Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 46

Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 46
■■■■ { miðborgin & jólin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 Gæði, ending og góð þjónusta Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík Borðdúkar í úrvali Full búð af nýjum vörum Figus 150cm Mikið úrval af vönduðum og fallegum silkitrjám SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Ný sending af PILGRIM skarti Laugaveg 30a Þau segja sjálf að lífið í litlu borg- inni Reykjavík sé eins og að upplifa ævintýri fyrir stórborgarbörn frá Frakklandi, en ævintýrin eiga svo sannarlega heimkynni sín í Kisunni; fágætri búð þeirra sem geymir ein- ungis drauma og dýrðlegan varning sem aldrei hefur áður fengist á land- inu kalda. „Við eiginmaður minn, Olivi- er Brémond, bjuggum í París og stýrðum þar franska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækinu Marathon í fimmtán ár, en með okkur blundaði Íslandsþráin; að leyfa börnum okkar þremur að verða Íslendingar og læra lýtalausa íslensku,“ segir Þórunn Edda Anspach, dóttir Högnu Sigurð- ardóttur arkitekts sem bjó og starf- aði í París meðan Þórunn Edda sleit barnsskónum. „Við Íslandskomuna vildum við söðla um og opna verslun þar sem allar vörur væru sérvaldar og ein- stakar. Þetta eru allt vörumerki sem við elskum bæði og eru í miklu uppá- haldi; allt frá Annick Goutal ilm- vötnum, Bonpoints-barnafötum, sem þykja þau fínustu í heimi, stórkost- legum barnaskóm frá ítalska fram- leiðandanum Pépé, frönsku dúkk- unum Petit Collin sem breiða sjarma sinn yfir börn sem fullorðna í takt við tuskuleikföng frá Sigkid,“ segir Þórunn Edda um dýrgripi Kisunnar, sem er konseptbúð sem býður vörur á ýmsum sérsviðum og heimshorn- um: barnatísku, innanhússmuni, fylgihluti, ilmvötn, bækur, tónlist, myndlist og fleira. „Við erum með vörur frá 80 framleiðendum, þar á meðal ómót- stæðilega Epice-trefla, töskur Jamin Puech sem eru hrein listaverk, sem og töskur og hulstur frá Louison, húfur og skart frá Jerome Gruet og ljóðræna hatta frá Girl and Gorilla. Þá erum við með nytjalist eftir Tsé Tsé, Catherine Levy, Sigiléne Pré- bois, Caravan og Lux Model; vefn- aðarvörur frá Maison Georgette og bestu handklæði heims frá Abys,“ segir Þórunn Edda í fagurri umgjörð búðarinnar sem Högna móðir hennar hannaði af listfengi. „Það kom aldrei annað til greina en að finna búðinni stað í miðbænum. Það er yndislegt að sjá hve miðbær- inn breytist ört, en fyrst eftir að við komum heim þótti okkur sérkenni- legt að aðalgata höfuðborgarinnar skyldi vera jafn fátæk af búðum og raun bar vitni. Hér er himneskt að vera; við erum byrjuð að þekkja æ fleiri og allir eru svo skemmtilegir og jákvæðir, og ómótstæðilegt að geta labbað eftir kaffibolla í Kaffitári, kaupa sér blað og lifa dagana eins og í litlu ævintýraþorpi,“ segir Þórunn Edda með hamingublik í augum. Heimsborgarar í Ævintýralandi Gamli góði Mikki mús er meðal þess sem fæst í Kisunni. Kisan er fágæt búð með spennandi varningi. Mokka er elsta kaffihús borgarinnar en það var opnað 24. maí 1958. Sömu eigendur hafa rekið kaffi- húsið frá upphafi en það eru hjónin Guðný Guð- jónsdóttir og Guðmundur Baldvinsson. Mokka hefur lítið breyst frá því að kaffihúsið opnaði og allar innrétt- ingarnar eru upprunalegar. Guðný segir að það sé stefnan hjá þeim að halda því þannig á meðan þau reki kaffihúsið. „Fólk sem býr erlendis og kemur á margra ára eða jafnvel árta- tuga fresti verður alltaf mjög ánægt þegar það kemur og segir að það sé gott að finna að það sé eitthvað sem er alltaf eins.“ Guðný segir að það sé alltaf mikið að gera fyrir jólin og margir sem komi heim yfir hátíðarnar noti tæki- færið og kíki á Mokka. „Við höfum sérstaklega orðið vör við að skóla- krakkar sem eru að læra hér og þar eru að hittast á Mokka.“ Hún segir að það sé mjög gaman að fylgjast með krökkunum stækka og núna séu þau komin með þriðju kynslóð fastakúnna. „Við erum mjög þakk- lát fyrir það hvað gömlu kúnnarnir halda mikilli tryggð við okkur. Það er ábyggilega af því að þeir finna ennþá gamla staðinn þó að borgin sé að breytast. Við þurfum öll að eiga einhverjar rætur,“ segir Guðný. Þriðja kynslóð fastakúnna Guðný Guðjónsdóttir eigandi Mokka við nýju kaffivélina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.