Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 85
KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Á dimmu köldu sunnudagskvöldi ætti fátt að vera betra en rómant- ísk jólamynd. Hún ætti að koma okkur í rétta hátíðarskapið. Kvikmyndin Noel segir sögu fimm New York-búa. Rose er óhamingjusamur bókaútgefandi sem hefur helgað síðustu tíu ár lífs síns í að hjúkra móður sinni. Mike og Nina eru yfir sig ást- fangin en afbrýðissemi hans er að ganga af sambandinu dauðu. Jules dreymir um jólin sem hann upp- lifði á sjúkrahúsi fjórtán ára gam- all en þá var hann lagður inn eftir barsmíðar fósturföður síns. Jólin eru auðvitað frábær tími fyrir kraftaverk...ef eitthvað má marka auglýsingaplaköt myndarinnar. En persónurnar eru allar veiklulegar og handritið gaf leik- urunum ekki mikið að moða úr. Söguþráðurinn er yfirgengilega væminn og allan trúverðugleika skorti. Ég hef yfirleitt átt frekar auðvelt með að væla í bíó en felldi ekki eitt einasta tár. Klökknaði ekki einu sinni. Noel hefur átt að benda á mátt jólanna en mistekst ætlunarverk sitt gjörsamlega. Hægt og bít- andi verður hún bæði langdregin og leiðinleg og er fyrir vikið nið- urdrepandi tímasóun sem kemur engum í hátíðarskap. Freyr Gígja Gunnarsson Niðurdrepandi tímasóun NOEL LEIKSTJÓRI: CHAZZ PALMINTERI Aðalhlutverk. Susan Sarandon, Penélope Cruz og Paul Walker. Niðurstaða: Myndin er stútfull af tilraunum til að kalla fram sterk viðbrögð áhorfenda en mistekst ætlunarverk sitt gjörsamlega. FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan Scarlett Johansson hatar óreiðu svo mikið að hún þrífur hótelherbergi sín áður en ræstingarkon- urnar ná þangað. „Ég þríf herbergin áður en þær koma. Það mun aldrei neinn finna óhrein föt á mínu gólfi, ég þoli ekki óreiðu.“ Leikstjórinn Peter Jackson neitaði að klippa til dauðasenu King Kong í myndinni þar sem honum var farið að þykja svo vænt um risagórilluna. „Venjulega get ég horft aftur og aftur á myndir sem ég geri. En að þessu sinni þurfti ég að fara út úr herberginu. Ég gat ekki setið og horft á King Kong deyja,“ sagði Jackson. Ozzy Osbourne hefur viðurkennt að dauði fót- boltahetjunnar George Best hafi fengið hann til að meta lífið betur. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég verið mjög, mjög heppinn í lífinu. Ég varð virkilega sorgmæddur þegar ég heyrði fréttirnar af Best. Ég veit hvernig það er að vera alkohólisti og dæmi hann ekki fyrir það sem hann gerði. Alkohólisti segir sífellt við sjálfan sig: „Ég er ekki svo slæmur, það eru allir hérna á barnum fyllri en ég,“ sagði Ozzy. Robbie Williams hefur unnið mál sem hann höfðaði á hendur tveimur tímaritum sem sögðu hann vera sam- kynhneigðan. Söngvarinn hefur fengið skaðabætur frá tímaritunum sem sögðu hann blekkja almenning og eiga ástar- fundi við aðra karlmenn í laumi. Lögfræðingur hans í London sagði við dómstólinn: „Herra Williams er ekki og hefur aldrei verið samkynhneigður.“ Vinir, vandamenn og velunnar- ar Rafns Jónssonar heitins, eða Rabba, halda tónleika á Grand Rokki í kvöld til að heiðra minn- ingu hans. Rabbi, sem lést síðasta sumar, hefði orðið 51 árs í dag. Á tón- leikunum, sem verða órafmagn- aðir, koma fram Ragnar Sólberg og Egill Örn, synir Rabba, ásamt hljómsveitinni Sign og Rúnar Þór- isson ásamt Kalla og dóttur sinni Láru. Heiðar Örn Kristjánsson kemur einnig fram undir nafninu The Viking Giant Show. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22.00 og er aðgangur ókeypis. Tónleikar til heiðurs Rabba RABBI Rafn Jónsson hefði orðið 51 árs í dag hefði hann ekki tapað í baráttunni við illvígan sjúkdóm. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.