Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 60
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR40 UMRÆÐAN SAMFYLKINGIN GÍSLI GUNNARSSON PRÓFESSOR Í ágætri grein Guðmundar Magnús- sonar í Fréttablaðinu 4. desember koma fram viðhorf sem algeng eru meðal framsýnna og frjálslyndra manna. Guðmundur telur réttilega að tilkoma Samfylkingarinnar hafi verið heillavænlegt spor í íslenskri flokkaskipan. Eins og margir aðrir óttast hann þær tölur sem Samfylk- ingin fær í skoðanakönnunum núna. Ljóst er hins vegar að nær allt „tap“ flokksins í könnunum fer nú til Vinstri grænna. Ég giska á að um 10 prósent allra kjósenda séu á stöðugri ferð milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og þeir hafi stað- næmst á landsmælikvarða í bili hjá þeim síðarnefndu. Skipting mikils lausafylgis þessara tveggja flokka er síbreytileg og hér spyrjum við aðeins að leikslokum. Alþýðubandalagið og fyrir- rennarar þess annars vegar, og Alþýðuflokkurinn hins vegar, áttu í áranna rás fremur erfitt með að starfa saman þótt báðir flokkar ættu sameiginlegar rætur í verkalýðs- hreyfingunni og legðu að jafnaði svipað mat á ýmis þjóðmál eins og tekjujöfnun og almannatryggingar í samfélagi okkar. Sameining flokk- anna 1998¿2000 var því í raun og veru mikið afrek en kostaði líka sitt. Eins og kunnugt er klofnaði Alþýðu- bandalagið þá og minnihlutinn, sem varð undir, var og er mikilvægasta stoðin í Samtökum Vinstri grænna. Og þótt þessi sameining væri nær einróma samþykkt í Alþýðuflokkn- um, fóru samt sumir kjósendur þessa flokks þegjandi og hljóðalaust yfir til hefðbundna samstarfsflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins, einkum í kosningunum 1999. Ég ræddi við gamlan kjósanda Alþýðuflokksins fyrir nokkrum árum. Hann kvaðst aldrei munu kjósa Samfylkinguna því að þar væru svo margir gamlir kommar. Því styddi hann Sjálfstæðisflokk- inn. Sama dag ræddi ég við konu, sem hafði verið í Alþýðubandalag- inu frá blautu barnsbeini. Hún gat ekki kosið Samfylkinguna því að þar væru svo margir gamlir kratar! Því styddi hún Vinstri græna. Hvorugt hafði nokkuð neikvætt um stefnu Samfylkingarinnar að segja! Mér finnst afstaða þessara tveggja ágætu viðmælenda minna útskýra mikið andstöðu við Sam- fylkinguna. Vinstri grænir tíunda í sífellu að Samfylkingin sé hrein- ræktaður krataflokkur, aðeins arf- taki Alþýðuflokksins gamla. And- stæðingar Samfylkingarinnar til hægri, einkum sumir Sjálfstæðis- flokksmenn og Morgunblaðið, endur- taka í sífellu að flokkurinn sé orðinn einhvers konar kommasamkunda og láta sig dreyma um að endurreisa gamla Alþýðuflokkinn til að finna sér nýja stjórnarhækju. Það var og er því mikil nauðsyn að vinna að stefnumótun í Samfylk- ingunni, efla þar sameiginlegan skilning á þjóðmálum, styrkja inn- viði flokksins. Þessi vinna skilar árangri. Samfylkingin verður með hverju ári samstæðara afl. Skoð- anakannanir núna sýna að vísu lág- marksfylgið í rúm þrjú ár, þó hærra en var fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 2002 sem almennt voru hagstæðar Samfylkingunni þvert á kannanir. Því er engin ástæða til verulegrar svartsýni núna. Flokkur- inn er fjölmennari en hann var fyrir fimm árum. Hann hefur alla burði til að ná góðum árangri í sveitarstjórn- arkosningunum 2006. ■ Ótímabærar illspár um Samfylkinguna Hvernig getur þjóð leyft sér að sofa á verðinum á meðan hluti þegna þjóðfélagsins er kaffærð- ur í ofurvaldi ráðamanna, sem þó eru kosnir á lýðræðislegan hátt? En þar virðist líka endapunktur lýðræðisins vera. Þeir sem setjast í ráðherrastólana eftir kosningar virðast geta valtað yfir stjórn- arandstöðuna endalaust í skjóli meirihluta. Alþingi er alveg mátt- laust, því ekki eru samþykkt mörg lagafrumvörpin sem koma frá stjórnarandstöðu. Ekki er eðlilegt að menn séu svo flokksbundnir að þeir geti ekki fylgt sannfæringu sinni, því ekki þýðir að segja mér að þessir menn séu alltaf í hjarta sínu sammála því sem flokksfor- ystan er með á prjónunum. Þetta er sýnin sem blasir við nú um stundir. Skilja menn ekki að þeir eru kosnir til að vinna fyrir þjóð sína í stað þess að nota vald sitt til að valta yfir hana og setja sig í hásæti? Eðlilegra væri að þeir sem valdir eru til þessara starfa sýndu auðmýkt gagnvart því trausti sem þeim er sýnt, en enginn vogar sér að sýna slíka linkind. Af mörgu er að taka til að sýna dæmi um valdníðslu og hroka ráðamanna, en það sem rak mig til að skrifa þessi orð eru mál- efni nýrnasjúklinga á Landspít- ala - Háskólasjúkrahúsi. Hér fær spítalinn skipun um að spara og er yfirmaður spítalans settur í þá aðstöðu að velja þær aðgerðir sem þurfa þykir. Í þetta skipti er vöktunum breytt þannig að starfs- fólkið getur ekki unnið eftir þeim og verður að hætta af þeim sökum. Þá kemur heilbrigðisráðherra og ber af sér allar sakir og segir að yfirstjórn spítalans og starfs- fólkið verði bara að semja. Hann veit samt að ef þetta kerfi verður tekið upp og starfsfólkið hættir, eru þessir sjúklingar í bráðri lífs- hættu vegna þess hversu sérhæfð vinna þetta er og einstaklega vandasöm. Finnst honum kannski ómaksins vert að að hjálpa þessu fólki að komast yfir móðuna miklu - þeirra hlutverki sé hvort sem er lokið hér á jörð, þar sem það geti ekki skilað arði lengur? Allt er reiknað í peningum og aftur peningum og allt á að einka- væða, hvernig sem starfseminni er háttað, svo sem Listdanskólann. Ég hélt nú að menntamálaráðherra væri listunnandi, en svo er ekki að sjá. Hún ákveður bara að loka skólanum - og punktur! Svo kom reyndar á daginn að einkavæða átti skólann og þar með er ríkið laust allra mála og börnin sem eiga ríku foreldrana geta nú lært listdans, en hin geta bara verið heima - en eitt þeirra barna sem heima sitja gæti verið snillingur- inn sem við biðum eftir! Spurningin er: hvert fara allir peningarnir, fyrst ekki átti að nota þá í sjúkrahúsin nema svona eftir því sem toppunum þykir passa? Ekki fara þeir í listir og ekki í menntamálin, nema rétt til að halda þeim á floti. Jú, alveg rétt, það á að byggja stórt sjúkrahús með öllum græjum, rosa flott! En hvernig á að reka það? Í dag eru ekki til peningar til að reka litla sjúkrahúsið. Hvernig á þá að vera hægt að reka stóra flotta sjúkra- húsið. Með því að loka deildum? Ég skora á fólkið í þessu landi að skoða aðeins hug sinn. Hvað viljum við? Viljum við fá að vita hvað verður um peningana okkar sem við treystum valdhöfum fyrir? Gera þeir sér grein fyrir að við eigum öll þessa peninga? Hvers vegna fáum við ekki öll að njóta þeirra? Og hvers vegna fá öryrkjar og eftirlaunafólk ekki að vera með í þjófélaginu sem gildir þegnar, heldur eins og hlutir sem settir eru út í horn? Erum við hin kannski samsek? Við þegjum eins og steinar og látum misréttið við- gangast. Við þurfum öll að taka þátt, því ekki er nóg að einn og einn tali. Mátturinn liggur í sam- heldninni. Mörgum spurningum er ósvar- að, en það sem mestu máli skiptir í dag er að nýrnadeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss fái að starfa eðlilega. Heilbrigðisráðherra væri maður að meiri ef hann viður- kenndi mistök sín og leiðrétti þetta mál. ■ Nýrnadeild fái að starfa eðlilega Þá kemur heilbrigðisráðherra og ber af sér allar sakir og segir að yfirstjórn spítalans og starfsfólkið verði bara að semja. Hann veit samt að ef þetta kerfi verður tekið upp og starfsfólkið hættir, eru þessir sjúklingar í bráðri lífshættu vegna þess hversu sérhæfð vinna þetta er og einstaklega vandasöm. UMRÆÐAN SKIPULAGSBREYT- INGAR Á NÝRNA- DEILD LSH KARÍTAS GUÐMUNDSDÓTTIR BÓKARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.