróður sínum í Tsjetsjeníu til hamingju með kosningarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Tékkneskur gullmoli Tékkneska byggið er einstakt í Evrópu og oft nefnt tékkneska gullið. Það leggur grunninn að hinu kjarnmikla bragði og gullna lit sem hefur gert Budweiser Budvar að heimsfrægri gæðavöru. Kornið sem fyllir mælinn! LÉ TT Ö L UMHVERFISMÁL Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að ríkisstjórn hans væri alvarlega að hugleiða að stórauka raforkuframleiðslu sína með vin- nslu kjarnorkueldsneytis. Stjórn- völd á Íslandi fylgjast grannt með þróun mála en telja of snemmt að hafa af þessu verulegar áhyggjur. Blair hugðist kynna nýja orku- málastefnu ríkisstjórnarinnar á fundi samtaka iðnaðarins í Bret- landi í gær en nokkur töf varð á því þar sem félagar í samtök- um grænfriðunga klifruðu upp í rjáfur ráðstefnusalarins og breiddu úr mótmælaborða sem á stóð: „Kjarnorka: Rangt svar.“ Ákveðið var að færa ráðstefnuna inn í lítinn hliðarsal en þar kröfð- ust grænfriðungarnir þess að fá að ávarpa fundinn áður en forsæt- isráðherra tæki til máls. Því var hins vegar hafnað og þeir færðir á brott í járnum. „Orkuverð hefur hækkað, framboð á eldsneyti er ekki tryggt. Breytingar á loftslagi jarðar kallar á brýna þörf,“ sagði Blair í ræðu sinni á þinginu þar sem hann ræddi um breytingar á orkumálastefnu stjórnarinn- ar. Hann tjáði fundarmönnum að næsta sumar yrði gefin út sérstök stefnuskrá í þeim málaflokki þar sem að öllum líkindum verður boðuð uppbygging nýrrar kyn- slóðar kjarnorkuvera. Fimmtungur raforku Breta er framleiddur í tólf kjarnorkuver- um landsins. Þau eru hins vegar komin til ára sinna og verði þau ekki endurnýjuð munu þau ein- ungis framleiða fjögur prósent orkunnar árið 2010. Forkólfar atvinnulífsins telja að öruggt og nægt framboð raforku sé brýn- asta hagsmunamál þjóðarinnar. Hækkandi raforkuverð og aukn- ar kröfur um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda geri það að verkum að nauðsynlegt sé að leita nýrra orkugjafa. Um hver f i sver nd a rs i n n a r benda aftur á móti á að hættuleg- ur kjarnorkuúrgangur falli alltaf til við slíka vinnslu sem taki tug- þúsundir ára að brotna niður. Auk þess er aldrei hægt að útiloka slys í kjarnorkuverum, ekki síst á tímum vaxandi hryðjuverka- hættu. Þótt möguleikinn á því sé lítill þá yrðu afleiðingarnar af slíku geigvænlegar. Íslensk stjórnvöld hafa lengi haft áhyggjur af meðhöndlun kjarnorku á Bretlandseyjum, sér- staklega kjarnorkuendurvinnslu á borð við þá sem stunduð er í Sell- afield í Englandi. Magnús Jóhann- esson, ráðuneytisstjóri í umhverf- isráðuneytinu, segir þótt áfram verði grannt fylgst með framvindu mála sé ekki enn þá ástæða til að bregðast sérstaklega við þessum áformum Breta sem kynnt voru í gær. „Ef þau liggja hins vegar í að auka endurvinnsluna í Sellafield þá myndum við að sjálfsögðu af fremsta megni leggjast gegn þeim.“ sveinng@frettabladid.is Boða byggingu kjarnorkuvera Breska ríkisstjórnin hyggst fjölga kjarnorkuverum í landinu til að mæta aukinni orkuþörf. Íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með framvindu mála. ÁFORMUNUM MÓTMÆLT Tveir grænfriðungar gerðu sér lítið fyrir í gær og klifruðu upp í rjáfur ráðstefnumiðstöðvarinnar í Islington í gær þar sem Blair hugðist tala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MAGNÚS JÓHANNESSON Íslensk stjórn- völd óttast helst að frekari uppbygging kjarnorkuvera í Bretlandi leiði af sér aukna endurvinnslu í Sellafield. SAMGÖNGUR Göng um Reynisfjall, ný Ölfusárbrú og miklar endurbæt- ur Suðurlandsvegar eru meðal hel- stu ályktana aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem fram fór um síð- ustu helgi. S a m - g ö n g u r voru mönn- um ofar- lega í huga og bar þar hæst endurbætur á Suðurlandsvegi. Vegna sívaxandi umferðar sé orðið nauðsynlegt að breikka veginn á köflum. Þá er talið eðlilegt að ný Ölfusárbrú sé framar í forgangs- röðinni en verið hefur auk þess sem göng undir Reynisfjalli á þjóðvegi eitt yrðu veruleg samgöngubót. Þar er einn af fáum hættulegum farar- tálmum á öllum þjóðveginum. - aöe Sveitarfélög á Suðurlandi: Vilja úrbætur í samgöngum GAMLA ÖLFURSÁRBRÚIN Liggur í miðbæ Selfoss.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.