Fréttablaðið - 01.12.2005, Síða 51

Fréttablaðið - 01.12.2005, Síða 51
FIMMTUDAGUR 1. desember 2005 Húsgögn og gjafavara Skeifan 3A við hlið Atlantsolíu 108 Reykjavík Sími: 517 3600 • Fax: 517 3604 mylogo@mmedia.is www.local1.is Tilboð á völdum vörum Vísindaheiti: Hippeastrum x hortorum Notkunarsvið: Blómstrandi laukjurt. Jól, vetur og vor. Birtuskilyrði: Bjart — en ekki sterkt sólskin á blómin. Hitaskilyrði: Stofuhiti, 18-24°C — eða ögn svalara (15-18°C). Vökvun: Haldið moldinni rakri — en varist ofvökvun. Umpottun: Oftast fleygt eftir blómgun. Endurblómgun krefst sérstakra skilyrða. Áburðargjöf: Óþörf — en sjá annars hér að neðan. Saga Riddarastjarnan, eða amaryllis eins og plantan er oftast kölluð, á sér um þriggja alda þróunarsögu. Hún er manngerður blend- ingur milli nokkurra náskyldra tegunda sem vaxa í fjallahlíðum Mið- og Suður-Ameríku. Fyrstu tegundirnar af riddarastjörnum sem bárust til Evrópu komu frá Vestur-Indíum. Fyrst kom Hippeastrum equestre (hin eiginlega „riddarastjarna“) um 1630 og svo Hippeastrum reg- inae (eiginlega „riddarastjarna drottningar“) árið 1728. Þær þóttu skara öllu öðru framar vegna þess hve blómin voru stór og eldrauð. Þessar riddarastjörnur nutu mikilla vinsælda og voru á skömmum tíma komnar í söfn helstu heldri heimila víðs vegar um Evrópu þegar önnur tegund barst frá Suður-Ameríku. Sú hafði enn stærri blóm — en þau voru bleik með rauðum langröndum eftir krónublöðunum. Þessi tegund fékk nafnið Hippeastrum vittatum (þ.e. „riddarastjarna með rönd“). Og um nokkurra áratuga skeið voru þessar tegundir ræktaðar hlið við hlið. Svo var það árið 1799 að skósmiður nokkur í enska bænum Prescot í Lancashire á Englandi, Johnson að nafni, fiktaði við það að æxla saman tegundunum H. reginae og H. vittatum með þeim árangri að afkomendurnir fengu mun stærri blóm í ýmsum litbrigðum sem hvorugt foreldranna hafði. Hin fræga amaryllis-mynd Ásgríms Jónssonar sýnir einmitt einn af þess- um Johnsons-blendingum. Upp úr 1960 hófust svo nýjar kynbætur og kynblandanir með riddarastjörnur. Farið var að blanda saman fleiri tegundum ekki síst til að fá fram ný blómform og blómliti sem helst hentuðu til blómaframleiðslu í stórum stíl og svöruðu kröfu tímans um sterka stilka og lengri blómgunartíma en áður var þekktur. J Riddarastjarna sem pottablóm Riddarastjörnur eru fáanlegar stóran hluta úr árinu. Á haustin og vorin er hægt að kaupa lauka sem tilbúnir eru til gróðursetningar í potta og henta til ræktunar í heima- húsum. Þegar líður nær jólum fer að bera á forrækt- uðum Riddarastjörnum í blómabúðunum. Plönturnar eru þá alveg komnar að því að blómgast og tilbúnar sem híbýlaprýði. — En síðast og ekki síst eru afskornar riddarastjörnur til sölu frá því í nóvember og langt fram eftir vetri. Riddarastjarna sem afskurðarblóm Sem afskurðarblóm er riddarastjarnan afar góð kaup. Blómin standa um það bil tvær vikur í vasa. Þau eru stórar klukkur, 12-15 cm í þvermál, oftast fjórar á hverjum legg. Blómin eru dæmigerð fyrir þau blóm sem frjóvgast af kólibrífuglum. Ridd- arastjarnan er fáanleg í ýmsum hreinum litum. Rautt er vin- sælast um jólaleytið en þegar á líður veturinn fara ýmsir aðrir litir að gera sig gildandi, s.s. hvítt, bleikt, laxableikt og jafnvel órans. Endurræktun riddarastjörnulauka Þegar riddarastjörnulaukarnir hafa lokið blómguninni og blöðin orðin fullvaxta, þarf að stækka pottana fyrir hvern lauk. Setja þá rótarhnausinn í 4-5 lítra pott, eða stærri, með góðri pottamold og hafa á björtum og hlýjum stað, helst í gróðurhúsi, og vakta með vökvun og vikulegri áburðargjöf út septembermánuð. Þá er hætt að vökva og moldin látin þorna hægt. Gjarnan má setja pottana á hliðina undir borð eða inn í skáp, þannig að plönt- urnar búi sig undir þurrkatímabil og felli allt lauf og falli í eins konar dvala. Þannig þurfa þær að vera við 10-12°C hita í svo sem 20-24 vikur*). Eftir þann tíma, venjulega í lok febrúar eða í byrjun mars, er þurra moldin hrist af laukunum. Ræturnar snyrt- ar og skertar eftir þörfum og síðan er lauknum aftur komið fyrir í potti í sömu hlutfallsstærð og byrjað var með þegar laukurinn var nýr. Eftir það er farið með plöntuna eins og lýst er hér að ofan. Þessi leikur getur endurtekið sig í mörg ár. *) (Það er hægt að drífa laukana öllu fyrr, eftir svo sem 8-12 vikur, en birtan hér á norðurslóðum markar okkur bás, svo betra er að bíða þar til daga hefur lengt nægilega, laukarnir bíða bara rólegir). Riddarastjarna - Amaryllis Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.