Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 72
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR44 bio@frettabladid.is Nældu þér í eintak í næstu verslun! Glæsileg, tvöföld ferilsplata frá einni bestu og fjölhæfustu söngkonu landsins. Missið ekki af afmælistónleikum Diddúar í Salnum 2. og 3. desember! Plata 1 Blue • Hún og verkarinn • Nei sko • Skýin • Húsin mjakast upp • Ekki bíl • Tunglið, tunglið taktu mig • Einskonar ást • Gæfa eða gjörvileiki • Elliheimilið Grund • Valdi skafari • Sagan af Nínu og Geira • Þegar amma var ung • Drykkjuvísa • Bréfið hennar Stínu • Stella í orlofi • Við stóran stein • Vorið kemur (Vikivaki I) • Systir mín góða í dali • Betlarinn • Það brennur • Þegar ég sigli • Söngur hjartans • Can’t Help Loving That Man Plata 2 Barnagæla úr Silfurtunglinu (Hvert örstutt spor) • Draumalandið • Svanasöngur á heiði • Huldumál • Hjarðmærin • Maður hefur nú • Recuerdos de la Alhambra • Il Bacio • Regnava nel silenzio • Caro nome • O, mio babbino caro • Una voce poco fa • Song to the moon • In Trutina • Mercè dilette amiche • Mi chiamano Mimi • È strano ... sempre libera Íslenskir tónar kynna Hryllingsmyndir hafa á und- anförnum árum verið að ryðja sér til rúms á ný eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Kvikmyndaverin hðfðu gleymt því að hryllingsmyndir verða að vera hráar, ódýrar og helst illa leiknar svo þær dragi að sér ákafa fylgismenn þessarar kvikmyndagerðar. Ein af þeim kvikmyndum sem hófu þessar myndir til vegs og virðingar á ný var kvikmyndin Saw sem sló í gegn meðal hryll- ingsmyndaaðdáenda í fyrra og nú er að sjálfsögðu komið framhald. Að hætti góðra hryllingsmynda er Saw II bæði ódýr og hrá. Hún kostaði einungis fjórar milljónir dollara en hefur nú þegar þénað 85 milljónir. Hinn andstyggilegi Jigsaw er mættur aftur og nú hefur lög- reglumaðurinn Eric Matthews komist á snoðir um illvirki hans. Reyndar er eltingaleikurinn hluti af ógeðfelldri áætlun þessa viðurstyggilega fjöldamorðingja því átta manneskjur eru nú þegar að berjast fyrir lífi sínu. Það sem Matthews veit ekki er að hann er hluti af heildarmyndinni og Jig- saw ætlar sér að gera hann hluta af leiknum. Það er fyrrum New Kids on the Block-stjarnan Donnie Wahl- berg sem fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann er stóri bróð- ir leikarans Marks Wahlberg. Það þarf varla að taka það fram að Saw II er stranglega bönnuð innan sextán ára. Sögin snýr aftur Jólamyndin Noel segir sögu fjög- urra ólíkra persóna í stórborginni New York um það leyti sem jólahá- tíðin er að ganga í garð. Þeir sem þekkja til segja stórborgina engu líka þegar hátíð ljóss og friðar er í hámarki. Bókaútgefandanum Rose gengur allt í haginn í vinnunni en einkalífið er í molum. Hún er nýfráskilin og á erfitt með að líta við karlmönnum. Systir hennar talar ekki við hana og hún þarf því að sjá ein um Alzheim- er-veika móður sína. Það stefnir því í einmanaleg jól hjá henni. Mike Riley er lögregluþjónn sem telur sig vera í hamingjusömu sambandi við fegurðardísina Ninu. Hann er hins vegar sjúklega afbrýðisamur út í alla karlmenn sem gefa henni auga og þetta neyðir stúlkuna til að endurskoða hug sinn til hans. Fjórða söguhetjan er síðan Jules Calvert, sem er glaumgosi af bestu gerð en langar til endurupplifa jóla- stemninguna frá fyrri tíð. Það er Chazz Palminteri sem leikstýrir þessari rómantísku mynd en í aðal- hlutverkum eru Susan Sarandon, Penelope Cruz og Paul Walker. Kvöldsögur úr Stóra eplinu SUSAN SARANDON OG PENELOPE CRUZ Fara með aðalhlutverk í rómantískri mynd sem gerist í New York um jólin. Fótboltabullur hafa sem betur fer ekki náð hingað til lands að neinu marki. Þetta er hins vegar vanda- mál sem lengi hefur loðað við ensku knattspyrnuna en úrvals- deildin hefur barist ötullega gegn þessum hópi sem enn er þó með lífsmarki í neðri deildunum. Kvik- myndin Green Street Hooligans segir frá Matt Buckner en hann er rekinn frá Harvard fyrir brot sem hann framdi ekki. Buckner leitar huggunar á Englandi hjá systur sinni en kemst fljótlega í kynni við heldur vafasaman hóp boltabullna sem þrífast á ótta og ógn. Það er Elijah Wood sem leik- ur aðalhlutverkið í þessari mynd en hann er hvað þekktastur sem Fróði í Hringadróttinssögu. Það er óhætt hægt að segja að það er fátt sem minnir á ævintýraheim Tolkiens í þessari mynd um heim þjakaðan af ofbeldi og vesæld. Boltabullur á Bretlandi MATT BUCKNER Eftir að hafa verið rekinn úr Harvard flýr Buckner til Englands þar sem hann kemst í kynni við boltabullur. FRUMSÝNDAR UM HELGINA Noel Internet Movie Database 6,1 / 10 Metacritic.com 6,0 / 10 Rottentomatoes.com 25% / Rotin Saw II Internet Movie Database 7,2 / 10 Metacritic.com 6,4 / 10 Rottentomatoes.com 34% / Rotin Green Street Hooligans Internet Movie Database 7,3 / 10 Metacritic.com 9,7 / 10 Rottentomatoes.com 47% / Rotin „He doesn‘t want us to cut through our chains! He wants us to cut through our feet!“ - DR. LAWRENCE GORDON, LEIKINN AF CAREY ELWES GERIR SKELFILEGA UPPGÖTVUN Í SAW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.