Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 26

Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 26
[ ] Stúdentamyndir pantið tímanlega MYND Hafnarfirði sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 w w w. l j o s m y n d . i s Foldatorgi • Sími 577 4949 Jólasprengja í Næs - Grafarvogi Full búð af nýjum vörum góðar stærðir ótrúleg verð allar vörur frá 2400 til 5900 kápur - jakkar pils - buxur toppar - bolir Laufabrauð er ómissandi hluti af jólamatnum. Núna er rétti tíminn til þess að skera út laufabrauð með fjölskyldunni. Það er ekki hægt annað en að komast í jólaskap við það og ekki er verra að kveikja á kertum og hlusta á jólalög á meðan. Á Íslandi býr fólk frá ólíkum menningarheimum. Meðan flestir Íslendingar eru hel- teknir af jólahaldi allan desember má ekki gleyma því að hér býr hópur fólks sem heldur ekki jól. Þórhallur Heimisson, prestur og trúarbragðafræðingur, hefur nýlega gefið út bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna. Hann veit manna mest um trúarbrögð heimsins og þekkir að sjálfsögðu vel til helgihalds Íslendinga. „Við erum gjörn á að halda að jólin séu alls staðar eins en þann- ig er það alls ekki. Allir hafa sína siði og svo má ekki gleyma því að sumir halda ekki jól. Meðan hér eru ýmsar trúarhreyfingar sem engin jól halda eru líka deild- ir innan kirkjunnar sem halda allt öðruvísi jól en við. Innan kirkjunnar er jólahald mjög fjölbreytt þótt trúin sé sú sama. Sem dæmi má nefna að á Íslandi eru starfræktir tveir rétttrún- aðar orþódoxsöfnuðir. Þeir nota annað tímatal en við og halda því jól hálfum mánuði á eftir okkur. Þetta eru jól með öllu tilheyrandi. Eini munurinn er sá að jólin eru ekki haldin á sama tíma,“ segir Þórhallur. Af þeim trúflokkum sem engin jól halda eru múslimar fjölmenn- astir hér á landi. Þeir halda ekki jól en líta á Jesús sem mikinn spámann. Um 320 múslimar eru skráðir hér á landi en Þórhall- ur telur að þeir séu í raun mun fleiri eða allt upp í 700. „Það er eins með múslima eins og kristna menn að fjölbreytnin er mikil og því er erfitt að alhæfa yfir allan hópinn. Margir múslimar sem hafa búið lengi hér á landi halda jól. Það eru að sjálfsögðu ekki kristin jól en þeir gefa gjafir og gera sér dagamun. Margir eru alls ekki strangir á þessu meðan aðrir vilja ekki taka þátt í neins- konar jólahaldi,“ segir Þórhallur og bætir því við að búddistar séu einnig mjög frjálslyndir þegar kemur að jólahaldi. „Þeir halda ekki jól en ef þeir búa í landi þar sem jólahald er almennt taka margir þátt í því.“ Gyðingar halda ekki jól. Þess í stað halda þeir upp á hanukka sem er ljósahátíð og fer fram á sama tíma og kristin jól. Þór- hallur segir að hátíðarhald gyð- inga meðan á hanukka stendur sé svipað og á jólum en tekur fram að gyðingar séu ekki margir hér á landi. „Svo megum við ekki gleyma ásatrúarsöfnuðinum. Hann heldur jól, eða jólablót, að heiðnum sið og tekur þannig þátt í jólahaldinu. Það eru ekki kristin jól en jól engu að síður,“ segir Þórhallur og bendir á að vissulega sé erfitt að sjá hverjar forsendurnar eru þegar allir eru í rauninni að gera það sama. Kaupa gjafir, borða góðan mat og eyða tíma með fjölskyldunni. „Vottar Jehóva eru líklega sá trúflokkur sem dregur sig sem mest út úr jólahaldinu hér á landi. Þeir eru um 655 talsins og halda ekkert upp á jólin. Oft fara þeir í sumarbústað yfir jólin til að vera í friði og eiga bara ósköp venjulega daga þar,“ segir Þórhallur. „Allt í allt, ef við sleppum ásatrúarfé- laginu, eru þetta líklega svona 3000 manns sem halda ekki jól. En af þeim eru margir sem taka einhvern þátt í jólahaldinu.“ Þórhallur segir að vissulega geti orðið árekstrar milli hópa þegar sumir halda jól og aðrir ekki. „Ég býst við að þetta geti til að mynda verið erfitt fyrir krakka. Sérstaklega hjá þeim sem eru hvað strangastir og vilja ekki að börnin sín taki þátt í neinu sem tengist jólunum. Sumir vilja ekki að börnin fari í kirkjuheimsókn- ir með skólanum eða taki þátt í að föndra fyrir jólin. Það er hins vegar alls ekki hægt að alhæfa og mörgum finnst ekkert að þessu. Líta bara á jólahaldið sem part af menningunni sem þú þarft að laga þig að þegar þú flytur í nýtt land og finnst þess vegna allt í lagi að taka þátt upp að vissu marki.“ thorgunnur@frettabladid.is Þórhallur Heimisson með nýju bókina sína, Hin mörgu andlit trúarbragðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margs konar jólahald í fjölmenningarsamfélagi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.