Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 70
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR50 menning@frettabladid.is ! Kl. 16.30Miðstöð einsögurannsókna í Reykja- víkurAkademíu efnir til fundar í ReykjavíkurAkademíunni á 4. hæð í JL-húsinu þar sem sagnfræðing- arnir Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon fjalla um kyn, kynlíf og sjálf í tilefni þess að þeir voru að gefa út tíunda og ellefta verk í bókaflokknum Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. > Ekki missa af ... ... jólasýningu tólf listamanna í 101 Gallery sem stendur til 6. janúar. ... jólatónleikum í Skálholtskirkju á laugardaginn þar sem systkinin Sigrún Hjálmtýsdóttir og Páll Óskar Hjálm- týsson syngja ásamt kórum kirkjunnar, Moniku Abendroth hörpuleikara og strengjasveit undir stjórn Hjörleifs Valssonar. ... sýningunni Ný íslensk myndlist II í Listasafni Íslands, þar sem hópur ungra listamanna glímir við rými safnsins. „Ég kynntist verkinu fyrst eftir menntaskólaárin og heillaðist strax,“ segir Þór Tulinius leikari um smásöguna Manntafl eftir Stefan Zweig. Þór hefur undanfar- ið sýnt einleik sem hann skrifaði upp úr smásögunni í Borgarleik- húsinu við góðan orðstír. Hann leikur sjö hlutverk í sýningunni en segir það taka merkilega lítið á. „Maður byrjar bara sýning- una og þá fer þetta allt af stað og rennur áfram þangað til það er búið. Þetta eru samt ólíkar per- sónur sumar eru fyndnar en aðrar harmrænar.“ Það er almennt talið að skák hafi ekki verið gerð betri skil í skáldskap en í Manntafli og það þarf því engan að undra þó að skák- fólk hafi verið áberandi í áhorf- endahópnum. „Skáksambandið og skákáhugafólk hefur sýnt verkinu mikinn áhuga en það er þó rétt að taka það fram að þekking á skák er alls ekki nauðsynleg til þess að fólk geti notið verksins. Þetta er fyrst og fremst saga um mann- leg örlög og höfðar því til allra. Fólk þarf ekki einu sinni að kunna mannganginn til þess að geta haft gaman af verkinu.“ Þór segir að hugmyndir hafi verið uppi um að bjóða fyrrum heimsmeistaranum Bobby Fischer á Manntafl en það hafi þó ekki orðið að því enn en flestir aðrir þekktir Íslendingar í skáklífinu séu búnir að láta sjá sig. „Þetta er áhrifaríkt verk og ég held að það hafi mikil áhrif á alla þegar þeir kynnast því í fyrsta sinn sama hvort það er í bók, á sviði eða í kvikmynd. Stemningin í salnum hefur verið mjög góð og áhorfend- ur hafa verið með á nótunum frá upphafi og viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Þór sem sýnir verkið næst annað kvöld og þar næst á milli jóla og nýárs. Þarf ekki að kunna mannganginn ÞÓR TÚLINÍUS Fer hamförum í sjö hlutverkum í Manntafli sem byggir á samnefndri smá- sögu eftir Stefan Zweig. Návígi Borgarleikhússins við Borgarbókasafnið í Kringlunni hefur reglulega getið af sér skemmti- lega viðburði af ýmsu tagi. Í kvöld verður efnt til upplestrar í forsal Borgarleikhússins þar sem nokkrir af helstu rithöfundum þjóðarinnar lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Guðrún Eva Mínervudóttir les úr bók sinni Yosoy – af líkamslistum og hugarvíli í hryllings- leikhúsinu við Álafoss, Hallgrímur Helgason les úr Roklandi, Hreinn Vilhjálmsson úr Bæjarins verstu, þar sem hann segir frá reynslu sinni sem utan- garðsmaður í Reykjavík, Ingibjörg Hjartardóttir les úr spennusögu sinni, Þriðju bóninni, Ólafur Gunnarsson úr Höfuðlausn og Þórarinn Eldjárn úr nýrri ljóðabók sinni, Hættir og mörk. Tónlistin verður ekki langt undan því þeir Ólaf- ur Jónsson tenórsaxófónleikari og Jón Páll Bjarna- son gítarleikari mæta á svæðið og leika léttan jóladjass fyrir gesti. Upplestrarkvöldin Brot af því besta eru orðin fastur liður fyrir jólin í Borgarleikhúsinu. Þetta er seinna upplestrarkvöldið af tveimur, sem Borgar- leikhúsið og Borgarbókasafnið efna til fyrir þessi jól, því fyrir viku mætti þangað ekki síður föngu- legur hópur rithöfunda sem las úr verkum sínum við góðar viðtökur gesta. Lesið úr broti af því besta Rúnar Óskarsson sendi ný- verið frá sér fyrsta íslenska geisladiskinn með verkum fyrir bassaklarínettu. Disk- urinn var í gær tilnefndur til íslensku tónlistarverð- launanna. „Ég bind vonir við að bassaklarí- nettan verði hljóðfæri 21. aldar- innar,“ segir Rúnar Óskarsson, eini Íslendingurinn sem hefur menntað sig sérstaklega í að leika á bassaklarínettu. Rúnar sendi nýverið frá sér geisladiskinn Monologues-Dia- logues þar sem hann leikur nýja íslenska tónlist eftir þau Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Elínu Gunn- laugsdóttur, Tryggva M. Bald- vinsson og Oliver Kentish. Ásamt Rúnari leika á disknum þau Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari, Kristjana Helgadóttir flautu- leikari og Kammersveit Reykja- víkur undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. „Ég held að það sé mjög skemmtilegt að semja fyrir þetta hljóðfæri, að minnsta kosti finnst mér mjög skemmtilegt að leika á það. Möguleikar þess koma sífellt á óvart.“ Rúnar var nýverið á tónleika- ferðalagi í Hollandi þar sem hann lék ásamt Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Bern- harðs Wilkinsonar verk Tryggva M. Baldvinssonar Monologues- Dialogues á alþjóðlegri hátíð bassaklarínettuleikara. Þetta verk er viðamesta verkið á disk- num, tekur um það bil hálftíma í flutningi og er fullgildur konsert fyrir bassaklarínettuleikara og hljómsveit. „Bassaklarínettan er ungt hljóðfæri og þó Mahler og fleiri hafi notað það sem hljómsveitar- hljóðfæri þá var það ekki fyrr en fyrir 50 árum sem það var fyrst notað sem einleikshljóðfæri. Framfarir í hljóðfærasmíði hafa síðan smám saman gert það að verkum að þetta er orðið fullgilt hljóðfæri eins og klarínettan er. En bassaklarínettan er töluvert stærri en klarínettan, með dýpri hljóm og auk þess með miklu stærra og meira tónsvið.“ Rúnar lærði á klarínettu við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Amsterdam, en síðar lærði einnig á bassa- klarínettu hjá bassaklarínettu- snillingnum Harry Sparnaay í Amsterdam. „Hann hvatti mig mikið til að láta íslensk tónskáld semja fyrir mig nýja tónlist og taka þannig þátt í nýsköpun á þessu sviði, því ef hljóðfæraleikararnir taka ekki þátt í því þá gerir það enginn.“ Vinnur brautryðjendastarf RÚNAR ÓSKARSSON MEÐ BASSAKLARÍNETTUNA Segir bassaklarínettuna óhemju skemmti- legt hljóðfæri.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólasöngvar kammerkórsins Vox academica eru orðnir fastur liður í nær tíu ára starfi kórsins. Þeir hafa jafnan verið framlag hans til helgihalds jólanna, en nú er sér- stakt tilefni þar sem kórinn hefur gefið út geisladisk með jóla- og aðventulögum sem mörg hver verða flutt á tónleikum kórsins í ár. Tónleikarnir í ár verða haldn- ir í Háteigskirkju á laugardaginn kemur og hefjast þeir klukkan 17. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifs- son, en einsöngvari á tónleikunum verður Anna Margrét Kaldalóns. Orgelleikari er Jorg Sondermann. Á tónleikunum verða flutt bæði íslensk og erlend jóla- og aðventul- ög sem vel eru kunn eins og Hátíð fer að höndum, Slá þú hjartans hörpustrengi, Söngur kerúbanna og raddsetningar Róberts Abra- hams Ottóssonar á Kom þú kom vor Immanúel og Nú kemur heimsins hjálparráð. Einnig lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Hans Nyberg, W.A. Mozart og Franz Gruber. Upptaka geisladisksins fór fram í Neskirkju undir stjórn Úlf- ars Inga Haraldssonar en dreif- ingaraðili er Smekkleysa og er diskurinn til sölu í helstu hljóm- plötuverslunum landsins og hjá kórfélögum. Jólasöngvar kammerkórs VOX ACADEMICA Jólatónleikar kórsins verða í Háteigskirkju á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.