Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 73
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR53 Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 ÉG ER MÍN EIGIN KONA GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF örfá sæti laus örfá sæti laus uppselt laus sæti laus sæti 08.12 09.12 10.12 11.12 15.12 fim. fös. lau. sun. fim. Kántrísveit Baggalúts efnir til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna plötunnar Pabbi þarf að vinna. Á tónleikunum mun sveitin spila kraumandi sveitatónlist með þjóðlegu aðventuívafi. Tónleik- arnir hefjast klukkan rúmlega 22.00. Sérstakur leynigestur verð- ur Rúnar Júlíusson. „Við ætlum að reyna að jóla þetta aðeins upp, verðum með sleðabjöllur og svona,“ segir Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason. „Við ætlum að taka þessi jólalög líka í kántrísveiflu.“ Baggalútur sendi nýverið frá sér aðventulagið Sagan af Jesúsi sem má nálgast á heimasíðu Bagg- alúts. „Við fengum lánaðan gaml- an þýskan smell og settum smá flórsykur á hann,“ segir Bragi um aðventulagið. „Við vorum með Dolly og Kenny í fyrra og það var upphafið af kántríbylgjunni.“ Jóla- lag Baggalúts 2005, Föndurstund, er einnig nýkomið inn á heimasíð- una en þar er fengið að láni frægt lag rokksveitarinnar AC/DC. Tónleikarnir í kvöld verða þeir einu hjá Baggalút á þessu ári. „Það verður bara þetta og svo förum við í jólafrí. Svo verður eitthvað sprellað á næsta ári. Við finnum okkur einhverja aðra tónlistar- stefnu, við erum búnir að klára þennan brandara. Við sjáum til hvað setur,“ segir Bragi. Spilar jólalög í kántrísveiflu BAGGALÚTUR Hljómsveitin Baggalútur heldur útgáfutónleika á Nasa í kvöld. Sjálfstæðir leikhópar eru afar ósáttir við afgreiðslu alþingis á úthlutun aukafjárveitingar upp á tíu milljónir sem fer til Borg- arleikhússins í staðinn fyrir að renna til starfsemi sjálfstæðu leikhópanna. „Það er óásættanlegt að þeir fjármunir sem ætlaðir eru starf- semi atvinnuleikhópa í umræddri tillögu fari í að greiða niður halla á rekstri Leikfélags Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu frá sjálfstæðu leikhúsunum. Fjölmargir sjálfstæðir leikhóp- ar sendu mótmælabréf til alþingis, þar á meðal Vesturport sem segir að með þessu sé því „mikilvæga starfi sem unnið er á okkar vett- vangi ekki sýndur skilningur.“ Sjálfstæðu leikhúsin fá á þess- um fjárlögum samtals 47 millj- ónir, sem er óbreytt upphæð frá síðasta ári. Leikhóparnir höfðu gert sér vonir um að tíu milljóna króna hækkun á framlögum til leikhúsmála kæmi þeim til góða, en niðurstaðan varð sú að Leikfé- lag Reykjavíkur fær þessa hækk- un óskipta í sinn hlut. „Af þessum 47 milljónum eru 17 milljónir bundnar Hafnar- fjarðarleikhúsinu, sem er vissu- lega mjög gott út af fyrir sig, en það þýðir að 30 milljónum er skipt upp á milli allra hinna hópanna.“ Á sýningar sjálfstæðu leik- húsanna flykkjast um það bil 370 þúsund manns á þessu ári, sem er álíka mikið og áhorfendur Þjóð- leikhússins og Leikfélags Reykja- víkur til samans. Gróskan hefur verið mikil á síðustu árum, marg- ar af athyglisverðustu sýningum í leikhúsheiminum eru á þeirra vegum. Meðal annars hafa margar af vinsælustu sýningum Borgar- leikhússins verið sýningar sjálf- stæðra leikhópa sem fengið hafa inni í húsinu, og má þar nefna sýningar eins og Grease, Brillj- ant skilnað og Kalla á þakinu. „Þetta eru sýningar sem moka inn áhorfendum og að sjálfsögðu skila þær fullt af tekjum. Við samþykkjum alls ekki að Leik- félag Reykjavíkur sé í nokkrum halla vegna atvinnuleikhópa í húsinu.“ Ósátt við Alþingi ÚR SÝNINGU VESTURPORTS Á WOYZECK Starfsemi sjálfstæðu leikhópanna hefur verið í miklum blóma síðustu misseri, en þeir eru ósáttir við framlag á fjárlögum. Myrkvuð ský eftir Þórarin Torfason er lýrísk skáldsaga sem tekur á sorginni og öðrum til- finningalegum hræringum í djúpum sálarlífsins. Sterk bók frá Lafleur útgáfunni. Andljóð og önnur nefnist ný ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon, sem Lafleur útgáfan gefur út. Þarna er komið annað af tveimur síð- ustu fullkláruðu handritum Geirlaugs. Sterk og sígild ljóð, hlaðin beittum boð- skap til nútímans eftir eitt okkar allra besta ljóðskáld. Kvöldsögur handa börnum nefnist ný bók frá Lafleur útgáfunni. Gunnar Dal velur hér þrettán bestu ævintýri allra tíma. Sígild- ar sögur sem flestir kann- ast við í nýjum búningi hins ástsæla skálds. Spennusagan Brotlending eftir Benedikt S. Lafleur er komin út hjá bókaút- gáfu höfundarins. Þetta er æsispennandi saka- málasaga um brotlend- ingu tveggja hreyfla Pipervélar á slaginu sex á aðfangadagskvöld. R ispa jeppa nefnist ný bók eftir Hauk Má Helgason sem Nýhil hefur sent frá sér. Þar er fjallað um myndarlegasta og viðkvæm- asta lundann sem nú er á vappi um Reykjavík. Gamall þrjótur, nýir tímar er bók eftir Örvar Þóreyjarson Smára- son, sem komin er út hjá Nýhil. Þar er lýst gleði gamals þrjóts á nýjum tímum. Eftir Óttar M. Norðfjörð er komin út bókin Gleði og glötun, þar sem börnin sem bora í nefið á bókasöfnun eru tuskuð svolítið til. Útgefandi er Nýhil. B landarabrand-arar nefnist ný bók eftir Eirík Örn Norðdahl sem Nýhil gefur út. Eiríkur ræktar fjöll úr bókstöfum og bókstafi úr rafhlöðum. NÝJAR BÆKUR Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.