Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 51
[ ] Dreifingaraðili Enginn getur betur Leyfðu viðskiptavininum að velja!!! Þarasósa, grasasósa og sölvasósa eru nýkomnar á markaðinn í snyrtilegum neyt- endaumbúðum, ásamt kryddi úr ýmsum fjörugróðri. Þetta er næringar- og steinefnarík vara. „Þari og söl eru fjársjóður sem vert er að gefa gaum, enda liggur hann við fætur okkar. Þessi sjávar- gróður var nýttur hér á landi strax við upphaf byggðar og langt fram eftir öldum en neysla hans lagðist af nema hvað söl hafa verið snædd sem snakk. Það er fyllsta ástæða til að endurvekja neysluna enda er ört vaxandi áhugi á sjávargróðri í heiminum sem hágæðahollustu- vöru,“ segir Eyjólfur Friðgeirsson líffræðingur, sem stendur bak við fyrirtækið Hollustu úr hafinu ehf. Hann segir nýju þaravörurnar komnar í Heilsuhúsið, Melabúðina og Fjarðarkaup og að til standi að dreifa þeim víðar. En hvert er inni- hald þeirra? „Grunnurinn í þarasós- unum er sojasósa, eplaedik og fleira sem er síðan kryddað með þara og fjallagrösum,“ segir hann og bætir við að hressandi sjávarkeimur sé af þarasósunum en grasabragðið sé mildara. Krydd úr þurrkuð- um fjörugrösum segir hann gott í brauð, pottrétti og salatsósu en helsti kosturinn sé samt hollustan. „Þetta er ómenguð náttúruvara því fjörugrös eru rík af próteini, A- og B-vítamíni, joði, járni og fleiri lífs- nauðsynlegum steinefnum,“ segir líffræðingurinn Eyjólfur. Forláta heilsuvörur úr hafinu bláa Sósur og krydd úr sjávargróðri og fjallagrösum. Afslöppun er nauðsynleg annað slagið. Það þarf ekki endilega að nota allar helgar til þess að taka til og fara í búðir og heimsóknir. Það getur líka verið gott að slappa bara af heima með fjölskyldunni. Bjargey Ingólfsdóttir, iðjuþjálfi og hönnuður, segir að hendurnar séu okkar dýrmætustu verkfæri og nauðsynlegt að hlúa almennilega að þeim. Hún hefur í því skyni hannað Bara- heilsupúðana. „Ég hef verið að þróa þessa heilsupúða í þrjú ár,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir iðjuþjálfi, sem hannar og selur þessa skemmtilegu heilsupúða. „Ég hef aldrei getað gleymt orðum bæklunarlæknisins sem kenndi mér í Þrándheimi sem sagði að við værum illa hönnuð til að sitja.“ Og hún skýrir málið nánar. „Forfeður okkar ferðuðust um með láréttan hrygg þangað til einhverjum datt í hug að rétta sig upp. Þá hefst saga tvífætlingsins Homo Erectus. En nú erum við orðin Homo Kyrrseticus því svo mörg störf í okkar samfélagi eru unnin af sitjandi fólki. Mannslík- aminn er ekki búinn að laga sig að þessari sitjandi stöðu og mjög margir eiga við bakvandamál að stríða, þjást af vöðvaspennu og verkjum. Húsgögn eru sjaldnast hönnuð til að veita góðan stuðning við bak og handleggi og við erum alltaf að leita leiða til að halda bakinu beinu.“ Hugmynd Bjarg- eyjar með heilsupúðanum er að bæta setstöðuna því stuðningur undir framhandleggina auðveldar okkur að sitja betur og slaka á í herðum og handleggjum. „Bara- heilsupúðum er ætlað að minnka og fyrirbyggja verki í herðum, handleggjum og höndum og auð- velda okkur að stunda ýmsa iðju. Það er svo nota- legt þegar maður er kominn með þennan stuðning undir hendurnar, bæði til að slaka á og líka til að geta unnið. Mér finnst mikilvægt að við hlúum vel að okkar dýrmætustu verkfærum sem eru hendurnar og einnig að við slök- um vel á þegar við sitjum.“ Bara-heilsupúðarnir fást í þremur stærðum og gerðum og eru eftir því kallaðir 1, 2 og 3. „Eitt líkist banana í formi og er nokkurs konar björgunarhring- ur þannig að maður getur hvílt framhandleggina og hefur frítt vinnupláss fyrir framan sig. Hann nýtist til dæmis við prjónaskap og tölvuvinnu. Einnig er hægt að nota hann sem stuðning við mjóbakið. Tvö er stærsti púðinn og hann er góður til að hvíla hluti á því það er nokkurs konar „vinnuborð“ á honum. Hentar vel við bóklestur, sitjandi og í rúmi. Þrjú er minnsti púðinn og passar inn í þröngan stól eins og hjólastól eða leikhúss- tól. Þeir hjálpa allir til við að hvíla hendurnar og slaka á.“ Bjargey segir að púðarnir séu ekki hugsaðir fyrir neinn sérstak- an hóp heldur fyrir alla þá sem kenna verkja í öxlum eða höndum. „Púðana eiga allir að geta nýtt sér, hvar og henær sem er. Mér fannst mikilvægt í hönnun þeirra að hafa þá fallega svo fólk geti hugsað sér að hafa þá í sófan- um heima. Þetta eru ekki einhvers konar heilsuvara sem þú stingur undir stól af því að þí vilt ekki láta hana sjást heldur er bæði notagildi og fal- legt útlit.“ En af hverju heita þessir heils- upúðar þessu nafni? „Þegar við lyftum öxlunum segjum við oft - bara - og það er gott fyrir axlirnar að lyfta þeim. Það eru púðarnir líka. Svo notum við orðið bara líka á svo marga vegu og notkunarmöguleikar púð- anna eru margvíslegir líka.“ Bjargey hefur þróað púðana í samvinnu við notendur og heil- brigðisstarfsfólk, sem hefur hvatt hana til að koma þeim á fram- færi. Hægt er að fá meiri upplýsing- ar um bara-púðana og panta þá á heimasíðunni www.bara123.is. Bara-heilsupúðarnir fást í þremur ólíkum stærðum og gerðum. Bara-heilsupúðinn fyrir Homo Kyrrseticus Hér vinnur Bjargey að handverki sínu á púða númer tvö en hún er líka listakona og vinnur meðal annars hluti í vír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.