Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 34

Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 34
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR Ásta Guðmundsdóttur fatahönn- uður hefur vakið mikla athygli á erlendi grundu undanfarin ár fyrir fatalínu sína „ásta creative clothes“. Hönnun sem þykir ein- stök og áhugaverð sökum tærrar skírskotunar í íslenska náttúru. Við litum inn á vinnustofu Ástu við Laugaveginn og fengum inn- sýn í hönnun hennar og framtíð- arsýn. Andi frjórrar og skapandi hugsun- ar tekur á móti okkur á vinnustofu Ástu við Laugaveg. Fatnaður svo langt sem augað eygir, ýmist full- kláraður eða í vinnslu. Hrá og óunnin efnin bíða skapandi handa hennar. Í loftinu ríkir smá spenna en verið er að undirbúa opnun verslunar á vinnustofunni næst- komandi laugardag. Ásta notar mikið silkiorganza og bómull en þó fer mest fyrir íslensku ullinni sem hún segir gott hráefni, öðruvísi en aðra ull. „Allt frá upphafi hef ég fengist við að tvinna saman ólíkum efnum, mér finnst fallegt að setja saman gróft og fínt og er þannig að reyna að endurspegla Ísland í áferð og útliti. Hvítur og svartur litur er ríkjandi hjá mér en svo slæðast aðrir litir inn á milli. Ég vinn efnið mikið, þvæ, lita og markmiðið er að gera efnið „veðrað“. En hvernig er að vera íslensk- ur hönnuður á Íslandi? „Þetta er barningur og erfiður bran- si,“ segir Ásta. Hún segir Ísland vera lítinn markað og lítla hefð í hönnun nytjavöru. Hún hafi fram að þessu lagt meiri áherslu á að kynna sig á erlendri grundu. Ásta sýndi nýverið í Banda- ríkunum ásamt Steinunni Sig- urðardóttur. „Sýningin þótti mér merkileg sakir þeirrar jákvæðu umfjöllunar sem við fengum en ég átti kannski ekki alveg von á. Það er eitthvað öðruvísi við okkar hönnun, hún er evrópsk og norræn og það virðist vekja mikinn áhuga fyrir vestan haf og möguleikarnir þar óþrjótandi“ segir Ásta. Hún segir hins vegar vera kominn tíma til að kynna sig hér heima og leggja meiri áherslu á íslensk- an markað. „Ég sel mína hönnun í Kirsuberjatrénu, er farin að selja í versluninni á Hótel Nordica og er að opna verslun í vinnustofunni minni hér á Laugaveginum. Íslend- ingar eru að vakna til vitundar um íslenska hönnun og ég finn að eftir- spurn eftir flíkunum er að aukast. „Þá er bara að svara því kalli.“ Verslun Ástu verður opnuð í vinnustofu hennar 3. desember kl. 14. Vinnustofan er á Laugavegi 25, þriðju hæð. Nánari upplýsingar um hönnun Ástu eru á slóðinni: www. astaclothes.is. Haust í Skarthúsinu Alpahúfur kr 990 Sjöl og treflar frá kr 1290 Belti frá kr 1990 Buxur kr 3990 Sokkabuxur frá kr 1290 Kínaskór kr 1290 Flísfóðraðir hjartavettlingar kr 1490 SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Laugavegur 17 og Kringlunni Sími 552-6744 og 588-6750fiú fær› jólagjafirnar hjá okkur Foldatorgi • Sími 577 4949 Jólasprengja í Næs - Grafarvogi Full búð af nýjum vörum góðar stærðir...ótrúleg verð allar vörur frá 2400 til 5900 kápur - jakkar - pils - buxur - toppar - bolir ll r t r ir... tr l r ll r r r fr r - j r - ils - r - t r - lir Grafarvogi NÝBÝLAVEGUR 12, KÓPAVOGUR SÍMI 554 4433 Opnunartími í desember: 1. – 22. desember 10 – 20 23. desember 10 – 22 24. desember 10 – 12 Svartur bómullarfatnaður, sumar 2006.MYNDIR/ANNETTE SCHEVING Hvítur kjóll, silkiorganza og bómull, sumar 2006. „Litapaletta mín er ekki litrík, hvítur og svartur er ríkjandi.“ Tær skírskotun í land og þjóð Veðruð og hrá hönnun úr smiðju Ástu Guð- mundsdóttur. Einstök og áhugaverð hönnun með tæra skírskotun í íslenska náttúru. „Íslenska ullin er gott hráefni,“ segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.