Fréttablaðið - 01.12.2005, Page 1

Fréttablaðið - 01.12.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 1. desember 2005 — 325. tölublað — 5. árgangur Jólaskemmtun TM Jólahátíð TM á Ingólfstorgi í dag kl. 10.00 JÓHANNA AXELSDÓTTIR Hannar og selur prjónles tíska heimili heilsa jól Í MIÐJU BLAÐSINS MIÐBORGIN KISAN Á LAUGAVEGI Heimsborgarar í Ævintýralandi FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ����������������� ���������������������� ����������������������� ���������������������� ����������������� ����������� �������������������������� �������������������������� ����������������������������� � ��������������������� ������������ ���������������� ���������������� ���������� ������������������������������ ������������������������� �������� ���� ������������������������ � ����������������������� ������������������ ����������������������������� �������� ������������ ��� ������������������� ������ ������������������������������� �� �� �� � �� � �� �� �� Galdrar og töfrabrögð Alexander og félagar finna galdrabók í nýju jóladagatali Stöðvar 2. FÓLK 58 63% 39% Innkaupastjórar heimilanna kjósa Fréttablaðið! *Lestur á fimmtudegi samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í september 2005. LESTUR MEÐAL KVENNA 20-40 ÁRA NEYTENDUR Íslenskir farsímanot- endur senda árlega 154 milljónir smáskilaboða, svokölluð SMS, sem þýðir að hver farsímanotandi sendir rúmlega 500 smáskilaboð árlega. Hvert og eitt kostar tíu krón- ur sé um textaskeyti að ræða og því er ljóst að íslensku símafyr- irtækin hagnast um einn og hálf- an milljarð króna á ári eingöngu vegna þessa. Og Vodafone hefur reyndar tilkynnt hækkun á gjald- skrá sinni frá og með deginum í dag og verður gjaldið fyrir hvert skeyti eftir það 10,70 krónur. Engar haldbærar tölur eru til um fjölda myndskilaboða sem færst mjög í vöxt með tilkomu far- síma með innbyggðum myndavél- um. Öllu dýrara er að senda slík skeyti eða frá tæpum 30 krónum upp í 49 krónur hver mynd. - aöe / sjá síðu 24 Farsímanotkun Íslendinga: SMS fyrir 1,5 milljarða á ári RIGNING EÐA SLYDDA í borginni og til stranda sunnan og vestan til en snjókoma til landsins. Stöku él á Norður- og Austurlandi. VEÐUR 4 Biblían og hjónabandið Heilagleiki hjónabands og heimilis ræðst hvorki af líkams- byggingu hjónanna á heimilinu eða kirkju- legum athöfnum eins og hjónavígslu,“ segir Bjarni Karlsson. UMRÆÐAN 30 LÖGREGLA Lögreglan á Eskifirði lagði í fyrrakvöld hald á rúmlega hálft tonn af hráu kjöti sem fjór- tán skipverjar á Jóni Kjartanssyni SU og Hólmaborginni SU reyndu að smygla til landsins. Tollgæsl- an á Eskifirði fann matvælin við komu skipanna frá Færeyjum. „Þetta er ein umfangsmesta til- raun til smygls á matvælum síðari ár,“ segir Aðalsteinn Guðmunds- son hjá tollgæslunni. Hann segir að matvælin verði brennd og að skipverjarnir eigi von á sektum. Haukur Björnsson hjá Eskju, útgerð skipanna, segir ekki verða eftirmál af hálfu útgerðarinnar. „Þetta eru bara strákar að reyna að bjarga sér um smávegis af kjöti fyrir jólin,“ segir hann og kveðst frekar líta á málið sem sjálfs- bjargarviðleitni manna sem verið hafi tekjulausir vegna aflaleysis mánuðum saman. „Manni finnst að tollurinn ætti frekar að snúa sér að alvarlegri málum.“ - kk/óká Sjómenn staðnir að smygli: Tollgæslan tók jólasteikurnar VIÐSKIPTI Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símafélaginu BTC sem er skráð í kauphöllinni í Búlgaríu. Félag í eigu Björgólfs gekk í gær frá kaupum á félagi sem átti 65 prósent í BTC. Björgólfur átti fyrir hlut í félaginu sem keypti hlut búlgarska ríkisins í BTC. Samkvæmt heimildum keypti Björgólfur um tíu prósenta hlut á markaði í gær svo hann ræður nú yfir 75 prósentum í félaginu. Viðskiptin leiða ekki til yfirtöku- skyldu, en viðbótarkaupin kunna að leiða til þess að smærri hlut- höfum verði gerð tilboð í það sem út af stendur. Í tilkynningu sem send var kauphöllinni í Búlgaríu í gær- kvöld er kaupverðið ekki gefið upp. Samkvæmt heimildum nemur umfang viðskiptanna um hundrað milljörðum króna. Kaupin eru því í hópi stærstu viðskipta Íslendinga erlendis. Miðað við eignarhlutinn má búast við að Björgólfur Thor stefni að því að eignast félagið að fullu. Hann er umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í Búlgaríu en hann er stærsti eigandi Act- avis sem rekur lyfjaverksmiðju í landinu. BTC er upprunalega rík- issímafyrirtæki Búlgaríu og hefur svipaða stöðu þar í landi og Síminn hér. Björgólfur er auk þess umsvifamikill í fjarskipta- fjárfestingum í nágrannalandi Búlgaríu, Grikklandi, auk þess sem hann hefur fjárfest í fjar- skiptafyrirtækjum í Finnlandi og Póllandi. - hh Hundrað milljarða fjárfesting Björgólfs Thors í Búlgaríu: Tryggir sér búlgarska Símann Páll verður aldrei rekinn Deila þjálfarans Atla Eðvaldssonar og fyrir- liðans Páls Einars- sonar hjá Þrótti er enn í hnút eftir stjórnarfund hjá félaginu í gærkvöld. Stjórnin mun leitast við að ná sáttum í málinu. ÍÞRÓTTIR 52 VINNUMARKAÐUR „Lögreglan hefur gögn í höndunum sem sýna það svart á hvítu að starfsmaður hjá fyrirtæki Hjörleifs Jónssonar vantar allt að 300 þúsund í laun fyrir einn mánuð. Og ef lögreglan getur ekki tekið á því, hvert á þá Verkalýðsfélag Akraness að leita?“ spyr Vilhjálmur Birgisson formað- ur verkalýðsfélagsins. Jón Sigurður Ólason yfirlög- regluþjónn sagði í gær að rannsókn á litháískum starfsmönnum sem störfuðu hjá Trésmiðju Hjörleifs Jónssonar væri að mestu lokið. Eins og áður hefur komið fram í Frétta- blaðinu reyndust tveir starfsmenn vera án tilskilinna leyfa. „Grunur lék á að hugsanlega væru þeir fleiri en ekkert kom fram við rannsókn sem staðfesti þann grun,“ segir Jón Sigurður. Hann segir að lögreglan rannsaki ekki atriði sem varði kjör mannanna en segir verkalýðsfélag- ið hafa það með höndum. Við þetta er Vilhjálmur mjög ósáttur og spyr hvort ekki sé til það yfirvald sem taki á því ef vinnuveitendur hlunn- fari starfsmenn sína. Vilhjálmur hefur einnig mikið út á ummæli Hjörleifs Jónssonar að setja sem hann lét falla í Frétta- blaðinu síðastliðinn sunnudag. Þá sagði hann afskipti yfirvalda og verkalýðsfélagsins vera óviðun- andi fyrir starfsmennina og að ekkert ætti eftir að koma úr rann- sókninni sem gerð er á stafsmann- amálum fyrirtækisins. „Okkur hjá verkalýðsfélaginu er vart hlátur í huga yfir þessum ummælum,“ segir Vilhjálmur. „Stéttarfélagið hefur gögn og upplýsingar í hönd- um sem staðfesta að fyrirtækið er ekki að greiða þau laun sem ráðn- ingasamningar Litháanna kveða á um. Ef Hjörleifur telur sig ekkert hafa að fela en er samt að greiða 300 þúsund minna en starfsmaður á að fá, þá er ég hættur að skilja. Þeir atvinnurekendur sem ekki fara eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði eiga að hafa vit á því að skammast sín,“ segir Vilhjálmur. Hjörleifur Jónsson hafði ekki fengið nein gögn frá lögreglunni um að rannsókn væri lokið og kýs því að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. -jse Verkalýðsleiðtogi bit á sinnuleysi lögreglu Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir trésmíðafyrirtæki í bænum hlunn- fara verkamenn um allt að 300 þúsund á mánuði. Hann undrast að lögreglan ætli ekki að aðhafast í málinu og segir vinnuveitenda að skammast sín. Á FLUGI TIL FRELSIS Thelma Ásdísardóttir var valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi í gær og fékk að gjöf málverk eftir Þuríði Á. Sigurðar- dóttur. Verkið heitir Á flugi til frelsis. „Er það ekki bara ég,“ varð Thelmu að orði í lok athafnarinnar og uppskar lófatak fyrir. Hér sjást Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, og Gullveig Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs lífs við hlið Thelmu. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.