Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 86

Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 86
66 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is 34 6. október 2005 FIMMTUDAGUR � � LEIKIR � 20.30 Keflavík og Madeira eigast við í Evrópukeppninni í körfubolta. � � SJÓNVARP � 16.30 Handboltakvöld á RÚV. � 18.00 Íþróttaspjallið á Sýn. � 18.30 Stump the Schwab á Sýn. Spurningarþáttur um íþróttir. � 19.30 Race of Champions 2005 á Sýn. Bestu ökuþórar heimsins etja kappi. � 20.00 Tuttugu bestu atvik HM á Sýn. Þáttur um minnistæð atvik í sögu heimsmeistarakeppninnar. � 21.30 Fifth Gear á Sýn. � 22.00 Tiger Woods á Sýn. � 23.35 Bestu bikarmörkin á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Fimmtudagur DESEMBER 54-55 (34-35) Sport seinni 7.12.2005 18:29 Page 2 KÖRFUBOLTI „Við verðum að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn og það verður nauðsynlegt fyrir okkur að stjórna hraðanum í leiknum. Ef okkur tekst það getur allt gerst,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, en lið hans tekur í kvöld á móti portúgalska liðinu Madeira í sextán liða úrslit- um Evrópukeppninnar. Keflavík hefur tvisvar áður mætt liði Madeira í Evrópukeppn- inni og hafa viðureignir liðanna verið einstaklega jafnar. Keflavík vann þá heimaleiki sína en tapaði útileikjunum. Sigurður er ekki í nokkrum vafa um að Keflavík geti lagt Madeira að velli, þótt nú sé meira undir en í fyrri viðureignum. „Ég held að það muni skipta miklu máli í leikjunum gegn Madeira að liðin ráði vel við spennustigið. Við höfum undirbúið okkur vel fyrir þennan leik og það er mikil til- hlökkun í mannskapnum. Sterk- ustu leikmenn Madeira eru ekki sérstaklega fljótir og það ættum við að geta nýtt okkur. Skytturn- ar okkar þurfa að hitta vel og áhorfendur verða að skapa mikla stemningu. Við eigum að geta unnið hvaða lið sem er á okkar heimavelli og þó við séum í sex- tán liða úrslitum í Evrópukeppni gerum við kröfu um að vinna heimaleiki okkar.“ Gengi Keflavíkur hefur verið svolítið sveiflukennt upp á síð- kastið í Iceland Express-deild- inni. Sigurður segir leikinn gegn Madeira hafa truflað leikmenn sína. „Við erum í toppbaráttunni í deildinni hér heima en við höfum samt ekki spilað af fullum styrk að undanförnu. Við náum yfirleitt fram okkar besta í Evrópukeppn- inni og nú er það undir okkur komið að sýna að við getum kom- ist lengra í keppninni. Við höfum tvisvar áður komist þetta langt í keppninni, en nú viljum við kom- ast lengra.“ magnush@frettabladid.is Viljum komast lengra Keflavík mætir í kvöld Madeira í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í körfubolta. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hefur fulla trú á liði sínu og er ekki orðinn saddur. Hann gerir kröfu um sigur í kvöld. SIGURÐUR INGIMUNDARSON Sigurður telur Keflavíkurliðið til alls líklegt í Evrópukeppninni, en liðið er nú komið í sextán liða úrslit í þriðja skipti í sögu félagsins. FÓTBOLTI Harry Redknapp var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Portsmouth, en Milan Mandaric, forseti Portsmouth, greindi frá því fyrir nokkrum dögum að Red- knapp myndi ekki taka við liði félagsins. Málin tóku óvænta stefnu í gær þegar Redknapp lýsti því yfir að hann vildi ólmur taka við starfi knattspyrnustjóra hjá Portsmouth og eftir fund með Mandaric í gær- morgun var ákveðið að Redknapp myndi taka við liði félagsins. Mandaric sagði Redknapp hafa verið fyrsta kostinn til þess að taka við stöðunni. „Ég vildi fá Redknapp til starfa hjá félaginu að nýju enda er hann góður knatt- spyrnustjóri og hann náði góðum árangri þegar hann var hér. Ég er viss um að Redknapp muni ná að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Það eru bjartir tímar fram undan.“ Redknapp sjálfur, sem hefur ekki verið í náðinni hjá stuðnings- mönnum Portsmouth síðan hann ákvað að fara til erkifjendanna í Southampton, var rólegur og yfir- vegaður á blaðamannafundinum sem haldinn var í gær. „Ég hlakka til þess að fara að vinna aftur sem knattspyrnustjóri hjá Portsmouth. Ég þekki félagið og ætla að gera mitt besta.“ - mh Portsmouth ætlar sér á beinu brautina að nýju: Redknapp ráðinn stjóri HARRY REDKNAPP Redknapp náði athygl- isverðum árangri með Portsmouth þegar hann starfaði hjá félaginu síðast en hans bíður nú erfitt verkefni. FÓTBOLTI Mikið hefur verið rætt og ritað um holdarfar Waynes Roon- ey frá því hann kom fram á sjón- arsviðið. Mörgum hefur þótt hann helst til digur og sú saga að hann lifi á skyndibitafæði hefur verið ansi þrálát. Unnusta Rooneys, Coleen McLouglin, segir að slíkar sögur séu algjörlega ósannar enda lifi Rooney ákaflega heilbrigðu lífi. „Það halda allir að Wayne sé að éta hamborgara allan daginn en það er fjarri sannleikanum og ég get ekki neitað því að þessar sögur fara í taugarnar á mér. Sannleik- urinn er sá að hann er sólginn í grænmeti og honum finnst fátt betra en að fá sér gott salat,“ sagði McLoughlin, sem er fræg fyrir lítið annað en kaupáráttu sína. Á næstu dögum verður sýnd heimildarmynd um líf hennar sem konu knattspyrnustjörnu og þar blæs hún á þær sögur að hún sé verslunarfíkill en hún hefur helst unnið sér það til frægðar hingað til að versla meira en aðrir. Wayne Rooney er ekki sólginn í skyndibitamat: Grænmetisæta sem finnst best að fá sér salat ROONEY Á KASSANUM Er grænmetisæta og ekki eins feitur og fólk vill vera láta. FÓTBOLTI Það verður væntanlega hart barist um hinn 21 árs gamla Hollending Nigel de Jong, sem hefur neitað að framlengja samn- ing sinn við Ajax. De Jong er fjórði leikmaðurinn hjá Ajax sem neit- ar að framlengja en áður höfðu Steven Pienaar, Hatem Trabelsi og Maxwell hafnað samningstil- boði frá hollenska félaginu. „Mér finnst ég þurfa að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði de Jong en samningur hans renn- ur út næsta sumar. Þess vegna er ekki ólíklegt að Ajax reyni að selja hann í janúar. Manchester United er talinn vera líklegur áfangastaður hjá de Jong enda hefur Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd., lengi haft augastað á kappanum. Nigel de Jong: Á förum frá Ajax NIGEL DE JONG Fer hann til Man. Utd.? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Rafael van der Vaart ökkla- brotnaði leik með liði Hamborgar gegn Köln en hann hefur leikið frábærlega með liðinu á tímabil- inu og hefur verið einn af bestu leikmönnum þýsku úrvalsdeildar- innar í vetur. Thomas Doll, knattspyrnu- stjóri Hamborgara, var að vonum ósáttur við að missa miðjumann- inn sterka í meiðsli. „Ég er von- svikinn yfir því að Rafael van der Vaart skuli hafa meiðst en von- andi verður hann fljótur að jafna sig. Hann er frábær leikmaður og mun eflaust koma sterkari til baka eftir þetta.“ - mh Meiðsli hjá Hamborg: Van der Vaart ökklabrotinn RAFAEL VAN DER VAART Hollendingurinn snjalli hefur verið einn besti leikmaður Þýskalands í vetur. FRJÁLSAR Breska hlaupadrottning- in Kelly Holmes kom verulega á óvart þegar hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að leggja hlaupa- skóna á hilluna frægu. Holmes segist ekki lengur hafa löngunina til að keppa á meðal þeirra bestu en hún vann til tvennra gullverðlauna á Ólympíu- leikunum í Aþenu. Einnig spilar inn í að einstaklingur sem var mjög náinn Holmes lést skyndi- lega á dögunum en dauðsfall hans hafði mikil áhrif á hana. Hlaupakonan Kelly Holmes: Hefur lokið keppni Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undan- teking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. „Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar,“ sagði Gísli Guðmunds- son, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. „Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með mynd- um af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn.“ Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auð- veldara að virkja menn þegar fjáröflunar- leiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. „Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deilda- keppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar,“ sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna e f t i r - spurn á laugar- deginum. Allar upplýs ingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida. is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. „Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helg- ina,“ sagði Gísli létt- ur. HANDKNATTLEIKSLIÐ ÍR: SAFNAR FYRIR FERÐ TIL KANARÍEYJA Bóna bíla um alla helgina Logi frábær gegn Lich Logi Gunnarsson hefur leiki frábærlega með liði sínu Bayreuth að undanförnu. Hann er nú meðal tíu stigahæstu manna í Þýsku 2. deildinni með 20,2 stig að meðaltali í leik. Logi átti einn stórleikinn fyrir skemmstu þegar Bayr- euth lagði Lich að velli, en þar skoraði Logi 29 stig og var besti leikmaður vallarins. > Fimm félög vilja Pál Páll Einarsson, sem á dögunum hætti hjá Þrótti, er vinsæll meðal félaga í Landsbankadeild- inni en fimm félög hafa þegar haft sam- band við Pál. „Valur, Fylkir, ÍBV, Grindavík og Fram hafa öll haft samband við mig. Ég mun hugsa vel um þetta um helgina og taka svo ákvörðun fljót- lega í kjölfarið.“ Fram er eina fyrstu deildarfélag- ið sem hefur haft samband við Pál, en fyrrum þjálf- ari hans hjá Þrótti, Ásgeir Elíasson, er nú þar við stjórnvölinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.