Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 8. desember 2005 Jólahýasintur Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Vísindaheiti: Hyacinthus orientalis. Notkun: Blómstrandi laukjurt innanhúss um jól og áramót. Birtuskilyrði: Bjart en lætur sér flest lynda. Hitaskilyrði: Stofuhiti en endist lengst á köldum, frostfríum stað. Vökvun: Haldið rótunum rökum en varist ofvökvun. Umpottun: Óþörf, laukunum fleygt eftir blómgun. Áburðargjöf: Óþörf. Saga Uppruni hýasintunnar er við austanvert Miðjarðarhaf og norður til Kaspíahafs. Hýasintur eru vinsælir „haustlaukar“ sem við plöntum í garða á haustin í þeirri von að þeir muni skila þar sínu ilmsæta og litskæra blómskrúði að vori. Jólahýasintur eru í engu frábrugðn- ar venjulegum garðahýasintum að öðru leyti en því að laukarnir hafa fengið sérstaka meðferð sem flýtir þroska blómvísanna inni í laukunum og gerir að verkum að hægt er að „drífa“ þá í blómgun innanhúss mun fyrr en þeim er eðlilegt úti í garðinum. Til er goðsögn um tilurð hýasintunnar. Hún er á þá leið að guðinn Apollon, sem var fremur fordómalaus og víðsýnn í eigin ástamál- um, lagði ástarhug á hinn fríða og íturvaxna svein Hyakinthos frá Spörtu. Dag nokkurn voru þeir á völlunum undir Ólympusfjalli og æfðu saman kringlukast. Vestanvindurinn, Sefýros, fylgdist með og stóð ekki á sama um aðdáun Apollons á piltinum. Og svo er það, að þegar Apollon varpar kringlunni blæs Sefýros það kröft- uglega, í afbrýðiskasti sínu, á hana að hún sveigir af leið og lendir í höfði Hyakinthosar sem fellur við örendur. Apolloni var brugðið og laut tárfellandi niður að líki vinar síns. Og þar sem tár Apoll- ons og blóð Hyakinthosar blönduðust á vellinum spratt upp þessi undrafagra jurt sem síðan hefur heitið eftir Hyakinthosi. Madame Pompadour Hýasintan barst í ítalska garða um 1530 og þaðan norðureftir til Hollands með Clusiusi þeim er stofnaði Grasagarðinn í Leyden og átti sinn þátt í að gera túlipanana vinsæla. Á öndverðri átjándu öld hafði hýasintan náð miklum vinsældum og bara í Hollandi var búið að skrá um 2000 afbrigði hennar. Hátindi vinsældanna náði hýasintan þó við hirð Lúðvíks konungs XV í Frakklandi, því ástkona hans, Madame Pompadour, fékk ofurást á þessu blómi og ræktaði sjálf, sem var allt að því óviðurkvæmilegt fyrir hefðarkonur þeirra tíma, yfir 200 hýasintulauka í sérstökum hýasintuglösum til að njóta af yfir vetrarmánuðina. Einnig lét hún garðyrkjumenn hallar- innar gróðursetja hýasintulauka í þúsundatali í hallargarðinum og gullsmiði hirðarinnar lét hún smíða skartgripi úr skíragulli og í ótal útfærslum eftir aðeins einu mótífi, hýasintublómum, fyrir sig og hirðmeyjar sínar. Til að kóróna þetta sá hún til þess að ávallt væri til nóg hýasintuilm- vatn fyrir hana sjálfa og umræddar meyjar til að steinka sig með. Jólahýasintan Alls staðar tekið upp á að hafa hýsasintulauka í glösum að hætti Madame Pompadour. Væru þeir settir í þar til gerð glös í lok sept- ember, fyllt með vatni upp undir laukinn og síðan hafðir á dimm- um og svölum stað og blómguðust þeir nokkuð örugglega þegar þeir voru teknir inn í stofuhita upp úr miðjum desember. Þessi siður varð vinsæll á Norðurlöndum og þótt húsakynni almennt bjóði vart lengur upp á að glasræktunin í heimahúsum, þá finnst flestum það vera fremur snauð jól ef jólahýasintuna vantar. Við þessu hafa garðyrkjumenn séð og nú eru laukarnir drifnir við bestu skilyrði í garðyrkjustöðvum og tímastilltir á jólablómgunina. Blómaframleiðendur á Íslandi sjá til þess að a.m.k. ein jólahýas- inta sé í boði fyrir hvert heimili í landinu. Notkun Jólahýsasintur standa fyllilega undir nafni einar og sér en algeng- ast er að hafa þær í körfu eða skál með skreytingu. Blómin standa best ef þau fá að vera kyrr á lauknum og reynt skal að skerða ræturnar eins lítið og mögulegt er. Rótunum þarf að halda rökum en ekki er gott að bleyta um of því þá geta þær farið að fúna. Það lengir líf blómanna mjög, ef hægt er að koma því við að láta hýas- inturnar standa á köldum stað á næturnar. Í frostlausum gróður- skála geta blómin staðið í fullum skrúða í tæpar fjórar vikur en í hlýju stofulofti er varla hægt að ætlast til þess að hýasintan skarti sínu fegursta nema í nokkra daga. Ilmur - stigagjöf Fáar plöntur bjóða upp á jafn sterkan og höfugan ilm og hýas- intan og finnst sumum reyndar nóg um. Nágrannar okkar Svíar hafa komið upp mælikvarða yfir ilminn frá hýasintublómum, kvarða sem byggir á stjörnugjöf, ein stjarna þýðir að ilmurinn sé tiltölulega daufur, tvær stjörnur að hann sé vel í meðallagi og þrjár stjörnur eru gefnar þeim yrkjum sem sterkasta ilminn hafa. Af bleikum hýasintum eru hin alvinsælasta AnnaMarie með tvær stjörnur en keppinautur hennar PinkPearl aðeins með eina. Af bláum hýasintum er hin glæsilega Atlantic með tvær stjörnur meðan hin sívinsæla BluePearl lætur sér duga eina. Hvítar hýas- intur bera fremur daufan ilm, WhitePearl er einnar stjörnu og á engan keppinaut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.