Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 72
8. desember 2005 FIMMTUDAGUR52
Stóra svið
Salka Valka
Su 11/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
Woyzeck
Fö 9/12 kl. 20 Fi 29/12 kl. 21
Fö 30/12 kl. 21
Kalli á þakinu
Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14
Su 8/1 kl. 14
Brot af því besta!
Rithöfundar lesa úr nýjum bókum
Í kvöld kl. 20
Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason,
Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur
Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn
Léttur jóladjass og kaffihúsastemning.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis
Leikhópurinn Perlan
Frumsýnir Jólasveinana í leikgerð eftir sögu Ber-
gljótu Arnalds. Su 11/12 kl. 15. Miðaverð
1000 kr. Aðeins þessi eina sýning
Nýja svið/Litla svið
Lífsins tré
Su 11/12 kl. 20 Síðasta sýning!
Þrjár systur e. Tsjekhov
Nemendaleikhúsið, aðeins sýnt í desember
Í kvöld kl. 20 Lau10/12 kl. 20
Þr 13/12 kl. 20 Fö 16/12 kl. 20
Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20
Manntafl
Mi 28/12 kl. 20
Alveg brilljant skilnaður
Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING
Fö 30/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar
Carmen frumsýnt í janúar 2006
Forsala laugardaginn 10/12
Miðaverð í forsölu 2.600, almennt miðaverð
3.600. Milli 14 og 16 verða sýnd atriði úr
Carmen í forsal Borgarleikhússins. Kaffi og
piparkökur í boði. Allir velkomnir.
Velgegni skáldsögunnar Við enda
hringsins eftir norska rithöfundinn
Tom Egeland hefur orðið til þess
að hann getur tekið sér árs frí frá
starfi sínu sem fréttastjóri sjón-
varpsstöðvarinnar TV2 í Noregi
og mun því einbeita sér að ritstörf-
um á næstunni. Við enda hringsins
kom út í íslenskri þýðingu fyrir
skömmu. Hún þykir minna um
margt á Da Vinci lykilinn eftir Dan
Brown en Egeland skrifaði hana
tveimur árum áður en Da Vinci
lykillinn kom út. Í kjölfar gríðar-
legra vinsælda Da Vinci lykilsins
beindust augu heimsbyggðarinnar
að bók Egelands sem hefur í kjöl-
farið verið gefin út í fjölmörgum
löndum og selst meðal annars eins
og heitar lummur á Ítalíu um þess-
ar mundir.
Tekjur Egelands af ritstörf-
um eru því orðnar hærri en laun
hans hjá TV2 og hann ætlar því að
taka sér langþráð frí. „Það er mjög
ánægjulegt fyrir mig eftir að hafa
verið bæði rithöfundur og blaða-
maður í 25 ár að geta loksins helg-
að mig ritstörfum eingöngu.“
Á næsta ári fer sjónvarpsþátta-
röð í loftið sem byggir á einni
af sakamálasögum Egelands en
hann er á kafi í handritsvinnu
þessa dagana. „Þetta er erfitt og
allt öðruvísi en að skrifa bók. Það
þarf auðvitað heilmikið að skera
niður til þess að geta komið 500
blaðsíðna bók fyrir í 100 síðna
handriti.“ Þar fyrir utan vinnur
Egeland nú að framhaldi Við enda
hringsins en hann sótti efnið í þá
bók meðal annars til Íslands þegar
hann sótti landið heim í síðasta
mánuði en Snorri Sturluson mun
koma nokkuð við sögu.
„Þetta er óbeint framhald af
Við enda hringsins en ráðgátan í
bókinni er á svipuðum nótum og
þar,“ segir Egeland, sem ætlar
því ekki að segja skilið við forn-
leifafræðinginn Björn Belto sem
komst í hann krappann í Við enda
hringsins. ■
Egeland tekur sér frí
TOM EGELAND
Bókaforlagið Veröld hefur gengið
frá samningum um útgáfu á Þriðja
tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur
og næstu bók hennar, sem enn er
óskrifuð, í Bandaríkjunum og Kan-
ada. David Highfill, útgáfustjóri
hjá HarperCollins, tryggði sér
útgáfuréttinn eftir uppboð milli
bandarískra bókaforlaga sem stóð
í nær tvær vikur. Highfill, sem
segir að Þriðja táknið sé frábær
frumraun, hefur á liðnum árum
gefið út fjölda bóka sem náð hafa
efstu sætum metsölulista austan
hafs og vestan.
Á dögunum var einnig samið um
útgáfu á Þriðja tákninu á pólsku,
rússnesku, tékknesku, slóvak-
ísku og tælensku. Þriðja táknið er
þannig væntanlegt á sautján tungu-
málum í öllum byggðum heimsálf-
um veraldar á næstu misserum.
Þá hefur verið samið um útgáfu á
næstu bók Yrsu í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Ítalíu.
Highfill þykir glöggur útgefandi
og Pétur Már Ólafsson, útgefandi
hjá Veröld, segir Yrsu ekki geta
verið í betri höndum í Bandaríkj-
unum og Kanada. „David Highfill
hefur mikla trú á Yrsu og honum
er það metnaðarmál að sanna sig
hjá nýrri útgáfu. Hann þekkir
vel til verka eins og sést best á
bókum Patriciu Cornwell og fleiri
heimsþekktra höfunda sem hann
hefur annast útgáfu á undanfarin
ár. Útgáfubækur hans hafa verið
tíðir gestir á mestölulistum um
víða veröld. Það sýnir sterka stöðu
Yrsu að tveir frábærir bandarísk-
ir útgefendur skuli dögum saman
bjóða hvor á móti öðrum í fyrstu
glæpasögu óþekkts íslensks höf-
undar og þar að auki festa kaup
á bók sem enn er óskrifuð,“ segir
Pétur Már.
Pétur bendir jafnframt á að
íslensk skáldsaga hafi ekki verið
boðin upp með þessum hætti áður
á Bandaríkjamarkaði enda sé hann
líklega einn sá erfiðasti í heimi
fyrir þýddar bækur.
Eftir að þessi útgáfusamningur
er í höfn er Þriðja táknið er vænt-
anleg á markað á sautján tungu-
málum í Evrópu, Asíu, Norður- og
Suður-Ameríku, Afríku og Eyja-
álfu.
Þriðja táknið til Bandaríkjanna
YRSA SIGURÐARDÓTTIR Fyrsta sakamálasaga hennar hefur verið seld útgefendum í öllum
byggðum álfum heims.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
DESEMBER
5 6 7 8 9 10 11
Fimmtudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
20.30 KK og Ellen halda tónleika
í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni
af útkomu geisladisksins Jólin
eru að koma. Með þeim spila
Þorsteinn Einarsson á gítar, Petter
Winnberg á kontrabassa og Eyþór
Gunnarsson á píanó.
22.00 Köntrísveit Baggalúts
efnir til stórhljómleika á NASA við
Austurvöll. Sérstakur leynigestur
verður Rúnar Júlíusson.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Leikfélag Menntaskólans á
Akureyri frumsýnir gamansöngleikinn
Ósýnilega köttinn í Kvosinni í MA.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Konstantin Vyshinsky
flytur fyrirlestur um alnæmi,
fíkniefni og áfengi í Rússlandi á
Félagsvísindatorgi Háskólans á
Akureyri, sem verður haldið í stofu
K201 á Sólborg við Norðurslóð.
■ ■ FUNDIR
16.30 Miðstöð einsögurannsókna
í Reykjavíkurakademíu kynnir
dagskrá um „Kyn, kynlíf og sjálf”
í húsakynnum akademíunnar
við Hringbraut. Már Jónsson og
Sigurður Gylfi Magnússon flytja
erindi.
■ ■ BÆKUR
20.00 Rithöfundarnir Guðrún Eva
Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason,
Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg
Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson og
Þórarinn Eldjárn lesa upp úr nýjum
bókum sínum í forsal Borgarleikhússins.
Ólafur Jónsson tenórsaxófónleikari og
Jón Páll Bjarnason gítarleikari leika
léttan jóladjass.
20.00 Ingibjörg Hjartardóttir,
Margrét Lóa Jónsdóttir og Birgitta
Jónsdóttir lesa upp úr nýútkomnum
verkum sínum á Súfistanum.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.