Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 48
Norski olíusjóðurinn stækkaði
um rúmar 900 milljónir króna á
þriðja ársfjórðungi vegna mikill-
ar hækkunar á olíuverði og hluta-
bréfaverði á flestöllum mörkuð-
um. Stendur sjóðurinn nú í tólf
þúsund milljörðum króna. Jafn-
gildir það því að hver Norðmaður
eigi 2,6 milljónir króna.
Tekjur af olíuframleiðslu
renna í sjóðinn sem fjárfestir svo
í erlendum hlutabréfum og
skuldabréfum. Frá áramótum
hefur olíusjóðurinn vaxið um
fjórðung en ávöxtun af eigna-
safninu hefur verið um 8,2 pró-
sent. Bandarísk hlutabréf gáfu
3,8 prósenta ávöxtun á þriðja árs-
fjórðungi, hlutabréf í bresku
FTSE-vísitölunni hækkuðu um
8,2 prósent og japönsk hlutabréf
skiluðu langmestu eða um 21 pró-
sent.
„Norðmenn munu ætla sér að
nota sjóðinn til að fjármagna líf-
eyrisgreiðslur framtíðarinnar en
þar í landi er gegnumstreymis-
kerfi og lítil sjóðasöfnun í lífeyr-
iskerfinu fyrir utan olíusjóðinn.
Það má því segja að Norðmenn
séu með lífeyrissjóðskerfi sem
er mjög ólíkt því sem gerist hér á
landi,“ segir Greining Íslands-
banka.
Til samanburðar námu hrein-
ar eignir íslensku lífeyrissjóð-
anna 1.123 milljörðum króna í lok
september þannig að eign hvers
Íslendings í lífeyris-
sjóðum er um 3,8
milljónir króna. - eþa
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN20
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Glitnir
20 ára
Glitnir hélt upp á 20 ára af-
mæli sitt nú í nóvember en
fyrirtækið má muna tímana
tvenna. Glitnir starfar á sviði
fjármögnunar á Íslandi og var
brautryðjandi á því sviði. Nú
til dags á fólk jafnt sem
fyrirtæki mun auðveldara
með að fá lánað fjármagn
hvort heldur sem er til starf-
semi eða bílakaupa. Glitnir
styður við bakið á fyrirtækj-
um og finnur heildarlausnir
sem sniðnar eru að þörfum
hvers og eins fyrirtækis. Fyr-
irtækið opnaði nýjan vef í
sumar og hefur umferð um
hann frá þeim tíma aukist um
50 prósent og hann er einnig
tilnefndur til íslensku vef-
verðlaunanna í þremur verð-
launaflokkum.
ALDA SIGURÐARDÓTTIR, VIÐSKIPTASTJÓRI HJÁ SJÁ VIÐMÓTSPRÓFUNUM, STÝRÐI FUNDINUM AF RÖGGSEMI Fundurinn
var vel sóttur og mættu til hans um 100 manns. Þar töluðu einnig Magnús Bergsson, markaðsstjóri CCP sem framleiðir tölvuleikinn Eve
online, Halldór Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Icelandair og Soffía Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Netbankans. Fjölluðu þau
um hvernig þau nálgast markaðinn og hvaða aðferðum þau beita til þess en öll hafa náð góðum árangri á netinu.
FYLGST MEÐ FRUM-
MÆLENDUM Á HÁ-
DEGISVERÐARFUNDI
ÍMARKS Á hádegis-
verðarfundi Ímarks
sem haldinn var
fimmtudaginn 24. nóv-
ember var fjallað um
ímynd, vefþróun, við-
mót, útlit og markaðs-
setningu á vefnum. Þar
kom fram að vefurinn
er sífellt að verða mikil-
vægari sem andlit og
ímynd fyrirtækja. Það
er ekki nóg að setja
upp heimasíðu. Hún
verður að virka, vera
bæði aðlaðandi og
notendavæn. Um þetta
atriði voru allir sam-
mála auk þess að það
þarf að vera auðvelt að
finna heimasíðuna og
hún þarf að koma fram
á leitarsíðum.
Niður með Námsgagnastofnun
Viðskiptaráð Íslands hvatti til þess í skoðun sinni sem gefin var út í
síðustu viku að starfsemi Námsgagnastofnunar verði endurskoðuð.
Telur ráðið að vel komi til greina að leggja stofnunina alfarið niður. Að
öðrum kosti verði hlutverki hennar breytt í þá veru að hún ann-
ist frekar úttekt og ráðgjöf vegna námsgagnavals skólanna.
Ráðið telur óeðlilegt að hið opinbera hafi afskipti af út-
gáfu námsbóka þar sem öflug bókaforlög hafa hasl-
að sér völl í námsgagnagerð. Engin rök bendi til
þess að námsgagnagerð á grunnskólastigi
lúti öðrum lögmálum en þeim sem
framhaldsskólastigið lýtur, það er
markaðslögmálinu.
Somerfield loks afskráð
Yfir 95 prósent hluthafa Somer-
field hafa tekið yfirtökutilboði
frá fasteignmógúlnum Robert
Tchenguiz, Apax Partners og
Barclays fjárfestingarbankan-
um. Lýkur þar með baráttunni
um fyrirtækið sem hófst í febrú-
ar á þessu ári þegar Baugur
Group gerði tilboð í fyrirtækið.
Yfirtökutilboð var gert á 197
pensum á hlut. Gert er ráð fyrir
því að Somerfield, sem er fimmta
stærsta verslanakeðja Bretlands,
verði afskráð fjórum dögum fyr-
ir jól úr Kauphöllinni í Lundún-
um. - hb
Kaupa hús
á Hvanneyri
Borgarland ehf., sem er í eigu
Sparisjóðs Mýrarsýslu og Kaup-
félags Borgfirðinga, hefur fest
kaup á öllu hlutafé í Hvönnum
ehf. sem á húseignina á Hvann-
eyrarbraut 3 á Hvanneyri. Frá
þessu er greint í Bændablaðinu.
Borgarland er fasteignafélag
sem meðal annars á verslunar-
miðstöðina Hyrnutorg auk lóða í
Borgarnesi sem félagið ætlar að
byggja á en það er nú með í und-
irbúningi byggingu á íbúðar-
blokk í miðbæ Borgarness. - hb
Norski olíusjóðurinn
bólgnar áfram
Nýtur góðs af hækkun japanskra hlutabréfa og olíuverðs
FRÁ TOKÝÓ Norski olíu-
sjóðurinn fjárfestir grimmt
í Japan og hefur notið
góðs af miklum hækkun-
um þar í landi.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
20_21_Markadur- lesið 29.11.2005 15:26 Page 2