Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 88
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR68 ����������� � � � � � � � �� � � ��������������� �������������� ��������������������������� ���������� �������� ������� ��������� ������� ������ �������� ������������ ���� ��������� �������������� ������ ������ ������������� ��� FÓTBOLTI Enn eina ferðina er Paul Gascoigne kominn í blöðin fyrir vandræði utan vallar. Hann var rekinn sem þjálfari frá Kettering þar sem hann var alltaf fullur í vinnunni - hann hafnar ásökunum og ber við að hann fái sér aðeins einstaka staup - og nú er búið að kæra hann fyrir að berja ljós- myndara fyrir utan veitingastað í Liverpool. Gazza var í fylgd með vinum og það fauk í hann er hann sá ljós- myndarann fyrir utan. Þeir rifust heiftarlega og endaði rifrildið með því að Gazza kýldi ljósmynd- arann svo hressilega að hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og blæddi hressilega úr. Gazza var handtekinn í kjölfarið. Kettering er með rannsókn í gangi á hegðun Gazza hjá félag- inu en forkólfar félagsins segja hann hafa verið drukkinn í tíma og ótíma. „Ég fékk mér tvöfald- an brandí til að heiðra minningu Best um helgina. Hvað með það? Áður fyrr drakk ég fjórar flöskur af viskí,“ sagði Gazza en Imraan Ladak, eigandi Kettering, segir að hann hafi verið drukkinn í leikj- um, á æfingum, í búningsklefan- um og í liðsrútunni. „Ég hef átt samtöl við Paul þar sem hann var svo fullur að hann man ekki eftir þeim. Hann þarfnast aðstoðar,“ sagði Imraan Ladak. Hegðun Gazza minnir um margt á George Best sem lést á dögunum en óhófleg áfengis- neysla varð honum að falli. Lækn- irinn sem reyndi að bjarga Best óttast um Gascoigne. „Maður hefði haldið að dauði Bests fengi hann til þess að hugsa en svo virðist ekki vera. Hann þarf að sækja sér alla þá hjálp sem hann getur. Það er ömurlegt að horfa upp á ástandið á honum,” sagði dr. Roger Williams. - hbg Fallna stjarnan Paul Gascoigne er í tómu rugli þessa dagana: Fer Gazza sömu leið og Best? PAUL GASCOIGNE Gengur illa í baráttunni gegn Bakkusi. FÓTBOLTI „Ég var að reyna að ná til boltans þegar Essien setur takk- ana í mig, rétt ofan við hné. Dóm- arinn sá þetta ekki og þess vegna reyndi ég bara að halda áfram. Ég hélt að ég væri fótbrotinn, en sem betur fer virðist ég ekki hafa slasast alvarlega,“ sagði Dietmar Hamann eftir leik Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge, en Mickael Essien braut illa á Ham- ann í leiknum, án þess að hann fengi refsingu fyrir. Hamann var undrandi á því að Essien hafi ekki beðist afsökunar á atvikinu eftir leikinn. „Yfirleitt takast menn í hendur eftir leik og biðjast afsökunar þegar svona kemur fyrir. En Essien kom aldrei til mín eftir leikinn, og gerði enga tilraun þess að biðjast afsökunar á þessum fáranlega broti. Þetta var versta tækling sem ég hef orðið fyrir á ferli mínum.“ Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sagðist hafa séð brotið skýrt og greinilega. „Ég sá þetta brot greinilega og hef að auki skoðað það í sjónvarpi. Ham- ann var heppinn að meiðast ekki illa og ég veit ekki hvernig hann fór að því að sleppa svona vel.“ Hamann sjálfur sagðist hafa verið hikandi við að halda leik áfram. „Þegar maður lendir í svona löguðu er mikilvægt að halda einbeitingu og láta ekki deigan síga. Mér fannst ég þurfa að halda áfram til þess að raska ekki jafnvæginu í leiknum. En ef ég hefði orðið fyrir þessari tæklingu í einhverjum leik sem ekki var jafn mikilvægur, þá hefði ég beðið um skptingu.“ Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, neitaði að tjá sig um brotið á Hamann en sneri umræð- unni fljótt upp í það að hann fengi yfirleitt ósanngjarna meðferð hjá dómurum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta brot hjá Essien. En ég er hættur á kvarta yfir dóm- gæslunni þar sem ég fæ nú yfir- leitt ekki sömu meðferð og aðrir þjálfarar.“ Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að skoða brot Essiens á Hamann nánar og er nú með myndbandsupptökur af brotinu til rannsóknar. magnush@frettabladid.is UEFA rannsakar skrautlegt brot Essien á Hamann: Hélt ég væri fótbrotinn HÖRÐ TÆKLING Dietmar Hamann sést hér engjast af sársauka eftir harða tæklingu frá Mickael Essien, sem liggur á vellinum. FÓTBOLTI David Beckham er ekki bara góður knattspyrnumaður heldur er hann einstök peninga- maskína sem malar gull á hverju einasta ári. Nú er svo komið að hann hefur algjörlega stungið kollega sína af en auðæfi hans eru metin á 75 milljónir punda sem er rúmlega helmingi meira en næsti maður á. Það er Hollendingurinn Dennis Bergkamp hjá Arsenal en auður hans er metinn á 37 milljón- ir punda. Beckham er með 116 þúsund pund í vikulaun hjá Real Madrid en það eru stórir auglýsingasamn- ingar sem færa honum hvað mest- ar tekjar. Athygli vekur að Robbie Fowler er í fjórða sæti listans en hann hefur fjárfest skynsamlega í fasteignum og öðru og það skilar honum í fjórða sætið. Michael Owen er einnig að gera góða hluti í þriðja sætinu en hann er nýbúinn að gera samning við Newcastle sem færir honum 102 þúsund pund í vikulaun. Jose Mourinho er ríkasti stjór- inn á Bretlandseyjum samkvæmt listanum en auðæfi hans eru metin á 20 milljónir punda. Helsta ástæðan fyrir ríkidæmi Mour- inhos eru feitir auglýsingasamn- ingar við American Express og Samsung. Næstríkustu stjórarnir eru Sir Alex Ferguson og Sven- Göran Eriksson. Það þarf síðan vart að taka fram að Roman Abramovich, eig- andi Chelsea, er langríkasti eig- andi knattspyrnuliðs á Bretlandi. henry@frettabladid.is Gullkálfurinn Beckham græðir á tá og fingri David Beckham verður ríkari með hverju árinu og nú er svo komið að hann á helmingi meiri peninga en næstríkasti knattspyrnumaður Bretlands. GULLKÁLFUR David Beckham er stærsta nafnið í knattspyrnuheiminum og þekkt út um allan heim. Hann hefur markaðssett sjálfan sig frábærlega og uppsker eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Ríkastir Áætluð auðæfi David Beckham 75 milljónir punda Dennis Bergkamp 37 Michael Owen 30 Robbie Fowler 28 Sol Campbell 26 Roy Keane 25 Alan Shearer 22 Rio Ferdinand 20 Ryan Giggs 20 Ruud Van Nistelrooy 20 FÓTBOLTI Anton Ferdinand, yngri bróðir Rios og leikmaður West Ham, lenti í merkilegri uppákomu á dögunum þegar öfundsjúkur kærasti stúlku sem hann hafði verið að spjalla við rændi síman- um hans. Forsaga málsins er sú að Anton og félagi hans hjá West Ham, Nigel Reo-Coker, hittu stúlkuna á skemmtistað. Vel fór á með Antoni og stúlkunni og gaf hún honum símanúmerið sitt. Kærasti stúlkunnar, sem heit- ir Leon McDowall og leikur með utandeildarliði, komst að þessu og varð lítt hrifinn. Hann fór til Antons og krafðist þess að hann eyddi númeri stúlkunnar úr sím- anum. Við því vildi Anton ekki verða og þá greip Leon til þess ráðs að ráðast á þá félaga og stela símum stjarnanna. Þeir kærðu í kjölfarið. Anton Ferdinand: Símanum rænt af Antoni ANTON FERDINAND Byrjaður að heilla dömurnar eins og stóri bróðir hans. FÓTBOLTI Pape Diouf, stjórnarfor- maður Marseille, segir að franski framherjinn Djibril Cisse vilji ólmur ganga í raðir félagsins. „Djibril er ekki sáttur við ástandið hjá Liverpool og Marseille er í hjarta hans,“ sagði Diouf en Cisse gekk í raðir Liver- pool frá Auxerre í júlí árið 2004 fyrir fjórtán milljónir punda. Hann virtist ekki eiga mikla fram- tíð á Anfield í upphafi árs en góð frammistaða síðustu vikur hefur styrkt stöðu hans. Stjórnarformaður Marseille: Cisse vill koma FÓTBOLTI Félagarnir Agnar Freyr Helgason og Guðjón Ingi Eiríks- son eru búnir að skrifa bók um 100 ára sögu Chelsea sem nefnist „Frá Feita-Willie til Eiðs Smára“. Fjallað er um Feita-Willie, sem var fyrsta knattspyrnustjarna Chelsea og jafnframt fyrsti fyr- irliði þess, og fleiri goðsagnir í sögu félagsins. Eiður Smári Guð- johnsen fær einnig veglegan sess í bókinni. Fjölmargar myndir prýða bókina, sem er rúmlega 120 blaðsíður. Bók um Chelsea komin út: Frá Feita-Willie til Eiðs Smára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.