Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 65
FIMMTUDAGUR 8. desember 2005 45 Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi mat- vöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöpp- un í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur við- skiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerð- ir gegn samþjöppun og markaðs- ráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. „Verslunarkeðjan Tesco hefur jafnt og þétt aukið hlutdeild sína í um 30 prósent... Á síðustu fjórum árum hafa 20 prósent sjálfstæðra verslana lagt þar upp laupana... Yfirburðastaða keðjunnar gerir henni kleift að standa undir undirboðum og óheilbrigðum verslunarháttum.“ Ásta taldi að samþjöppun á íslenskum matvörumarkaði í nafni Baugs væri mun meiri en sam- þjöppun sú sem rædd væri í Bret- landi. Hún vísaði meðal annars til greinar Jónasar Haralz og Jóhanns J. Ólafssonar í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, en þar er talað um ribb- aldaskeið ungs kapítalisma sem aðrar þjóðir hafi gengið í gegnum á mismunandi tímum. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra kvaðst ekki hlutast til um störf Samkeppniseftirlitsins en það byggði starfsemi sína á reglum sem væru í gildi um alla Evrópu. Hún kvaðst gera ráð fyrir að það sinnti verkum sínum. „Ég er hissa á að heyra þessar áherslur hjá háttvirtum þingmanni með tilliti til þess að við gengum í gegnum heilmikla vinnu hér á síðasta þingi, fyrst í nefnd sem ég skipaði og þar voru fulltrúar sam- starfsflokksins... Ég gerði mér ekki grein fyrir á þeim tíma að það væru uppi aðrar hugmyndir í Sjálfstæðis- flokknum í sambandi við þetta mál,“ sagði Valgerður. - jh Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum ÁSTA MÖLLER Spurði viðskiptaráðherra hvort grípa ætti til aðgerða gegn stórum keðjum mat- vöruverslana hér á landi svipað og gert hefði verið í Bretlandi. Microsoft var dæmt til greiðslu 32 milljóna dollara, rúma tvo millj- arða íslenskra króna sektar af samkeppnisstofnun Suður-Kóreu. Samkeppnisstofnunin komst að þeirri niðurstöðu að það væri brot á samkeppnislögum að msn-skila- boðaforritið væri innifalið með windows-stýrikerfinu. Úrskurðað var að Windows þyrfti að endurbæta þannig að annar skilaboðahugbúnaður virk- aði með stýrikerfinu. Talsmenn Microsoft voru óánægðir með dóminn og hyggjast áfrýja. Microsoft brýtur lög Viðskiptahalli í Bandaríkjunum í september nam 66 milljörðum dala, um það bil 4.300 milljörð- um króna. Innflutningur jókst um 2,4 prósent á meðan útflutningur dróst saman um 2,6 prósent. Á sama tima var viðskipta- jöfnuður Kínverja við útlönd jákvæður um 12 milljarða dollara, jafnvirði 780 milljarða króna. Við- skiptajöfnuður milli þessara landa var óhagstæður Bandaríkjunum um 20 milljarða dollara eða 130 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. Methalli í Bandaríkjunum Hrein kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðast- liðnum en þá námu þau tæpum 28 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttum greiningardeildar Íslandsbanka sem fékk tölur frá Seðlabanka Íslands. „Þessi miklu kaup á erlendum verðbréfum teljast óneitanlega til tíðinda en til samanburðar hafa þau hæst farið í rúma 11 milljarða í apríl 2005. Í þetta sinn beinast kaupin einkum að hlutabréfum eða rúmlega 21 milljarður en tæpum 7 milljörðum er varið í verðbréfasjóði. Líklegt má telja að lífeyrissjóðir séu áfram að nýta sér hátt gengi krónunnar til að bæta við eign sína í erlendum verðbréfum en í ljósi þess hversu mikil kaupin eru má gera ráð fyrir því að fjárfestingar innlendra fyr- irtækja erlendis vegi einnig þungt í þetta sinn,“ segir í pistli grein- ingardeildar Íslandsbanka. Erlend verðbréf aldrei vinsælli BILL GATES Microsoft var sektað fyrir brot á samkeppnislögum í Kóreu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.