Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 82
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR62 Aldarfjórðungur er í dag lið-inn frá því Bítillinn fyrr-verandi John Lennon var myrtur fyrir utan Dakóta-bygg- inguna í New York. Lennon var aðeins fertugur þegar ódæðið var framið. Söku- dólgurinn var Mark Chapman, sem fyrr um daginn hafði feng- ið eiginhandaráritun hjá goð- inu. Þegar Lennon sneri aftur ásamt eiginkonu sinni Yoko Ono úr upptökuveri seint um kvöldið tók Chapman fram byssu sína og hleypti fjórum skotum af. Þrjú þeirra fóru í bak Lennons og skömmu síðar lést hann á leiðinni á sjúkrahúsið. Þegar Lennon var myrtur hafði hann nýlega fengið andann yfir sig á ný og var farinn að semja tónlist eftir fimm ára hlé. Platan Double Fantasy sem hann gerði með Yoko var gefin út mánuði fyrir dauða Lennons. Vann hún Grammy-verð- launin árið eftir sem besta platan. Þykir fráfall Lennons sérlega sorglegt af þessum sökum. Einn af hötuðustu mönnum veraldar Mark Chapman hefur verið einn af hötuðustu mönnum veraldar síðan hann skaut Lennon. Hvað rak hann til verknaðarins er erfitt að segja, en hann þjáðist af þung- lyndi og virtist telja sig öðlast ein- hvers konar sess í þjóðfélaginu með morðinu. Árið 1977 reyndi hann sjálfs- víg með því að anda að sér eitur- gufum úr bíl sínum og eftir það fékk hann bók JD Salinger, The Catcher in the Rye, á heilann. Sá hann sjálfan sig í aðalpersónunni, sem átti erfitt með að aðlagast samfélaginu. Í kjölfarið fór hann að hata Lennon. Eftir að hann sá ljósmynd af Lennon þar sem hann stóð á þaki Dakóta-byggingarinn- ar gerðist eitthvað í hausnum á honum. „Ég man að ég sagði við sjálfan mig, „Hvað ef ég drep hann“,“ sagði Chapman eitt sinn. Í lögregluskýrslu hafði Chap- man þetta að segja: „Lítill hluti af mér skilur ekki heiminn og hvað er að gerast í honum. Ég vil ekki drepa neinn og ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég gerði þetta.“ Chapman játaði sig sekan í réttarhöldum sem stóðu yfir í stuttan tíma árið 1981. Hann var dæmdur í tuttugu ára fangelsi eða til lífstíðar fengi hann ekki reynslulausn. Þrisvar sinnum hefur honum verið neitað um reynslulausn í Attica-fangelsinu í New York þar sem hann dúsir og kemur það fáum á óvart. Sólóplötur í bílförmum Þrátt fyrir ódæði Chapmans hefur goðsögnin John Lennon haldið áfram að lifa. Plötur Bítlanna jafnt sem sólóplötur Lennons halda áfram að seljast í bílförmum auk þess sem reglulega koma út safnplötur með bæði Bítlunum og Lennon sem hafa einnig rokið út, þar á meðal ein með Lennon fyrir skömmu síðan. Lennon er næstum daglega í fréttunum þótt hann sé löngu dáinn. Segir það margt um hversu mikil áhrif hann hefur haft á heiminn með tónlist sinni og bar- áttu fyrir friði í heiminum. Chapman fær þó einnig sinn skerf af athyglinni á næstunni því ný kvikmynd um hann og dagana sem liðu fram að morð- inu á Lennon er væntanleg með stjörnunum Jared Leto og Lindsay Lohan í aðalhlutverkum. Þá getur fólk glöggvað sig enn frekar á tildrögum morðsins á John Lennon. ■ Goðsögnin lifir áfram MARK CHAPMAN Morðingi John Lennon er einn hataðasti maður veraldar. Í HANDJÁRNUM Chapman leiddur í burtu af lögreglunni eftir að hafa verið handtekinn fyrir morðið. FYRIR UTAN DAKÓTA Hátt í 5000 manns söfnuðust saman fyrir utan Dakóta-bygginguna um leið og fregnir bárust af morðinu. JOHN OG YOKO Þessi mynd var tekin af hjón- unum í New York í ágúst 1980. Hópur fólks frá Skákfélaginu Hróknum, Barnaheillum á Íslandi, Rauða krossinum og Kalak, vinafélagi Íslands og Grænlands, hélt til Grænlands á laugardaginn með heillaóskir frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í farteskinu. Þar fyrir utan var hópurinn klyfjaður 500 skák- settum, sælgæti og jóladagatölum sem til stendur að færa grunn- skólabörnum á Austur-Grænlandi. Þegar hópurinn lenti í Kul- usuk var liðinu skipt og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, og Henrik Danielsen, skólastjóri Hróksins, sigldu í gegnum ísinn ásamt Sigurði Péturssyni, sem jafnan er nefndur Ísmaðurinn, til smábæjarins Kuummiit. Gleðin í Kuummiit var mikil þegar Hróksmönnum hafði tek- ist að ryðjast með gjafirnar til barnanna í gegnum skaflana og einlæg gleðin skein úr hverju andliti þegar skákborðin frá Pennanum og jóladagatölin frá Lyonshreyfingunni voru dregin upp úr kössunum. Höfuðstöðvar ferðalanganna eru í Tassiilaq, höfuðstað Aust- ur-Grænlands, og þar kennir Henrik Danielsen börnunum skák í grunnskólanum og er áhuginn svo mikill að krakk- arnir raða sér meðfram göng- um skólans með nýju taflsettin sín og tefla af miklum móð. Þá var slegið upp barnaskákmóti í skólanum og fór þátttakan fram úr björtustu vonum. „Þetta er stórkostlegur árangur,“ sagði Henrik Danielsen að loknu mót- inu. „Börnin skemmtu sér afar vel í kvöld enda tel ég mikilvægt að gefa krökkunum tækifæri til að tefla og skemmta sér. Það var einnig mikilvægt að allir fengu verðlaun. Þannig fá krakkarnir tilfinningu fyrir árangri.“ Henrik hefur sótt um íslensk- an ríkisborgararétt og undirrit- aði alla tilskylda pappíra vegna þessa í grunnskólanum í Tass- iilaq á þriðjudag. Hann hefur búið á Íslandi undanfarin tvö ár og sér þann draum heitastan að setjast hér að og kenna íslensk- um börnum að tefla. thorarinn@frettabladid.is Skákgleði á Grænlandi FJÖR Í KUUMMIIT Krakkarnir í Kuummiit tóku Hróksliðinu fagnandi og þarna er Hrafn Jökulsson í góðra vina hópi. HENRIK DANIELSEN Kennir skák í grunnskólanum í Tassiilaq. „Tilgangurinn hér á Grænlandi er ekki að búa til nýjan Kasparov heldur að hjálpa krökkunum að þroskast og læra. Gefa þeim tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Að mínu mati er skákbyltingin hafin hér á Græn- landi. Heimamenn hafa tekið risastórt skref.“ NAMMI Íslenska sælgætið vakti ekki minni kátínu en skáksettin og klukkurnar enda svona gúmmilaði sannkallur hvalreki í þessu afskekkta þorpi. ARNAR VALGEIRSSON STARFSMAÐUR VINJAR, ATHVARFS RAUÐA KROSSINS FYRIR GEÐ- FATLAÐA Fór með þyrlu til smáþorpsins Tin- iteqillaq og færði krökkunum þar glaðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.