Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 2
2 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR ���������� �������������� �������������������� ������������������������� �������������������������������� ���������� ������������� ����� ������������� ����������� ������������������������ ������� ����������������������� ������������������ ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Ólafur, hefurðu yfir svona miklu að kvarta? „Alls engu. Íslenskan er svo marg- breytileg og orð geta haft fleiri en eina merkingu.“ Ólafur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur, og frú fóru í kvartreisu um heiminn í tilefni af sjötugsafmæli Ólafs. LÖGREGLUMÁL Þær rétt rúmu tvær milljónir króna, sem 25 ára maður er grunaður um að hafa stolið úr heimabönkum fjögurra einstakl- inga fóru inn á tvo reikninga sem eru í eigu hans, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Mað- urinn sem handtekinn var fyrr í vikunni situr í gæsluvarðhaldi og sætir yfirheyrslum. Um er að ræða fjögur þjófn- aðarmál, eins og Fréttablað- ið greindi frá í gær. Fyrsta og stærsta upphæðin sem stolið var með þessum hætti úr heimabanka nam um það bil 1,5 milljónum króna. Sá þjófnaður átti sér stað í lok sumars. Síðasta málið af þessu tagi kom upp í fyrri viku, þegar millifærðar voru 100 þús- und krónur úr heimabanka ungs manns. Þær upphæðir sem stolið var í þessum fjórum málum fóru í öllu tilvikum inn á reikninga mannsins sem nú situr í gæslu- varðhaldi. Meðal þess sem Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú er hvaða aðferðir hafi verið notaðar til að komast inn í heimabanka þeirra sem stolið var frá. Beinast sjón- ir einkum að aðferð sem notuð er í útlöndum þar sem tölvuþrjótar búa til lítil forrit sem þeir fela á heimasíðum. Ef tölvunotandi fer inn á þá heimasíðu, fer forrit- ið yfir á tölvu hans, liggur þar í leyni, fylgist með því ef farið er inn á netbanka í tölvunni, skráir hjá sér aðgangsorð og lykilorð og sendir svo sjálft sig til baka með þeim upplýsingum. Þetta er svo- kallaður „trójuhestur,“ sem kom við sögu í þjófnaðarmálunum. Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn í Lögreglunni í Reykjavík vísaði í gær á bug fréttum í fjölmiðlum þess efnis að maðurinn sem situr í gæslu- varðhaldi sé milliliður sem hafi millifært fjármuni yfir á reikn- ing þriðja aðila. Hörður sagði, að yfirheyrslur yfir honum stæðu yfir og meðan rannsókn málsins væri ekki lokið myndi lögreglan ekki tjá sig um einstök efnisat- riði þess. jss@frettabladid.is Millifærði þýfi inn á tvo einkareikninga Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum fólks, millifærði þýfið inn á tvo reikninga sem eru í eigu hans. Lögreglan ber til baka fréttir þess efnis að umræddur maður sé aðeins milliliður í málinu. HÖRÐUR JÓHANNESSON Vísar á bug frétt- um um að sá handtekni sé milliliður. LÍTILL ÁRANGUR LÖGREGLU Bílþjófar sleppa frá lögreglu í níu tilvikum af hverj- um tíu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LÖGREGLA Aðeins tekst að hafa hendur í hári bílþjófa í einu tilviki af hverjum tíu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. Greint er frá þessu á NFS en þar kemur fram að um 150 bif- reiðum hafi verið stolið á þessu ári. Flestir bílanna koma í leitirn- ar yfirleitt lítið skemmdir, en bíl- þjófarnir sjálfir sleppa í níu skipti af hverjum tíu. ■ Lögreglan í Reykjavík: Níu bílaþjófar af tíu sleppa HEIMABANKAR Kynntar voru í gær öryggisleiðbeiningar fyrir tölvunotendur til að forðast „trójuhesta“ og aðra vírusa í tölvum sínum, ekki síst ef vista á heimabanka fólks. ÚKRAÍNA, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi í gær að taka af öll tvímæli um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað varðar harkalegar aðferðir við yfirheyrslu. Lýsti hún því yfir að enginn starfsmaður banda- rískra stofnana mætti beita fólk niðurlægjandi meðferð, hvort sem væri í eigin landi eða erlendis. Ummæli Rice, sem hún lét falla í opinberri heimsókn sinni í Úkr- aínu, komu í kjölfar misvísandi upplýsinga í Bandaríkjunum um það hvort liðsmenn leyniþjónust- unnar CIA hefðu heimild til að beita aðferðum sem starfsmönnum annarra bandarískra stofnana, svo sem hersins, væri óheimilt. Ummælin fylgja líka í kjölfar djúpstæðrar og viðvarandi gagn- rýni frá bandamönnum Bandaríkj- anna í Evrópu á yfirheyrsluaðferð- ir svo sem „vatnsbrettið“, þar sem fangar eru reyrðir við trébretti og dýft í vatn. Rice sagði að það væri þáttur í stefnu Bandaríkjastjórnar að sátt- máli Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum „gildi um bandaríska liðsmenn hvar sem þeir eru, hvort sem það er í Bandaríkjunum eða utan þeirra“. SÞ-sáttmálinn bannar líka aðferðir sem ekki uppfylla strangt til tekið hina lögfræðilegu skil- greiningu á pyntingum, þar á meðal aðferðir sem mannréttindasamtök hafa sakað bandarísk yfirvöld um að beita kerfisbundið í fangabúð- unum í herstöð Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa áður sagt að bannið við harð- neskjulegri, ómannúðlegri og niður- lægjandi meðferð fanga gildi ekki um Bandaríkjamenn að störfum utan Bandaríkjanna. Í framkvæmd þýddi þetta að liðsmenn CIA hefðu heimild til að beita aðferðum í fang- elsum á erlendri grund sem þeim væri óheimilt heima fyrir. Þrátt fyrir þetta ósamræmi sagði Scott McClellan í gær að sú stefna sem utanríkisráðherrann lýsti væri gildandi stefna stjórnar- innar. - aa Condolleezza Rice tjáir sig um pyntingar Bandaríkjamanna: Reynir að taka af tvímæli um stefnuna RICE Í ÚKRAÍNU Ásakanir um vafasöm vinnubrögð CIA eltu bandaríska utanríkis- ráðherrann áfram á Evrópuför hennar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í gær að beina því til Fjár- málaeftirlitsins að taka viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúða- lánasjóðs 22. nóvember síðastlið- inn til athugunar. Á eftirlitið að kanna hvort viðskiptin stangist á við lög um verðbréfaviðskipti eða samræmist góðum viðskiptahátt- um. Þennan dag var Íbúðalánasjóður að afla sér peninga með útboði íbúðabréfa sem fjármálastofnanir buðu í. Hafa stjórnendur sjóðs- ins sakað starfsfólk KB banka um að reyna að hafa áhrif á verð bréfanna svo kjör Íbúðalánasjóðs versni. Kjörin í útboðinu eru lögð til grundvallar þegar vextir íbúða- lána sjóðsins eru ákveðnir. Samkvæmt upplýsingum frá KB banka voru þetta eðlileg við- skipti og engin tilraun gerð til að hafa áhrif á kjör Íbúðalánasjóðs. Bankinn hafi bæði verið að kaupa og selja skuldabréf þennan dag. Stjórnendur sjóðsins kynni sér bara aðra hlið málsins. - bg Íbúðalánasjóður kvartar til Fjármálaeftirlitsins: Klagar KB banka HÚS KB BANKA Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur beðið Fjármálaeftirlitið að kanna hvort KB banki hafi reynt að hafa áhrif á verð skuldabréfa Íbúðalánasjóðs. PAKISTAN Næstum ári eftir að flóð- bylgjan skall á löndum við Ind- landshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförun- um í neyðarskýlum eða tjaldbúð- um. Þetta er niðurstaða bandarískr- ar könnunar sem gerð var á Ind- landi, á Sri Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti. Í Indónesíu bjuggu langflestir enn í búðum sem ríkisstjórnin og hjálparsamtök höfðu komið upp. Á þeim svæðum á Indlandi sem verst urðu úti í flóðbylgjunni búa 92 pró- sent íbúanna í tjaldbúðum og á Sri Lanka er hlutfallið 78 prósent. ■ Fórnarlömb flóðbylgju: Flestir búa enn í tjöldum FÓRNARLAMB FLÓÐBYLGJUNNAR Cut Asmika býr í tjaldi í Aceh-héraði á Indón- esíu. Hún missti móður, föður og þrjú systkini. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Norskir hermenn hafa tekið stríðsfanga í Afganistan eða átt þátt í slíkum handtökum. Þetta hefur Verdens Gang fengið staðfest í norska varnarmálaráðu- neytinu. Ekki hefur verið gefið upp hver fjöldinn er. „Land sem tekur fanga ber ábyrgð á þeim og á að sjá til þess að þeir fái rétta meðhöndlun sam- kvæmt lögum og rétti. Norðmenn verða að fá tryggingu fyrir því að fangarnir verði ekki fyrir pynting- um eða ómannúðlegri meðferð,“ segir formaður Noregsdeildar Amnesty International. - ghs Norðmenn í Afganistan: Hafa tekið stríðsfanga MENNTAMÁL Fullyrðingar Félags framhaldsskólakennara um að fjárveitingar til framhaldsskóla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 séu stórlega vanáætlaðar eru staðlausar með öllu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér vegna ályktun- ar Félags framhaldsskólakennara á mánudaginn. Voru fjárveitingar til framhaldsskólanna gagnrýnd- ar harðlega auk þess sem þar sagði að ásetningur stjórnvalda væri að koma böndum á fjölda nemenda til að spara í rekstrinum. Í tilkynningunni segir að fram- lög til framhaldsskóla hafi aukist stórlega undanfarin ár í samræmi við fjölgun nemenda. - aöe Menntamálaráðuneytið: Gagnrýni til föðurhúsanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.