Fréttablaðið - 30.11.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 30.11.2005, Qupperneq 40
Margt bendir til þess að innan skamms falli Jarðboranir í hóp flóttamannanna sem hafa yfirgefið Kauphöll Íslands á undanförnum árum. Fjárfestingafélagið Atorka Group hef- ur eignast rúmlega 56 prósent hlutafjár í Jarðborunum og hyggst kaupa allt hlutafé í eigu annarra aðila. Það yrði nokkur sjónar- sviptir að brotthvarfi Jarðborana, enda hafa aðeins FL Group, Hampiðjan, HB Grandi og Marel verið lengur skráð á íslenskum hluta- bréfamarkaði. FYRSTA EINKAVÆÐINGIN TIL ALMENNINGS Hlutafélagið Jarðboranir var stofnað árið 1986. Eigendur fyrirtækisins voru ríkissjóð- ur og Reykjavíkurborg (Hitaveita Reykjavík- ur) sem hvort um sig eignaðist helmingshlut. Með þessum hætti vildu eigendur treysta á það að hér væri fyrirtæki sem gæti annast borverkefni. Meginstarfsemi félagsins hefur falist í því að hagnýta sér auðlindir jarðar með borunum eftir heitu og köldu vatni, gufu og jarðsjó og rekstri tengdum því og ýmiss konar rannsóknum og þróunarstarfi sem snýr að vinnslu og notkun jarðvarma. Starfsemin hefur á seinni stigum undið upp á sig með ýmsum hætti, til dæmis með kaupum á félög- um sem starfa við landvinnslu og uppbygg- ingu húsnæðis. Jarðboranir voru skráðar á Verðbréfaþing Íslands árið 1993 en ári áður höfðu ríki og borg selt stóran hluta af hlutafé sínu til al- mennings fyrir 138 milljónir króna. Jarðbor- anir marka stóran sess í sögu einkavæðingar á Íslandi þar sem fyrirtækið var fyrsta félag- ið í opinberri eigu sem var einkavætt og sett á hlutabréfamarkað og var jafnframt í hópi fyrstu fyrirtækja sem voru einkavædd hér- lendis. Hluthöfum hafði fjölgað úr tveimur í ársbyrjun 1992 í 448 í lok sama árs. Á sjöunda rekstrarárinu árið 1992 varð um 21 milljóna króna hagnaður á starfsemi fé- lagsins en Jarðboranir hafa ávallt skilað hagnaði nema árið 1988. Fjárhagsstaða þess var mjög sterk í árslok 1992 en eigið fé nam um 550 milljónum króna og eiginfjárhlutfall- ið var um 86 prósent. Ríkið fór að öllu leyti út úr fyrirtækinu árið 1996 í hlutafjárútboði sem gekk framar vonum. Markmiðið með útboðinu var að ná dreifðri eignaraðild að félaginu og átti það að standa yfir í einn mánuð. Upphaflega ætluðu ríkið og Hitaveitan að selja samanlagt 18,5 prósent af sínu hlutafé. Allt seldist hins veg- ar á einum degi, það er 43 milljónir hluta á genginu 2,25. Ríkið ákvað í framhaldinu að selja fimmtungshlut sem eftir stóð. Alls seld- ust því 38,5 prósent hlutafjár fyrir rúmar tvö hundruð milljónir króna og keyptu 900 aðilar hlutabréf í Jarðborunum. FLJÓTT Í ÚTRÁS Jarðboranir hafa í gegnum tíðina unnið fjöl- mörg verkefni fyrir stóru orkufyrirtækin hér heima eins og Landsvirkjun, Hitaveitu Suður- nesja, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK. Markaðsstaða fyrirtækisins varð strax sterk á heimavelli en vaxtartækifæri að sama skapi takmörkuð miðað við orkuframkvæmdir. Því var snemma tekin sú ákvörðun að horfa út á við. Árið 1992 fengu Jarðboranir sitt fyrsta verkefni á erlendri grundu þegar MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Jarðboranir hafa vaxið gríðarlega á síðustu árum og er fyrirtækið í fremstu röð borfyrirtækja í heim- inum. Verkefnastaðan er afar góð eftir að félagið tryggði sér stærsta borverkefni Íslandssögunnar á Hellisheiði. Yfirtaka Atorku Group á Jarðborunum gæti verið í uppnámi eftir að Greiningardeild KB banka ráðlagði hluthöfum að hafna tilboðinu. Eggert Þór Aðalsteinsson fer yfir sögu Jarðborana. Arðsamt borfyrirtæki kveður Ka R E K S T U R J A R Ð B O R A N A – F I M M Á R A Y F I R L I T ( Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A ) 2005* 2004 2003 2002 2001 Rekstrartekjur 3.561 3.871 1.808 1.265 1.105 Rekstrargjöld 2.601 3.140 1.495 1.089 1.036 Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 871 933 439 273 162 Hagnaður ársins 510 432 232 143 17 Eignir 8.718 7.345 5.731 1.798 1.526 Eigið fé 2.847 2.659 2.342 1.051 943 Gengi hlutabréfa 20,6 20,2 9,95 7,15 7,2 Markaðsvirði 8.600 8.080 3.980 1.856 1.869 Eiginfjárhlutfall 32,70% 36,20% 42,40% 58,40% 61,70% Arðsemi eigin fjár 29,80% 19,50% 16,80% 16,00% 1,90% * Miðað við fyrstu níu mánuði ársins BORINN GEYSIR Ofurborinn sem kemst dýpst á 4000 metra dýpi. Bókfært virði hans nam um sex hundruð milljón- um króna í lok síðasta árs. 12_13_Markadur-lesið 29.11.2005 14:25 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.