Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
FIMMTUDAGUR
8. desember 2005 — 332. tölublað — 5. árgangur
JÓLALEST
COCA-COLA
KEMUR EFTIR
2
DAGA
www.postur.is
13.12.
Síðasti öruggi skiladagur
á jólapökkum
til Evrópu!
OPI‹ TIL KL. 22 ÖLL KVÖLD TIL JÓLA
�������
�����������������������
������������������
��������
������������
�����������������
�������� ������������������� �������
�������������������
����������
����������������
��������
������������
������������
������������
�����
������������
�������������������������������
�������
��������������
�����
JÓHANNA OG KRISTÍN
Verslunin Söstrene
Grene slær í gegn
tíska • heimili • jól • heilsa
Í MIÐJ BLAÐSINS
LÖGREGLUMÁL Viðskiptabankar
þeirra sem urðu fyrir því að stolið
var úr heimabönkum þeirra bættu
þeim að fullu þær fjárhæðir sem
stolið var, samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins. Um samtals rúmar
tvær milljónir króna er að ræða
í fjórum málum sem lögreglan í
Reykjavík hefur nú til rannsóknar.
Einn maður situr í gæsluvarðhaldi
vegna málsins.
Fulltrúar banka og sparisjóða
efndu til fundar í gærmorgun til
að fara yfir öryggismál banka
og sparisjóða vegna málsins. Að
sögn Guðjóns Rúnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, hefur í kjöl-
far þjófnaðarmálanna verið lagð-
ur grunnur að auknum öryggis-
ráðstöfunum fyrir viðskiptamenn
bankastofnana. Þær eru í þremur
þáttum. Í fyrsta lagi eru leiðbein-
ingareglur um hvernig best sé að
ganga um öll tölvumál með tilliti
til vírusvarna og aðgátar í tengsl-
um við aðgangsorð. Í öðru lagi
hafa allir bankar og sparisjóðir
komið upp aukalykilorði sem við-
skiptamaður þarf að nota þegar
hann millifærir fjárhæð.
Loks er verið að vinna að því
að allir viðskiptamenn banka-
stofnana fái í byrjun næsta árs
tæki með aðgangsorði sem breyt-
ist reglulega, jafnvel á mínútu
fresti. Það þarf því að nota tækið
nákvæmlega á þeirri stundu sem
farið er inn í heimabankann. Það
er því talið gagnast vel gegn „tróju-
hestinum“ illræmda, sem virðist
hafa verið notaður í flestum þjófn-
aðarmálanna.
„Heimabankarnir halda áfram
að vera eitthvert öruggasta tæki til
fjármálaviðskipta sem menn hafa
notað,“ segir Guðjón. Hann bendir
á að nýju öryggisreglurnar sé hægt
að nálgast á heimasíðu samtak-
anna, www.sbv.is, og heimasíðum
bankastofnana. - jss / Sjá síðu 2 og 8
Heimabankaþjófurinn stal rúmlega tveimur milljónum króna:
Bankarnir tóku skellinn
JÓLIN Í REYKJAVÍK VERÐA RAUÐ Krakkar dönsuðu í kringum jólatréð á Austurvelli í gær. Austurvöllur verður jafn marauður um jólin, segir
Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, sem spáir rauðum jólum sunnanlands en hvítum fyrir norðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐUR Jólin verða rauð með hvít-
um flekkjum á höfuðborgarsvæð-
inu segir Sigurður Þ. Ragnarsson,
jarð- og veðurfræðingur.
Norðlendingar geta hins vegar
átt von á hvítum jólum. Austan-
og vestanlands verða jólin ekki
snjóþung en gætu þó orðið hvít.
„Mér sýnist þetta verða niður-
staðan sé rýnt í heildaryfirbragð
kortanna,“ segir Sigurður.
Rúmar tvær vikur eru til jóla
og bendir Sigurður á að erfitt
geti verið að spá um veður svo
langt fram í tímann. „En ég læt
slag standa,“ segir Sigurður,
sem betur er þekktur sem Siggi
stormur. Veðurklúbbur Dalvík-
inga spáir einnig hvítum jólum á
Norðurlandi.
Nánar á bls. 10 í Allt-blaði Fréttablaðsins.
Kaflaskipt jólaveður:
Rauð jól í
Reykjavík
Skákgleði á Grænlandi
Sendinefnd á vegum Hróksins er á
Austur-Grænlandi og gleður grunn-
skólabörn þar með góðum gjöfum.
Danski stórmeistarinn
Henrik Danielsen er
með í för. Hann hefur
sótt um íslenskan
ríkisborgara-
rétt.
FÓLK 62
EGILL GILLZENEGGER
Verður með yfirhalningu
fyrir trefla
Leggur drög að hnakkavæðingu í íslensku
sjónvarpi
FÓLK 74
TALSVERÐ RIGNING eftir hádegi
um austan- og suðaustanvert landið en
annars víða væta, síst norðaustan til. Hiti
3-8 stig. Lægir og dregur úr vætu með
kvöldinu. VEÐUR 4
Ekki einu sinni á Sikiley...
Þorvaldur Gylfason upplýsir hvers
vegna hann fer ekki í mál við ríkislög-
reglustjóra þótt það mætti verða til
þess að hann segði af sér.
Í DAG 38
Kjell Inge Rökke
Hlutabréf norska athafnamannsins
Kjells Inge Rökke
í Aker-fyrirtækja-
samsteypunni eru
orðin eitt hundruð
milljarða króna
virði.
VIÐSKIPTI 41
Stórleikur í Keflavík
Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta
mæta portúgalska liðinu
Madeira í sextán liða úr-
slitum Evrópukeppninnar
í Keflavík í kvöld. Þjálfari
Keflavíkur gerir kröfu um
sigur á heimavelli.
ÍÞRÓTTIR 66
DEILUR Læknablaðið neitaði að
birta grein eftir Jóhann Tómasson
heilsugæslulækni þar sem hann
segist færa sönnur á það að lækn-
ingaleyfi Kára Stefánssonar sé tak-
markað af eiði sem hann hafi gert
árið 1977 við þáverandi Landlækni
en hafi svo ekki staðið við. Þar með
gefur Jóhann til kynna að Kári hafi
í raun ekki gilt lækningaleyfi.
Fréttablaðið birtir í dag grein
Jóhanns ásamt afriti af eiðnum.
„Ég átti frekar von á að Kári
Stefánsson myndi kæra mig en
hann þorir það ekki því ég get
sannað mitt mál. Þá lætur hann
Læknafélag Íslands gera það fyrir
sig og það gerir það,“ segir Jóhann.
Læknafélagið kærði málið til Siða-
nefndar Læknafélags Íslands en
svo kærði Kári sjálfur Vilhjálm
Rafnsson, þáverandi ritstjóra
Læknablaðsins, til sömu nefndar.
Vilhjálmur var settur af eftir að
hann hafði leyft birtingu á annarri
grein eftir Jóhann og þá var bráða-
birgðaritnefnd sett á laggirnar.
Vilhjálmur vill ekki staðfesta hvort
ritstjórnin hafi neitað Jóhanni um
birtingu á þeirri grein sem nú birt-
ist í Fréttablaðinu. Í síðasta tölu-
blaði, sem Vilhjálmur ritstýrði, er
Kári beðinn afsökunar á birtingu á
fyrri grein Jóhanns.
„Það sem ég sé athugavert í
þessu máli er að Kári setur þrjár
kröfur fram við eigendur Lækna-
blaðsins og þeir eru komnir lang-
leiðina með að verða við þeim
öllum,“ segir Vilhjálmur. „Hann
krafðist þess að ég yrði rekinn og
það er búið. Hann krafðist þess
að hann yrði beðinn afsökunar og
það er búið. Hann krafðist þess að
grein Jóhanns yrði tekin af vefn-
um, en bráðbirgðaritstjórnin tók
reyndar aðeins tvær setningar úr
grein Jóhanns og það eru vinnu-
brögð sem ég taldi að viðgengjust
venjulega ekki í lýðræðisríkjum,“
segir Vilhjálmur.
Þessar tvær setningar eru svo-
hljóðandi: „Kári hefur skilyrt, tak-
markað lækningaleyfi, útgefið til
bráðabirgða 10. júní 1977. Önnur
lækningaleyfi, sem íslenzk heil-
brigðisyfirvöld hafa veitt honum,
eru því sennilega ólögleg.“
Sjá viðbrögð Kára Stefánssonar
á síðu 6. - jse/sjá síðu 6
Læknafélagið kærði Jóhann
Jóhann Tómasson læknir segist hafa undir höndum gögn sem hann segir að sanni að Kári Stefánsson, for-
stjóri Erfðagreiningar, hafi ekki gilt lækningaleyfi. Læknafélagið hefur kært Jóhann til siðanefndar.
VEÐRIÐ Í DAG