Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 8. desember 2005 45
Ásta Möller, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, ber
saman umhverfi mat-
vöruverslana í Bretlandi
og Íslandi.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, telur ástæðu til þess að
huga að aðgerðum gegn samþjöpp-
un í matvöruverslun hér á landi. Hún
spurði Valgerði Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra á Alþingi á mánudag
hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa
til sömu aðgerða og í Bretlandi þar
sem þingnefnd fjallar nú um aðgerð-
ir gegn samþjöppun og markaðs-
ráðandi stöðu verslunarkeðjunnar
Tesco.
„Verslunarkeðjan Tesco hefur jafnt
og þétt aukið hlutdeild sína í um 30
prósent... Á síðustu fjórum árum hafa
20 prósent sjálfstæðra verslana lagt
þar upp laupana... Yfirburðastaða
keðjunnar gerir henni kleift að standa
undir undirboðum og óheilbrigðum
verslunarháttum.“
Ásta taldi að samþjöppun á
íslenskum matvörumarkaði í nafni
Baugs væri mun meiri en sam-
þjöppun sú sem rædd væri í Bret-
landi. Hún vísaði meðal annars til
greinar Jónasar Haralz og Jóhanns
J. Ólafssonar í Morgunblaðinu fyrir
skemmstu, en þar er talað um ribb-
aldaskeið ungs kapítalisma sem
aðrar þjóðir hafi gengið í gegnum á
mismunandi tímum.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra kvaðst ekki hlutast til um
störf Samkeppniseftirlitsins en það
byggði starfsemi sína á reglum sem
væru í gildi um alla Evrópu. Hún
kvaðst gera ráð fyrir að það sinnti
verkum sínum. „Ég er hissa á að
heyra þessar áherslur hjá háttvirtum
þingmanni með tilliti til þess að við
gengum í gegnum heilmikla vinnu
hér á síðasta þingi, fyrst í nefnd sem
ég skipaði og þar voru fulltrúar sam-
starfsflokksins... Ég gerði mér ekki
grein fyrir á þeim tíma að það væru
uppi aðrar hugmyndir í Sjálfstæðis-
flokknum í sambandi við þetta mál,“
sagði Valgerður. - jh
Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum
ÁSTA MÖLLER Spurði viðskiptaráðherra hvort grípa ætti til aðgerða gegn stórum keðjum mat-
vöruverslana hér á landi svipað og gert hefði verið í Bretlandi.
Microsoft var dæmt til greiðslu 32
milljóna dollara, rúma tvo millj-
arða íslenskra króna sektar af
samkeppnisstofnun Suður-Kóreu.
Samkeppnisstofnunin komst að
þeirri niðurstöðu að það væri brot
á samkeppnislögum að msn-skila-
boðaforritið væri innifalið með
windows-stýrikerfinu.
Úrskurðað var að Windows
þyrfti að endurbæta þannig að
annar skilaboðahugbúnaður virk-
aði með stýrikerfinu. Talsmenn
Microsoft voru óánægðir með
dóminn og hyggjast áfrýja.
Microsoft
brýtur lög
Viðskiptahalli í Bandaríkjunum
í september nam 66 milljörðum
dala, um það bil 4.300 milljörð-
um króna. Innflutningur jókst um
2,4 prósent á meðan útflutningur
dróst saman um 2,6 prósent.
Á sama tima var viðskipta-
jöfnuður Kínverja við útlönd
jákvæður um 12 milljarða dollara,
jafnvirði 780 milljarða króna. Við-
skiptajöfnuður milli þessara landa
var óhagstæður Bandaríkjunum
um 20 milljarða dollara eða 130
milljarða íslenskra króna og hefur
aldrei verið meiri.
Methalli í
Bandaríkjunum
Hrein kaup innlendra aðila á
erlendum verðbréfum hafa aldrei
verið meiri en í október síðast-
liðnum en þá námu þau tæpum 28
milljörðum króna. Þetta kemur
fram í fréttum greiningardeildar
Íslandsbanka sem fékk tölur frá
Seðlabanka Íslands.
„Þessi miklu kaup á erlendum
verðbréfum teljast óneitanlega til
tíðinda en til samanburðar hafa
þau hæst farið í rúma 11 milljarða
í apríl 2005. Í þetta sinn beinast
kaupin einkum að hlutabréfum
eða rúmlega 21 milljarður en
tæpum 7 milljörðum er varið í
verðbréfasjóði. Líklegt má telja
að lífeyrissjóðir séu áfram að
nýta sér hátt gengi krónunnar til
að bæta við eign sína í erlendum
verðbréfum en í ljósi þess hversu
mikil kaupin eru má gera ráð fyrir
því að fjárfestingar innlendra fyr-
irtækja erlendis vegi einnig þungt
í þetta sinn,“ segir í pistli grein-
ingardeildar Íslandsbanka.
Erlend verðbréf
aldrei vinsælli
BILL GATES Microsoft var sektað fyrir brot á
samkeppnislögum í Kóreu.