Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 26
8. desember 2005 FIMMTUDAGUR26
Samkvæmt drögum að nýju aðal-
skipulagi fyrir miðbæ Akureyrar
verður hjarta bæjarins umbylt á
næstu árum í því augnamiði að
gæða miðbæinn lífi og laða að
fólk og fyrirtæki. Þrátt fyrir gjör-
breytta ásýnd og mikla uppbygg-
ingu þurfa fá hús að víkja, sem
hlýtur að teljast sérstakt í ljósi
þess að um rótgróinn bæjarkjarna
er að ræða.
Þær byggingar sem fyrirsjáan-
legt er að þurfi að fjarlægja í mið-
bænum standa allar á afmörkuðu
svæði á milli skemmtistaðarins
Sjallans og húsaraðarinnar við
Strandgötu. Svæðið sem byggt
verður á er kallað Sjallareitur en
Sjallinn og húsin við Strandgötu
munu standa áfram.
Ekki hefur verið tekin end-
anleg ákvörðun um hvaða bygg-
ingar rísi á Sjallareitnum en
samkvæmt nýju skipulagi er
Sjallareiturinn ætlaður undir
stórmarkað. Engin stór matvöru-
verslun er í miðbæ Akureyrar en
stórmarkaðnum er bæði ætlað að
styrkja íbúðarbyggð í miðbæn-
um og draga fólk að hjarta bæj-
arins, sem aftur mun efla aðrar
verslanir og þjónustufyrirtæki á
svæðinu.
Hagkaup hafa hug á að flytja
verslun sína á Akureyri í mið-
bæinn en Hagkaupsmenn eru
hins vegar ekkert sérstaklega
spenntir fyrir Sjallareitnum.
Ármann Jóhannesson, sviðs-
stjóri tækni- og umhverfis-
sviðs Akureyrarbæjar, segir að
endanleg ákvörðun um fram-
kvæmdir á reitnum fari eftir
áhuga fjárfesta sem vilja koma
að uppbyggingu miðbæjarins.
Flest húsin sem þurfa að
víkja tengjast atvinnustarf-
semi en einungis eitt hús á
Sjallareitnum er eingöngu nýtt
til búsetu. Í því býr einn íbúi,
Jón Oddgeir Guðmundsson, en
hann á einnig verslunina Litla
húsið á Sjallareitnum og höndlar
þar með varning af kristilegum
toga.
UMBOÐSSKRIFSTOFA Leiguherbergi eru á efri hæðinni en þar bjó á sínum tíma bifreiða-
smiðurinn Grímur Valdimarsson sem var með verkstæði sitt í húsnæði við hliðina þar sem
nú er sólbaðsstofan Stjörnusól.
RÚSSAHÚSIN Lítil sem engin notkun er á
þessum byggingum í dag en þær liggja
þétt að Sjallanum.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Hagsmíði er með trésmíðaverkstæði í þessu húsi.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI OG SÓLBAÐSTOFA
Innréttingasprautun er til húsa í bláu bygg-
ingunni en þar var til skamms tíma rekin
fiskbúð. Grímur Valdimarsson heitinn var
fyrir margt löngu með verkstæði í húsnæði
Stjörnusólar og byggði þar yfir bíla en nú er
þar sólbaðstofa.
VERSLUN Í Litla húsinu er seldur varningur af kristilegum toga. Húsið mun víkja fyrir fram-
tíðinni en verslunin verður að líkindum flutt í nýtt húsnæði.
HÓTELÍBÚÐIR OG VÍDEÓLEIGA Stórkaupmaðurinn Ragnar Ólafsson og fjölskylda hans
bjuggu eitt sinn í þessu húsi og var Ragnar með atvinnustarfsemi á jarðhæðinni en
fjölskyldan bjó á efri hæðunum. Nú eru hótelíbúðir á efri hæðunum en myndbandaleiga á
jarðhæðinni.
Húsin sem víkja fyrir framtíðinni
Rífa þarf nokkur hús í miðbæ Akureyrar vegna fyrirhugaðra endur- og uppbygginga. Húsin eru fá en
geyma samt sína sögu. Kristján J. Kristjánsson blaðamaður skoðaði húsin í gegnum myndavélina.
ÍBÚÐARHÚS Þetta er eina
einbýlishúsið sem þarf víkja
og þar er aðeins einn íbúi.