Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 66
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR46 timamot@frettabladid.is Ástkær sambýlismaður minn og sonur, Karl Markús Bender Freyjugötu 34 Reykjavík, lést á heimili sínu 30. nóvember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hjúkr- unarþjónustu Karítas, sími: 551-5606. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Ástþórsdóttir Elín Sigríður Markúsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Elín Sigurðardóttir Skipasundi 43, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. desember kl. 15.00. Stefán Karl Linnet Sigríður S. Júlíusdóttir Helga Júlíusdóttir Arnfinnur R. Einarsson Kristján Karl Linnet Sigríður Anna Guðbrandsdóttir Sigurður Karl Linnet Erla Einarsdóttir Mark Cohagen og barnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Kristín Jóhannesdóttir frá Svínhóli, Hjúkrunarheimilinu Selja- hlíð, Reykjavík, lést í Seljahlíð aðfaranótt mánudagsins 5. desember. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 12. desember, kl. 13.00. Helgi Jóhannesson Þóra Þorleifsdóttir Ragnheiður Jóhannesdóttir Haraldur Sigfússon Ragnheiður Guðmundsdóttir, systkinabörn og þeirra fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Benedikt Kjartansson málarameistari, Hrafnistu Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi 5. desember. Ingibjörg Benediktsdóttir Haraldur Benediktsson Elín Jakobsdóttir Benedikt Benediktsson Elín Kristín Björnsdóttir Viðar Benediktsson Eva Elíasdóttir Birna Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gyðu Erlingsdóttur Þórðarsveigi 1, áður Framnesvegi 55. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteinn Dalmann Októsson Hjörtur O. Aðalsteinsson Hildur Jónsdóttir Eygló Aðalsteinsdóttir Flosi S. Valgarðsson Guðrún Aðalsteinsdóttir Jón G. Guðmundsson Erling Ó. Aðalsteinsson Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Magnea Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. JOHN LENNON (1940-1980) LÉST ÞENNAN DAG. „Það skiptir ekki máli hve sítt hár mitt er, né liturinn á húð minni eða hvort ég er kona eða karl.“ JOHN LENNON VAR EINN ÁHRIFAMESTI TÓNLISTAMAÐ- UR SÖGUNNAR. Á þessum degi árið 1941 lýstu Bandaríkjamenn yfir stríði á hend- ur Japönum. Þetta var aðeins einum degi eftir árás Japana á bandaríska flotann í Perluhöfn í Kyrrahafi, sem var gerð fyrirvara- laust og án formlegrar stríðsyfirlýs- ingar. Hugmynd Japana á bakvið árásina var að lama bandaríska flotann meðan þeir lykju landvinn- ingum í Kyrrahafi. Japönsk stjórvöld höfðu gengið í bandalag Öxulveldanna, Þýska- lands og Ítalíu. Bandarísk stjórn- völd brugðust við með efnahangs- þvingunum og að lokum algeru banni við olíusölu til landsins sem fór illa með Japan sem var fyrst og fremst sjóveldi með stóran og öflugan flota sem þurfti á olíu að halda. Í árásinni á Perluhöfn fórust 2.390 Bandaríkjmenn, Tvö orrustuskip, eitt skotæfingaskip, tveir tundur- spillar og 188 flugvélar eyðilögð- ust. Þrjú orrustuskip löskuðust en hægt var að gera við þau síðar. Sama máli gegndi um þrjú beiti- skip, einn tundurspilli, flugbáta- skip, viðgerðaskip og 159 flugvél- ar. Fyrir árásina á Perluhöfn höfðu Bandaríkjamenn einungis ætlað sér að heyja varnarstríð ef til hern- aðar við Japani kæmi. Nú stóð bandaríska þjóðinni sameinuð að baki ríkisstjórninni og þing- inu þegar lýst var yfir stríði gegn Japan. ÞETTA GERÐIST > 8. DESEMBER 1941 Bandaríkjamenn í stríð við Japani PERLUHÖFN MERKISATBURÐIR 1936 Tíðindum þykir sæta þegar listverslun er opnuð í Reykjavík. 1965 Rörasteypa í Kópavogi brennur til kaldra kola. 1971 Samkomulag er undirrit- að milli Íslands og Kína um stjórnmálasamband ríkjanna. 1978 Golda Meir, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísrael, andast í Jerúsalem. 1980 Tónlistarmaðurinn John Lennon er myrtur. 1987 Leiðtogar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, Reagan og Gorbasjoff, skrifa undir samkomulag um að draga úr kjarnorkuvopnabúnaði. ANDLÁT Ása Eiríksdóttir, Bræðraborgar- stíg 31, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 2. desember. Kristjana Hilmarsdóttir, Gron- ingen, Hollandi, lést á sjúkrahúsi í Groningen föstudaginn 2. desember. Magnús Valur Þorsteinsson, Gaukshólum 2, lést á líknardeild Landspítala Landakoti, sunnudag- inn 4. desember. Benedikt Kjartansson málara- meistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítala Fossvogi mánudag- inn 5. desember. Halldór K. Halldórsson andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudag- inn 5. desember. Kristín Jóhannesdóttir, frá Svín- hóli, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, lést í Seljahlíð aðfara- nótt mánudagsins 5. desember. Páll Þ. Ólafsson, áður til heimilis í Jökulgrunni 17, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudag- inn 5. desember. Sigurður G. Kristjánsson, Aðal- götu 34, Súðavík, áður til heimilis á Grettisgötu 73, Reykjavík, and- aðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 5. desember. Fanney Andrésdóttir, frá Þórisstöðum, Gufudalssveit, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 6. desember. JARÐARFARIR 13.00 Gríma Sveinbjörnsdóttir, Hlíðarvegi 8, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digra- neskirkju. 13.00 Jón Valgarð Guðjónsson, Hvítingavegi 12, Vest- mannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju. 13.00 Leó Ingvarsson frá Neðra- Dal, V-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju. 13.00 Minningarathöfn um Skarphéðin Rúnar Grétarsson verður haldin í Fossvogskirkju. AFMÆLI Ragnar H. Hall lögmað- ur er 57 ára. Sólveig Anspach kvik- myndagerðarmaður er 45 ára. Björn Hlynur Haralds- son leikari er 31 árs. Það verður margt forvitni- legt til sýnis á vikulangri sýningu Tollminjasafns sem Tollvarðafélag Íslands opnar í dag í tilefni af sjötíu ára afmæli sínu. Þar verða til sýnis ýmsir gripir sem tollgæslan hefur lagt hald á í gegnum tíðina og marg- ir merkilegir hlutir úr sögu félagsins. „Við ætlum að sýna hvernig fólk hefur notað hugmyndaflugið við að smygla ýmsum hlutum til landsins,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, varaformað- ur Tollvarðafélagsins, og nefnir þar sem dæmi kerti, skó og niðursuðudósir sem nýtt hafa verið til starfans. „Síðan verða til sýnis vopn sem hafa verið haldlögð á Keflavíkurvelli, eins og Kalashnikoff vélbyssa og skammbyssur,“ upplýsir Guðbjörn en margt af því sem er til sýnis hefur ekki komið fyrir sjónir almenn- ings áður. „Það fer ekkert allt í blöðin sem við gerum upptækt,“ segir Guðbjörn glettinn en bendir á að smygl af öllu tagi sé að aukast, sérstaklega innflutningur á loftbyssum, hnúajárnum, fjaðurhnífum og fleiru sem unglingar séu oftar en eki að reyna að koma til landsins. Þá verður þeirra fjöl- mörgu verkefna sem toll- urinn sinnir minnst með myndasýningu, en Guð- björn segir starf tollgæslu- mannsins mun viðameira en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Við sinnum ýmsu eftirliti, til dæmis með fiski fyrir Fiskistofu, sinnum verkefnum fyrir yfirdýralækni, hugum að vörnum gegn farsóttum og fylgjumst með innflutningi á hráu kjöti. Þá fylgjumst við með flutningi á eiturefn- um og geislavirkum efnum, höfum eftirlit með inn- og útflutningi lyfja, fornmuna og dýra,“ segir Guðbjörn um nokkur af þeim verkefn- um sem tollgæslan innir af hendi. Tollgæslumenn á Íslandi eru 112 talsins. Guðbjörn telur að ef vel ætti að vera þyrfti að fjölga tollvörðum og bæta tækjakost. „Það hefur margfaldast magnið af innflutningi undanfarin ár og farþegafjöldinn hefur aukist stjarnfræðilega. Það er ljóst að við getum ekki skoðað nema lítinn hluta af því sem kemur til landsins, hvort sem það eru farþegar eða varningur,“ segir Guðbjörn en telur samt sem áður að tollarar njóti bæði virðingar og velvildar almennings þrátt fyrir að oft sé litið á þá sem vondu karlana í græna hliðinu. Tollminjasafnið verður opið almenningi frá föstu- deginum 9. desember til mið- vikudags í næstu viku frá klukkan eitt til fimm. Safnið er í Tollhúsinu í Tryggva- götu en inngangurinn snýr út að Hafnarhúsinu. TOLLVARÐAFÉLAG ÍSLANDS: OPNAR SÝNINGU Í TILEFNI AF 70 ÁRA AFMÆLI Eiturlyf í skóm og kertum TOLLARI AF GUÐS NÁÐ Guðbjörn Guðbjörnsson er varaformaður Tollvarðafélags Íslands. Hann telur tollara njóta aukinnar virðingar og velvildar almennings. HUGMYNDAAUÐGI Smyglarar sýna ótrúlegt hugmyndaflug þegar þeir reyna að koma fíkniefnum til landsins. Hér fannst töluvert magn í niðursuðu- dósum. KALASHNIKOFF Eitt af því sem verður til sýnis á Tollminjasafninu sem opið verður í eina viku er þessi forláta Kalashnikoff vélbyssa sem reynt var að smygla til landsins fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.