Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 73
8. desember 2005 FIMMTUDAGUR53
Landsbankinn er stoltur
bakhjarl sýningarinnar.
MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700
ÉG ER MÍN EIGIN KONA
GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF
örfá sæti laus
örfá sæti laus
uppselt
laus sæti
laus sæti
08.12
09.12
10.12
11.12
15.12
fim.
fös.
lau.
sun.
fim.
Kántrísveit Baggalúts efnir til
útgáfutónleika á Nasa í kvöld
vegna plötunnar Pabbi þarf að
vinna.
Á tónleikunum mun sveitin
spila kraumandi sveitatónlist með
þjóðlegu aðventuívafi. Tónleik-
arnir hefjast klukkan rúmlega
22.00. Sérstakur leynigestur verð-
ur Rúnar Júlíusson.
„Við ætlum að reyna að jóla
þetta aðeins upp, verðum með
sleðabjöllur og svona,“ segir
Baggalúturinn Bragi Valdimar
Skúlason. „Við ætlum að taka þessi
jólalög líka í kántrísveiflu.“
Baggalútur sendi nýverið frá
sér aðventulagið Sagan af Jesúsi
sem má nálgast á heimasíðu Bagg-
alúts. „Við fengum lánaðan gaml-
an þýskan smell og settum smá
flórsykur á hann,“ segir Bragi
um aðventulagið. „Við vorum með
Dolly og Kenny í fyrra og það var
upphafið af kántríbylgjunni.“ Jóla-
lag Baggalúts 2005, Föndurstund,
er einnig nýkomið inn á heimasíð-
una en þar er fengið að láni frægt
lag rokksveitarinnar AC/DC.
Tónleikarnir í kvöld verða þeir
einu hjá Baggalút á þessu ári. „Það
verður bara þetta og svo förum
við í jólafrí. Svo verður eitthvað
sprellað á næsta ári. Við finnum
okkur einhverja aðra tónlistar-
stefnu, við erum búnir að klára
þennan brandara. Við sjáum til
hvað setur,“ segir Bragi.
Spilar jólalög í
kántrísveiflu
BAGGALÚTUR Hljómsveitin Baggalútur heldur útgáfutónleika á Nasa í kvöld.
Sjálfstæðir leikhópar eru afar
ósáttir við afgreiðslu alþingis á
úthlutun aukafjárveitingar upp
á tíu milljónir sem fer til Borg-
arleikhússins í staðinn fyrir að
renna til starfsemi sjálfstæðu
leikhópanna.
„Það er óásættanlegt að þeir
fjármunir sem ætlaðir eru starf-
semi atvinnuleikhópa í umræddri
tillögu fari í að greiða niður halla
á rekstri Leikfélags Reykjavíkur,“
segir í yfirlýsingu frá sjálfstæðu
leikhúsunum.
Fjölmargir sjálfstæðir leikhóp-
ar sendu mótmælabréf til alþingis,
þar á meðal Vesturport sem segir
að með þessu sé því „mikilvæga
starfi sem unnið er á okkar vett-
vangi ekki sýndur skilningur.“
Sjálfstæðu leikhúsin fá á þess-
um fjárlögum samtals 47 millj-
ónir, sem er óbreytt upphæð frá
síðasta ári. Leikhóparnir höfðu
gert sér vonir um að tíu milljóna
króna hækkun á framlögum til
leikhúsmála kæmi þeim til góða,
en niðurstaðan varð sú að Leikfé-
lag Reykjavíkur fær þessa hækk-
un óskipta í sinn hlut.
„Af þessum 47 milljónum eru
17 milljónir bundnar Hafnar-
fjarðarleikhúsinu, sem er vissu-
lega mjög gott út af fyrir sig, en
það þýðir að 30 milljónum er skipt
upp á milli allra hinna hópanna.“
Á sýningar sjálfstæðu leik-
húsanna flykkjast um það bil 370
þúsund manns á þessu ári, sem er
álíka mikið og áhorfendur Þjóð-
leikhússins og Leikfélags Reykja-
víkur til samans. Gróskan hefur
verið mikil á síðustu árum, marg-
ar af athyglisverðustu sýningum
í leikhúsheiminum eru á þeirra
vegum.
Meðal annars hafa margar af
vinsælustu sýningum Borgar-
leikhússins verið sýningar sjálf-
stæðra leikhópa sem fengið hafa
inni í húsinu, og má þar nefna
sýningar eins og Grease, Brillj-
ant skilnað og Kalla á þakinu.
„Þetta eru sýningar sem moka
inn áhorfendum og að sjálfsögðu
skila þær fullt af tekjum. Við
samþykkjum alls ekki að Leik-
félag Reykjavíkur sé í nokkrum
halla vegna atvinnuleikhópa í
húsinu.“
Ósátt við Alþingi
ÚR SÝNINGU VESTURPORTS Á WOYZECK Starfsemi sjálfstæðu leikhópanna hefur verið í
miklum blóma síðustu misseri, en þeir eru ósáttir við framlag á fjárlögum.
Myrkvuð ský eftir Þórarin Torfason er
lýrísk skáldsaga sem tekur
á sorginni og öðrum til-
finningalegum hræringum
í djúpum sálarlífsins. Sterk
bók frá Lafleur útgáfunni.
Andljóð og önnur nefnist ný ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon, sem Lafleur
útgáfan gefur út. Þarna er
komið annað af tveimur síð-
ustu fullkláruðu handritum
Geirlaugs. Sterk og sígild
ljóð, hlaðin beittum boð-
skap til nútímans eftir eitt
okkar allra besta ljóðskáld.
Kvöldsögur handa börnum nefnist ný bók frá Lafleur
útgáfunni. Gunnar Dal
velur hér þrettán bestu
ævintýri allra tíma. Sígild-
ar sögur sem flestir kann-
ast við í nýjum búningi
hins ástsæla skálds.
Spennusagan Brotlending eftir
Benedikt S. Lafleur er
komin út hjá bókaút-
gáfu höfundarins. Þetta
er æsispennandi saka-
málasaga um brotlend-
ingu tveggja hreyfla
Pipervélar á slaginu sex
á aðfangadagskvöld.
R ispa jeppa nefnist ný bók eftir Hauk Má
Helgason sem Nýhil hefur
sent frá sér. Þar er fjallað um
myndarlegasta og viðkvæm-
asta lundann sem nú er á
vappi um Reykjavík.
Gamall þrjótur, nýir tímar er bók eftir
Örvar Þóreyjarson Smára-
son, sem komin er út hjá
Nýhil. Þar er lýst gleði
gamals þrjóts á nýjum
tímum.
Eftir Óttar M. Norðfjörð er
komin út bókin Gleði
og glötun, þar sem
börnin sem bora í
nefið á bókasöfnun
eru tuskuð svolítið til.
Útgefandi er Nýhil.
B landarabrand-arar nefnist ný
bók eftir Eirík Örn
Norðdahl sem Nýhil
gefur út. Eiríkur ræktar
fjöll úr bókstöfum og
bókstafi úr rafhlöðum.
NÝJAR BÆKUR
Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og