Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 37

Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+               Microsoft segist hafa fengið tals- vert af tilkynningum um bilanir vegna nýju Xbox 360 leikjatölv- unnar sem kom á markað í Bandaríkjunum í síðustu viku. Sumir eigendur hinnar nýju tölvu sögðu að tölvur þeirra hefðu hrunið þegar þeir voru að spila leiki í þeim. Microsoft vonast til að selja 2,5 til 3 milljónir tölva á fyrstu 90 dögunum en æstir tölvuleikja- spilarar röðuðu sér upp fyrir utan verslanir til að fá fyrstu ein- tökin af tölvunni eftirsóttu. Talsmenn Microsoft sögðu að um væri að ræða smáhnökra sem kippt yrði í liðinn og að fyrirtæk- ið myndi greiða fyrir sendingar- kostnað og annað fjártjón sem neytendur yrðu fyrir ef þeir keyptu gallaða vöru. - hb Vandræði með Xbox 360 MEÐ XBOX 360 Ánægðir tölvuleikjaeig- endur. Þeir sem eru orðnir þreyttir á tónlist- inni á ölstofunum geta nú sjálfir tekið völdin og komið með sína eigin tónlist á barinn. Þetta verður sífellt vinsælla á skemmtistöðum í Bandaríkjunum. „Allir vilja vera plötusnúðar og núna fá menn betra tækifæri til þess en nokkurn tímann áður,“ segir bargestur í Chicago. Gömlu glymskrattarnir, sem hingað til hafa verið eins konar tákngervingar tón- listarinnar á börum vestanhafs, þurfa því hugsanlega að víkja fyrir nýjustu tækni Apple. Framleiðendur hljóðkerfa leggja nú áherslu á að aðlaga nýj- ustu gerð af tækjum fyrir skemmtistaði og bari þannig að auðvelt verði að tengja iPod spilara við. - hb IPOD Í TÖSKU Hægt er að taka iPod-inn sinn með sér á bari og láta spilar eftirlæt- islögin sín í stað þess að hlusta á val barþjóns- ins. Ekkert klink í glymskrattann iPod tekur völdin á kvöldin Þann 30. nóvember árið 1900 lést Oscar Wilde eftir viðburðaríka ævi. Hann var leikritaskáld og skrifaði auk þess skáldsögur, ljóð og smásögur. Hann var einn umtalaðasti karakter síns tíma og þekktur fyrir sitt hárbeitta háð. Wilde var framúrskarandi nemandi og sýndi ungur mikla skáldhæfileika. Hann hlaut námsstyrk til að nema í Magd- alen-háskóla í Oxford. Þar varð Wilde þekktur fyrir að vera fag- urkeri. Hann lét hár sitt vaxa og skreytti herbergi sitt með páfuglsfjöðrum, blómum og hin- um ýmsu listmunum. Hann varð eitt helsta tákn þeirrar hreyfing- ar sem elskaði fegurðina og var dáður og hataður í senn. Þegar Wilde útskrifaðist úr háskóla sneri hann aftur á heimaslóðir í Dublin og varð ást- fanginn af ungri konu. Þegar hún trúlofaðist öðrum manni yfirgaf hann Írland og kom einungis tvisvar þangað aftur það sem eftir var ævinnar. Hann bjó í London, París og Bandaríkjunum og kenndi meðal annars fagur- fræði. Í London kynntist hann dóttur auðkýfings, Constance Lloyd, og þau giftu sig árið 1884. Heimamundurinn sem fylgdi henni nægði til að þau gætu lifað í vellystingum. Kynhneigð Wilde var mikið umtalsefni og hann var þekktur fyrir sambönd sín við unga menn. Árið 1895 var hann hand- tekinn í London og ákærður fyr- ir að stunda ósiðasamlegt athæfi með öðrum karlmönnum. Í rétt- arhöldunum hélt Wilde fræga varnarræðu um ást milli tveggja karlmanna. Hún dugði ekki til og hann var dæmdur í tveggja ára hegningarvinnu. Fangelsisvistin fór illa með heilsu Wildes, hann lifði í felum fyrir samfélaginu og listinni næstu þrjú árin þang- að til hann lést úr heilahimnu- bólgu, einn á hótelherbergi í Par- ís. - hhs S Ö G U H O R N I Ð Dánardagur Oscar Wilde FAGURKERINN OSCAR WILDE Syngjandi borgarísjakar Borgarísjakar syngja þegar þeir eru undir þrýstingi. Þetta segja þýskir vísindamenn frá German Alfred Wegener-stofnuninni sem sér um heimskauts- og sjáv- arrannsóknir. Vísindamennirnir tóku eftir óvenju skýrum hljóð- merkjum þegar þeir voru að taka upp jarðbylgjumerki til að mæla jarðskjálfta og jarðskorpuhreyf- ingar á Suðurskautslandinu. Þeg- ar þeir ráku hvaðan hljóðið kom fundu þeir borgarísjaka sem hafði rekist á neðansjávarskaga og var smám saman að nuddast fram hjá honum. Við það mynd- aðist mikill þrýstingur og ísjak- inn fór að syngja. „Lagið fer upp og niður, alveg eins og í alvöru melódíu,“ sögðu vísindamennirn- ir sem birtu niðurstöður sínar í tímaritinu Science á föstudag. - hhs BORGARÍSJAKAR SYNGJA Þegar borg- arísjakar rekast á hafsbotn myndast mikill þrýstingur og þeir fara að syngja. 08-09 Markadur-lesin 29.11.2005 15:02 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.