Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 8
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR Opel. fi‡ski gæ›ingurinn. JÓLIN NÁLGAST! NÁÐU FORSKOTI Á NÝJUM OPEL. *Mi›a› vi› bílasamning Glitnis me› 10% útb. og eftirstö›var í 84 mánu›i. Á Opel Meriva kynnist þú áður óþekktu frelsi því sveigjanleiki og öryggi þessarar verðlaunabifreiðar skilar sér ótvírætt við íslenskar aðstæður. Prófaðu þennan fallega bíl sem er í fremsta flokki hvað snertir sparneytni og það verður ekki aftur snúið. Hverjum Opel fylgir 100.000 kr. gjöf frá Bræðrunum Ormsson handa þeim sem þér þykir vænt um. Við hvetjum alla ökumenn til að aka varlega um hátíðarnar. VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.795.000 kr. 10% ÚTBORGUN 179.500 kr. A‹EINS 23.999 kr. Á MÁNU‹I* DVD spilari fylgir! UPPLÝSINGATÆKNI Öryggi heima- bankaviðskipta, þar sem fólk tengist sínum viðskiptabanka á netinu, er nokkuð til umræðu eftir að í ljós kom að í rannsókn er þjófnaður hálfþrítugs manns sem komst yfir aðgangsupplýsingar með einhverjum hætti. Lögregla rannsakar fjögur tilvik sem upp hafa komið síðan í sumar. Verið getur að maðurinn, sem er í haldi lögreglu, hafi sjálfur búið til forrit til að stela upplýs- ingum af tölvum, en svo getur líka verið að hann hafi verið að aðstoða erlenda upplýsingaþjófa, því úr íslenskum heimabönkum er illmögulegt að millifæra yfir á erlenda reikninga. Friðrik Skúlason, eigandi vír- usvarnafyrirtækisins FRISK Software, leggur áherslu á að ekki hafi borið skugga á öryggi upplýsingastreymis milli banka og viðskiptavinar, heldur sé brest- inn að finna hjá viðskiptavininum sjálfum. „Öryggisbresturinn felst í að einstaklingurinn gætir ekki tölvunnar sinnar nógu vel. Þetta er eins og að láta stela af sér veskinu með debetkortinu í eða að brotist sé inn til manns og trúnaðarupp- lýsingum stolið. Veilan er ekki í bankakerfinu sem slíku,“ segir Friðrik, en hann hefur aðstoðað bankana með öryggismál. Friðrik áréttar að vandamál tengd öryggi í tölvum og hugbún- aði sem stelur aðgangsupplýsing- um einskorðist ekki við heima- banka, heldur snúi líka að öllum öðrum viðskiptaupplýsingum, svo sem kreditkortanúmerum og fleiru. Hann segir töluvert hafa verið um að brotist hafi verið inn í tölvur hér á landi, en þá helst í þeim tilgangi að nota þær til að senda rafrænan ruslpóst. „Svo hafa komið hér upp áður svipuð mál og kortaupplýsingum stolið. Það eina sem er óvenjulegt nú er að búið sé að handtaka einhvern hér.“ Friðrik segist þó ekkert vita um þann einstakling eða rannsókn málsins. „Hann gæti verið höfuðpaur, milliliður eða eitthvað allt annað.“ Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá Snerpu á Ísafirði, segir fregn- ir af innbrotum í heimabanka ekki hafa komið á óvart. „Þetta var ekki spurning um hvort held- ur hvenær,“ segir hann og bendir á að á ferðinni hafi verið nokkur fjöldi tölvuorma sem komi fyrir nokkurs konar bakdyrum fyrir upplýsingar á tölvum sem þeir sýkja. Hann segir fólk verða að sýna varkárni og koma fyrir vörnum í tölvum sínum. „Ef fólk er ekki visst í sinni sök um varnirnar ætti það að leita sér ráðgjafar, til dæmis hjá netþjónustu sinni eða fyrirtækjum sem sérhæfa sig í tölvuöryggi. „Gullna reglan sem forðar manni frá flestum vandræðum er þó eftir sem áður að opna ekki viðhengi í tölvupósti sem maður veit ekki hvað er.“ Tölvuþrjótar beita margvísleg- um aðferðum við að komast yfir lykilorð fólks. Njósnaforrit eru send í tölvupósti eða falin á vefsíð- um, gjarnan á blautlegri vefjum eða vafasamari, þaðan sem þau lauma sér sjálf í tölvurnar. Þá segir Friðrik Skúlason þekkt dæmi erlendis um að þrjótar hreinlega hringi í fólk og þykist vera frá bankastofnun eða verslun og reyni að plata upplýsingarn- ar upp úr fólki. Hann segir fólk þurfa að hugleiða hvort tölvur sem það notar í bankaviðskiptum séu öruggar og varar fólk við að tengj- ast heimabanka í tölvuverum skóla eða á netkaffihúsum. - óká Veilan er hjá notandanum Hægt er að stelast í heimabanka eftir fjölda leiða. Tengingin við bankann er örugg en notendur gæta sín ekki. Þjófnaðurinn nú gæti átt upptök í útlöndum. TEGUNDIR TÖLVUGLÆPA ■ Tölvuþrjótar eru af ýmsum toga og glæpsamlegt athæfi ekki einskorðað við þjófnað. Hér fyrir neðan eru taldar upp nokkrar tegundir tölvuglæpa: • Svindl með því að breyta tölvugögnum.• Sendingar á rafrænum ruslpósti (þar sem slíkt er bannað, líkt og hér). • Vísvitandi tilraunir til að komast í kring um öryggiskerfi tölva. • Óheimill aðgangur eða breytingar á forritum, gögnum, eða öðrum hlutum. • Hugverkaþjófnaður svo sem afritun kvikmynda og hugbúnaðarstuldur. • Iðnnjósnir þar sem stolist er í tölvu- gögn eða þeim stolið. • Persónueinkennastuldur þar sem framkvæmdar eru færslur í annarra nafni. • Hönnun eða dreifing tölvuvírusa eða -orma. • Auraþjófnaður þar sem ítrekað er stolið smáupphæðum úr tölvufærslum. • Árásir á tölvukerfi þar sem dembt er yfir þau sendingum þar til þau annað hvort hægja á sér eða gefast upp hliðina. • Hvers konar umsýsla með barnaklám. RAFRÆNN RUMMUNGUR Á FERÐ Fólk sem stundar viðskipti á netinu þarf að huga að öryggi tölva sinna og annarra sem það notar. Sérfræðingar vara fólk við því að tengjast heimabanka á ókunnum tölvum, svo sem í netkaffihúsum þar sem gæti verið búið að koma fyrir njósnabúnaði. Myndin er sviðsett. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BANDARÍKIN, AP Ný könnun sýnir að í hverjum mánuði fær einn af hverj- um fjórum Bandaríkjamönnum tölvupóst þar sem reynt er að veiða upp úr þeim persónuupplýsingar, svo sem notendanöfn og lykilorð. Sjö af hverju tíu sem fá slíkar sendingar láta svo glepjast af þeim og telja þær frá raunverulegum fyrirtækjum, en ekki netþrjótum. Netfyrirtækið America Online og Landsnefnd um tölvuöryggi gerðu könnunina, en sérstaklega var horft til svikamylla þar sem reynt er að plata skráningarupplýs- ingar úr fólki. Nærri þrír fjórðu aðspurðra, eða 74 prósent,sögðust nota tölvur sínar í rafrænum viðskiptum á net- inu. ■ Bandaríkjamenn á netinu: Láta plata sig UPPLÝSINGATÆKNI Friðrik Skúlason er sérfróður um tölvuöryggi, en hann segir tæknilausnir ekki duga nema að hluta. Einnig þurfi að koma til árvekni notenda. „Almennt séð mæli ég með því að fólk sé með eldvegg í tölvum sínum, með uppfærða veiruvörn, með forrit sem finnur njósna- og auglýsingahugbúnað, og að það noti góð lykilorð, breyti þeim reglulega og skrifi þau ekki niður,“ segir Friðrik og bætir við að einnig sé mjög mikilvægt að vera með allar nýjustu örygg- isuppfærslur hugbúnaðar og stýrikerfis. „Þetta á sérstaklega við um Windows stýrikerfið, sem er mun frekar útsett fyrir árásum en stýrikerfi Macintosh eða Linux.“ Þá ráðleggur Friðrik fólki að forðast þráðlaus net, gerist þess kostur og fara almennt varlega þegar viðkvæmar upplýsingar eru gefnar upp í tölvu. - óká Hollráð í öryggismálum einkatölva: Fólk sýni árvekni FRIÐRIK SKÚLASON Friðrik er landsþekktur tölvuveirubani. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.