Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 24
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR24 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Söngelskir kirkjugestir í Digraneskirkju þurfa ekki lengur að grúfa sig ofan í sálmabækurnar ætli þeir sér að taka undir í söngn- um. Sálmunum er varpað upp á vegg og fyrir vikið ómar söngur um alla kirkju sem aldrei fyrr. „Maður heyrir fólk syngja úti í sal en heyrði ekki áður þegar fólk var með hausinn ofan í sálmabók- inni,“ segir Kjartan Sigurjónsson, organisti í Digraneskirkju, en góð reynsla er komin á nýja kerfið. Sálmunum er varpað upp á vegg með svonefndri Powerpoint-tækni og birtast þeir í stóru letri. Ekki er nóg með að almennir kirkju- gestir taki betur undir í söngnum en áður, Kjartan organisti segist líka heyra betur í kórnum. „Höf- uðstellingin er önnur,“ bætir hann við til útskýringar. Séra Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur er, eins og Kjart- an, himinlifandi með nýja kerfið. „Það er mikil bót að þessu. Fólk tekur undir því sálmarnir blasa við, þetta er því mjög hvetjandi til söngs,“ segir hann. Gunnar átti allt eins von á að eldra fólk- ið yrði frekar á móti nýjunginni en svo er nú aldeilis ekki. „Eldra fólkið er mjög ánægt því þetta er í svo stóru letri. Ein kona í sókn- inni sagðist til dæmis loksins sjá textann.“ Hugmyndin að því að leggja sjálfar sálmabækurnar á hilluna og varpa sálmunum upp á vegg varð til í spjalli í kirkjunni og af orðum Kjartans að dæma gerðist það vegna áhuga hans og prestsins á tækni fremur en að þörfin væri knýjandi. „Þetta er nú fyrst og fremst af því að við erum tækni- frík,“ segir Kjartan og brosir. Séra Gunnar hefur dásamað ágæti nýju aðferðarinnar fyrir prestum annarra sókna og má segja að Powerpoint-væðing sálmanna sé hafin. Nú eru gerðar tilraunir í Breiðholtskirkju og áformað að taka tæknina upp í Grafarvogs- kirkju, svo eitthvað sé nefnt. Nokkur vinna fylgir þessu fyrir- komulagi; setja þarf sálmana og aðrar upplýsingar inn í tölvu og sérstakan starfsmann þarf til að stýra kerfinu í messunni. Upp á vegginn koma eitt til tvö vers í einu, allt eftir lengd þeirra, og birtast þau þar svart á hvítu. Ekki verður letur- eða litabreyting eftir því sem líður á sálminn, líkt og þeir þekkja sem sungið hafa í kar- ókí. Þess má geta að séra Gunnar er sterkasti prestur í heimi. bjorn@frettabladid.is Já, er FM hugsjón? „Það voru ákveðnar hugsjónir sem ég vildi að yrðu hafðar að leiðarljósi hjá stöðinni en á þessum harða fjölmiðlamarkaði geta minnstu mistök sett allt út af sporinu.“ ÁSGEIR KOLBEINSSON FRÁFAR- ANDI DAGSKRÁRSTJÓRI FM 957 Í FRÉTTABLAÐINU Góður maður Jón „Jón Ólafsson virðist einfaldlega hafa verið meiri fagmaður en margir í kringum hann og kunnað að græða á kunnáttuleysi ann- arra í mörgum tilvikum.“ EINAR KÁRASON RITHÖFUNDUR Í MORGUNBLAÐINU. „Ég er alltaf hræddur þegar ríkisfyrir- tækjum er breytt í hlutafélög því það getur endað með því að þau verði gefin eins og við höfum dæmi um,“ segir Ragnar Þórðarson, kaupmað- ur í Dúddabúð á Þingeyri, um nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið en samkvæmt því verður stofnuninni breytt í hlutafélag. Dæmin sem Ragnar vísar til eru bankarnir, sem hann segir hafa verið gefna vild- arvinum stjórnvalda. Ragnar er ánægður með margt í dag- skrá Sjónvarpsins og nefnir fréttir og Kastljós sem dæmi. „Svo er Spaug- stofan yndisleg, hún er toppurinn. Ég dey ef þeir hætta,“ segir hann og hlær. „Það breytir því hins vegar ekki að ég er hræddur um afdrif Ríkisútvarpsins ef því verður breytt í hlutafélag. Ég er ekki hrifinn af hf.“ SJÓNARHÓLL RÚV VERÐI HLUTAFÉLAG RAGNAR ÞÓRÐARSON KAUPMAÐUR VIÐ ORGELIÐ Kjartan Sigurjónsson organisti heyrir mun betur í söngfólki í kirkjunni eftir að byrjað var að varpa sálmunum upp á vegg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÁLMURINN Á SÍNUM STAÐ Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, tendrar ljósin á aðventukransinum með sálminn Kom þú, kom, vor Immanúel í bakgrunni. Sigurbjörn Einarsson biskup þýddi sálminn, sem er franskur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sálmunum varpað upp á vegg Félag íslenskra bifreiðaeigenda aug- lýsir nú á heimasíðu sinni aðild að félaginu sem tilvalda jólagjöf. Sér- stakt tilboð er á ársaðild; 3.600 krón- ur í stað 4.140 króna. „Við höfum ekki fengið rífandi viðbrögð við þessu ennþá en þó einhver,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið beitir þessari aðferð til sókn- ar í nýja félagsmenn en hugmyndin er fengin frá erlendum systurfélög- um. Ýmislegt fylgir aðild að FÍB og má þar nefna margvíslega verklega aðstoð þegar bíllinn bilar, afsláttar- tilboð hérlendis og erlendis og ráð- gjöf af ýmsu tagi. Spurður hvort aðild að FÍB sé góð jólagjöf segist Runólfur ein- dregið geta mælt með henni. „Ég treysti mér vel til að vera jákvæður í garð félagsins,“ segir hann og hlær en býst síður við að gefa sjálfur slíka gjöf. Kostnaður af bílaeign er annar stærsti útgjaldaliður heimilanna, næst á eftir húsnæði. Og ef eitthvað bjátar á getur aðild skipt sköpum. „Félagsgjaldið er ekki há fjárhæð en getur hjálpað mörgum ef á reyn- ir,“ segir Runólfur. Þó ekki hafi verið boðið sérstak- lega upp á FÍB-aðild sem jólagjöf fram til þessa hafa margir fengið aðild að gjöf í gegnum árin því að sögn Runólfs er ekki óalgengt að foreldrar gefi börnum sínum aðild að FÍB þegar þau hefja búskap. Félagsmenn í FÍB eru á sex- tánda þúsund og má því segja að um tuttugu prósent fjölskyldna í land- inu tengist Félagi íslenskra bifreiða- eigenda. - bþs RUNÓLFUR ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri FÍB segir ekki óalgengt að foreldrar gefi börnum sínum FÍB-aðild. Samkeppnin um jólagjafir er hörð. Félag íslenskra bifreiðaeigenda býður eina: Gefðu FÍB-aðild í jólagjöf! Varhugavert „Eins og flestir vita er mikið um að vera hér fyrir austan og rífandi uppgangur. Við stöndum í miklum fram- kvæmdum hjá sveitarfélaginu, í uppbyggingu skóla- mannvirkja, íþróttahúss og sundlaugar,“ segir Þorbergur Hauksson, slökkviliðsstjóri og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Búist er við mikilli fjölgun íbúa í sveitarfélaginu vegna framkvæmda og álvers á Reyðarfirði. Með slíkri fjölgun er ekki nóg að gera ráð fyrir fleiri starfandi einstaklingum, heldur þarf einnig að huga að öllum börnunum sem flytja austur. „Við erum að bæta við grunnskóla á Reyðarfirði og að því loknu verðum við búnir að byggja upp alla grunnskól- ana í Fjarðabyggð. Við erum nýbúnir að ljúka byggingu leikskóla á Reyðarfirði og það er tiltölulega nýr leikskóli á Eskifirði. Við erum að byggja sundlaug á Eskifirði og knattspyrnuhús á Reyðarfirði. Fyrir utan allt þetta erum við að byggja upp götur og útbúa nýjar lóðir. Það er mikill hugur í fólki og það verður að segjast eins og er að það er mikil breyting frá því sem var fyrir fjórum árum síðan.“ Þegar Þorbergur er spurður um sérstakar ráðstafanir slökkviliðsins í Fjarðabyggð í tilefni jólanna segir hann að forvarnarstarf skipti miklu máli. Jólin eru hátíð ljóssins og vegna fjölda kerta- og rafljósa sem lýsa upp heimilin er brunahætta á þessum árstíma mun meiri en á öðrum tímum ársins. „Það er eldvarnavika í skólunum núna, ég fer í skól- ana og er með fræðslu og kynningu um eldvarnir heimilanna. Við leggjum mikla áherslu á það fyrir jólin að fólk kunni rétt viðbrögð þegar það fæst við eld. Við höfum verið duglegir að kynna eldvarnir í skólunum vegna þess að maður nær langbest til foreldranna í gegnum börnin,“ segir Þorbergur að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORBERGUR HAUKSSON, SLÖKKVILIÐSSTJÓRI OG FORMAÐUR BÆJARRÁÐS Í FJARÐARBYGGÐ Það er rífandi uppgangur í Fjarðabyggð Við dauðans dyr í Fossvogi Sonja sveltir sig á aðventunni Vill bætt kjör fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega Heimtar bætt kjö fyri öryrkja og ellilífeyrisþega DV2x15 - lesið 7.12.2005 19:49 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.