Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 36
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR36 LANDSBYGGÐ Reyðarfjörður er eitt þessara bæjarfélaga á Austfjörð- um sem gengur nú í endurnýjun lífdaganna ef svo má segja, vegna allra þeirra miklu framkvæmda sem unnið er að í tengslum við virkjunina við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa skammt austan byggðarinnar í Reyðar- firði. Minnkandi fjöldi íbúa er ávallt tekinn sem dæmi um hningn- un landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu sem sogað hefur til sín fólk úr hinum dreifðu byggðum uppstyttulaust undan- farna áratugi. Íbúatölur frá Aust- fjörðum sýna hins vegar svo ekki verður um villst að þar hefur tek- ist að stöðva fólksflóttann og gott betur en það. Ágætt dæmi um þessa breyt- ingu er þróun íbúafjölda á Fáskrúðsfirði. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá 1. desember árið 1997 voru íbúar á Reyðar- firði 683 talsins. Þremur árum síðar eða árið 2000 hafði fækk- að í bænum um liðlega fimmtíu manns og íbúafjöldinn kominní í 632. Og enn fækkaði á næstu árum; fjöldinn var kominn í 623 árið 2002. En þá verða vatnaskil og strax árið eftir, 2003 fjölgar um tæplega fimmtíu á staðnum. Og samkvæmt síðustu tölum Hag- stofunnar frá 1. desember í fyrra stefnir íbúafjöldi á Reyðarfirði óðfluga fram úr fyrri hæðum; talan komin í 696 og fastlega búist við að fjöldinn 1. desember á þessu ári sýni enn hærri tölu og að íbúafjöldinn sé kominn vel á áttunda hundraðið. Og uppbyggingin á Reyðarfirði ýtir jafnframt undir vonir manna um íbúafjölgun í nágrannabyggð- arlögum. Þar skiptir tilkoma jarð- ganganna yfir til Fáskrúðsfjarðar ekki hvað minnstu, en göngin voru tekin í notkun í byrjun septemb- er á þessu ári. Þau stytta leiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar um rúma þrjátíu kíló- metra, úr fimmtíu í átján, þannig að það er fyllilega raunhæfur val- kostur að búa á Fáskrúðsfirði og starfa á Reyðarfirði. Tölur Hagstofunnar sýna enda að ruðningsáhrifa uppbygging- arinnar á Reyðarfirði er farið að gæta í fjölgun íbúa á Fáskrúðs- firði. Á árunum 1997-2002 fækk- aði þeim um rúmlega sextíu en til 1. desember í fyrra fjölgaði þeim aftur um tæplega fimmtíu. - ssal Íbúafjöldinn vex ár frá ári Íbúum Reyðarfjarðar fækkaði um sextíu manns á árunum 1997-2002. Þá snerist dæmið við og þeim fjölgaði um rúmlega sjötíu manns á tveimur árum. REYÐARFJÖRÐUR Fjöllin hafa vakað í þúsund ár, segir í ljóði Bubba Morthens og Kambfellið og fjöllin ofan byggðarinnar í Reyðarfirði hafa vissulega vakað yfir firðinum í þúsund ár og gott betur. Og ekki skortir á tignarleikann þar sem þau spegla sig fagurlega á aðventunni í himinbláma fjarðarins við undirleik ljósanna í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA – stærsti fjölmiðillinn Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að leita að góðum starfskrafti er Allt – atvinna lausnin fyrir þig. Allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga . ATVINNULEITIN HEFST HÉR! F í t o n / S Í A F I 0 1 4 6 2 9 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � – stærsti fjölmiðillinn Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að leita að góðum starfskrafti er Allt – atvinna lausnin fyrir þig. Allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga . ATVINNULEITIN HEFST HÉR! F í t o n / S Í A F I 0 1 4 6 2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.