Fréttablaðið - 01.12.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 01.12.2005, Síða 16
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR HAMFARIR Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, fór í gær fram á 265 millj- arða króna framlag frá ríkjum heims til að aðstoða þrjátíu millj- ónir manna í 26 ríkjum í öllum heimshornum þar sem neyðar- ástand ríkir. Árið 2005 hefur verið sannkallað hamfaraár og hafa SÞ aldrei þurft að bregðast jafn oft við ákalli frá bágstöddum. „Árið sem er að líða hefur verið hræðilegt fyrir fórnarlömb nátt- úruhamfara,“ sagði Annan þegar hann fylgdi eftir ávarpi sínu í gær. „Engu að síður var líka sýnt fram á hve rausnarleg við getum verið. Margir þjást þótt þjáning- ar þeirra hafi ekki vakið athygli heimsins. Ákallið um mannúðar- aðstoð að þessu sinni er tækifæri til að aðstoða þetta fólk.“ Annan bætti því við að upphæðin væri ekki ýkja há væri litið til þeirra verkefnanna fram undan. „Raun- ar er hún lægri en sú upphæð sem rennur til herja veraldarinnar á tveimur sólarhringum.“ Í fréttatilkynningu frá SÞ segir að þótt árið sé ekki liðið hafi 2005 þegar fengið nafnbót- ina hamfaraár. Í ársbyrjun þurfti að bregðast við flóðöldunni á Ind- landshafi en í árslok er hlúð að fórnarlömbum jarðskjálftanna í Suður-Asíu. Hungursneyð í Níger, óöryggi í fæðuöflun í Afr- íku sunnan Sahara og skæðustu fellibyljir á Atlantshafi sem um getur hafa einkennt árið. SÞ hafa tíu sinnum þurft að kalla eftir neyðaraðstoð í skyndi en það er met. Jan Egeland, aðstoðarfram- kvæmdastjóri mannúðar- og neyðaraðstoðar SÞ, bendir á að flestar þessara hörmunga eigi sér stað utan kastljóss fjölmiðlanna, aðeins einar eða tvennar ham- farir nái athygli heimsis á ári. „Fjármögnun mannúðaraðstoðar þyrfti að vera fyrirsjáanlegri og jafnari og fleiri þyrftu að láta fé af hendi rakna.“ Samtökin hafa þegar tekið saman beiðnir fyrir næsta almanaksár og er gert ráð fyrir að fjórtán ríki eða svæði þurfi á aðstoð að halda. sveinng@frettabladid.is ERFITT ÁR Fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan eru á meðal þeirra sem þurft hafa á aðstoð SÞ að halda. Samtökin fóru í gær fram á 265 milljarða aðstoð en sú upphæð jafngildir hernaðarútgjöldum heimsins á tveimur dögum. NORDICPHOTOS /AFP Árið 2005 eitt mesta hamfaraár sögunnar Það sem af er ári hafa Sameinuðu þjóðirnar tíu sinnum kallað eftir neyðar- aðstoð en svo oft hafa samtökin aldrei áður þurft að bregðast við. Í gær var farið fram á 265 milljarða króna í aðstoð til bágstaddra um allan heim. MENNTAMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, und- irrituðu á mánudag samning um rekstur listmenntunar á háskóla- stigi. Jafnframt greindi ráðherra frá því að í fjárlögum ársins 2006 yrði heimildarákvæði um að selja húsnæði myndlistardeildar Listaháskólans við Laugarnes- veg 91. Ráðherrann tók fram að hún teldi það kraftaverki líkast hver- su vel hefði gengið að byggja upp skólann við núverandi aðstæður og sagði að það væri forgangsmál á sviði háskólamála að byggja fram- tíðarhúsnæði fyrir Listaháskólann. Spurður hvort salan á húsnæði myndlistardeildarinnar eigi eftir að raska þeirri starfsemi sem þar er hýst segir Hjálmar H. Ragn- arsson, rektor skólans, að hann búist ekki við því. „Við göngum út frá því að húsið verði ekki afhent fyrr en lausn er komin fyrir þá starfsemi sem er þar núna,“ segir hann. Íslenska ríkið keypti húsið á sínum tíma og afhenti það Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands til afnota. Að sögn Kristjáns Stein- gríms Jónssonar, deildarforseta myndlistardeildar, þjónar hús- næðið ekki lengur tilgangi sínum, „enda upprunalega byggt sem sláturhús“. Rektor Listaháskólans líst vel á að fá nýtt húsnæði fyrir skólann. „Það er ekki síst fyrir hvatningu frá okkur sem þetta mál er tekið fyrir,“ segir hann. - sk Menntamálaráðherra og rektor Listaháskólans undirrita samning um listmenntun: Forgangsmál að fá nýtt hús LAUGARNESVEGUR 91 Aðstaða myndlistar- deildar Listaháskólans. ÍÞRÓTTIR Frjálsíþrótta- og sýning- arhöllin í Laugardal var formlega tekin á miðvikudag. Frjálsíþrótta- höllin er samtengd Laugardalshöll- inni og ljóst er að þar er að finna eina bestu aðstöðu til íþróttaiðk- unar hér á landi. Auk þess er góð aðstaða í höllinni til sýningarhalds og annarra mannamóta. Frjálsíþróttamenn hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir opnun nýju hallarinnar. „Það er engum blöðum um það að fletta að þessi höll boðar gjörbyltingu hjá frjálsíþróttafólki og lyftir íþróttagreininni á hærra plan, segir Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Þráinn Hafsteinsson, formað- ur Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, segir nýja húsið fela í sér mikla möguleika. „Það er mikið af ungu og efnilegu frjálsíþróttafólki að koma fram núna þannig að opnun frjálsíþróttahallarinnar kemur á góðum tíma. Svo þurfum við bara að halda vel utan um okkar fólk,“ segir Þráinn þegar hann er spurð- ur hvort góður árangur frjáls- íþróttafólks muni aukast í sam- ræmi við bætta æfingaaðstöðu. Áætlað er að halda stórmót í höllinni um miðjan janúar búist er við að erlent frjálsíþróttafólk verði á meðal þátttakenda. - sk Frjálsíþróttamenn fagna opnun íþróttahallar í Laugardal: Frjálsar íþróttir á hærra plan GJÖRBREYTT AÐSTAÐA Formaður Frjáls- íþróttasambandsins segir nýju höllina boða gjörbyltingu fyrir frjálsíþróttafólk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.